25.6.2024 | 11:05
Hlaðvarp AÞJ
Eins og fram kemur í þessari frétt þá ætla ég að gera tilraun á þessum nýja vettvangi næstu vikur / mánuði. Væntanlegir hlustendur hafa þegar sent mér eftirfarandi tillögur að umfjöllunarefni, sbr. listann hér fyrir neðan þar sem ég hef engu bætt við en aðeins tekið út tillögur sem henta mér alls ekki. Þetta gæti orðið gott hliðarverkefni meðan ég er að lenda eftir forsetakosningarnar. Lesendum er frjálst að bæta við þennan lista í athugasemdum hér fyrir neðan.
Réttarhöldin yfir Sókratesi
Hvernig á að lifa innihaldsríku lífi?
Fréttir vikunnar
Hver er höfundur Njálu?
Sjálfstæðisbárátta Íslendinga
Blómaskeið íslenskra bókmennta
1984 eða Brave New World: Viðvörunarrit eða handbók fyrir harðstjóra?
Veganesti fyrir unga menn: Viska, hófsemi, hugrekki, réttlæti
Meistarinn og Margaríta
Dýrabær (e. Animal Farm) eftir Orwell
Dæmisögur Esóps
Nietzche
Postmódernisminn
Arkitektúr á Íslandi
Marteinn Lúter og Martin Luther King
Kvikmyndin High noon
Táknfræði
Táknfræði í Biblíunni
Keltnesk áhrif á Íslandi
Endurreisnin i Evrópu og á Íslandi
Skólakerfið
Frelsisstríð bandaríkjanna /sjálfstæðisyfirlýsingin
Orustan við Hastings
Leitin af heilögum kaleik
Heimspekilegar spurningar: Er til sannleikur? Gott vs illt. Fallegt vs ljótt
Myndmál klassískrar myndlistar
Scott Milgram
Einar Jónsson myndhöggvari
Michalangelo
Hver er tilgangur lífsins?
Höfum við frjálsan vilja?
Markús Árelíus
Mens sana in corpore sano
Mannasiðir
Að takast á við áskoranir
Tungumálið, af hverju skiptir það máli?
Stóuspeki: Hindrunin er vegurinn
Jónas Hallgrímsson
Turnar í íslenskri menningu
Amusing ourself to death
Bókin um veginn / Ferlið og dygðin
Af hverju er flóð í nánast öllum trúarbrögðum? Myndlíking þess?
Landnáma
Stofnun Alþingis árið 930
Lög á Íslandi eða saga lögfræðinnar
Evrópusambandið
Orkuskortur
Hver vilt þú að arfleifð þín verði?
Enski boltinn
Speki Konfúsíusar
Karl Marx
Voltaire
Rene Descartes
Machiavelli
Art of War
Tómas frá Akvínó
Dietrich Bonhoeffer
![]() |
Arnar Þór gerir hlaðvarp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Getur lýðræði snúist upp í andhverfu sína?
Sveinn Ævar Sveinsson (IP-tala skráð) 25.6.2024 kl. 11:11
Ég myndi vilja sjá þig velta því fyrir þér;
hvort að við séum alein í geimnum eða ekki?
https://contact.blog.is/blog/contact/month/2023/8/
Dominus Sanctus., 25.6.2024 kl. 11:45
Margt þarna fróðlegt að lesa. Ég hef bara miklar áhyggjur af eldra fólkinu okkar í landinu. Hvernig það er komið fyrir þeim. Hjúkrunarheimilin okkar eru orðin full af útlenskum starfsmönnum aðallega frá Asíu og tala ekki íslensku og mörg hver ekki ensku.
Hvernig má það vera að þetta sé orðið svona ? Það er þungt skref fyrir aldraða að taka að flytjast á hjúkrunarheimili, hvað þá að þeir geta ekki tjáð sig á sínu tungumáli.
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir (IP-tala skráð) 25.6.2024 kl. 13:03
Eru Íslendingar orðnir veikir í þúsundavís vegna skaðlegra útgufunarefna í nærumhverfi, eins og frá t.d. svampefnum í svefnvöru.
Það er mjög líklegt, allt bendir í þá átt.
Hversvegna gera heilbrigðisyfirvöld ekkert í málinu?
Þetta kostar fólk miklar þjáningar og þjóðfélagið mikla peninga.
Vilmundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 26.6.2024 kl. 08:40
Hvers konar framtíð óskar fólkið í landinu sér?; Frelsi og yfirráð yfir landinu og auðlindum þess eða að verða auðmjúkir þrælar í nýlendu erlends yfirvalds svo sem ESB eða erlendra stórfyrirtækja og samtaka? Vill þjóðin verða alþjóðavæðingunni og fjölmenningunni að bráð eða vill hún vernda og þroska íslenska þjóðríkið og menningu þess?
Júlíus Valsson, 26.6.2024 kl. 23:24
Langar að opna umræðuna á það hver grípur eldriborgara sem lenda í klóm gullgrafara, jafnvel ganga í hjónaband með þeim, án þess að ættingjar geti nokkuð gert þarf ekki að fara að skerpa á lögum um það að sýlslumanni er ekki heimilt að taka á móti undirrituðum og vottuðum erfðaskrám til þinglýsingar sem útbúnar eru útí bæ!!..
Inga (IP-tala skráð) 27.6.2024 kl. 00:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.