Gullflibbarnir

Í gær birtist nýr þáttur á Brotkast.is þar sem ég fjalla m.a. um hina nýju yfirstétt sem nefna má ,,gullflibba", því ,,hvítflibbar" eru léttvægir í samanburðinum. Á fundum gullflibbana koma saman ríkustu og valdamestu einstaklingar jarðar ásamt sérvöldum klappstýrum sem fara svo heim í hérað (þjóðríkin) og bera út boðskapinn / innleiða hann í lagaframkvæmd. Gullflibbar heimsins / súperstéttin (e. superclass) eru taldir vera 6-7 þúsund manns í heild, eða 0,0001% af heildarmannfjölda jarðarinnar. Gullflibbarnir eru valdameiri en nokkur annar hópur í mannkynssögunni ... og þau vilja stjórna því hvernig við hin lifum.

Áætlanir þeirra eru ekkert leyndarmál. Þær eru víða gerðar heyrinkunnar, m.a. í Davos þar sem þau koma saman árlega á einkaþotum sínum til að ræða hvernig draga má úr kolefnisfótspori litla fólksins. Sumir fundarmanna eru ríkari en heilu þjóðríkin, en vissulega eru þarna líka minni auðmenn og fulltrúar þeirra, þ.e. þeir sem fá sérstakt boð.

Á fundum þessum er m.a. rætt hvernig takast megi á við fátækt, loftslagsmál, jafnrétti og sóttvarnir. Á fundunum ber lítið á raunverulegum rökræðum, því þar eru allir sammála um grunnforsendurnar og líka um ,,lausnirnar", sem ræddar eru með bros á vör án andmæla, án gagnrýni, án efasemda. Í Davos geta fundarmenn líka brosað breitt því tillögurnar miða að því að gera hina ríku enn ríkari, draga úr eftirliti gagnvart stórfyrirtækjum, miðstýra lögregluaðgerðum og þenja út lögregluvald, skerða fullveldi þjóðríkja, þrengja að borgaralegu frelsi, mannréttindum og lýðræði, í stuttu máli nýtt alheimsskipulag með alheimsstjórn, þar sem ríkisstjórnir þjóðríkjanna verða eins konar embættismenn æðstu stjórnenda (sem enginn kaus). Þannig má þétta eftirlit með almenningi og skerða athafnafrelsi fólks til að tryggja að allt sem gert er þjóni "the greater good", sjá nánar hér. 

--

Í næsta þætti ætla ég að fjalla um stöðu Íslands í heimi sem virðist verða sífellt háskalegri og þar sem stórfyrirtæki og auðmenn seilast til áhrifa yfir auðlindum landsins okkar. Ég mun benda á endurtekin söguleg stef, því Íslendingar hafa áður staðið frammi fyrir slíkri ásælni, m.a. í byrjun 20. aldar þegar norskir auðmenn sóttust eftir að kaupa upp alla fossa á Íslandi og stunduðu hér meiriháttar hvalveiðar enda var lýsið mjög eftirsótt og verðmætt. Með samstilltu átaki stjórnmálamanna náðu Íslendingar að hrinda þessu oki af sér og endurheimta yfirráð yfir sínum auðlindum. Nú er öldin önnur og fáir (ef nokkrir) sem standa til varnar. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dominus Sanctus.

Nú er það stóra spurningin;

hvenær mun  næsti stóri fundurinn vera hjá Davos 

og mun forsti íslands, Halla  sækja hann? 

Dominus Sanctus., 27.6.2024 kl. 08:42

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Við erum þakklát fyrir þig Arnar Þór og aðra þá sem tala á sömu nótum og þú. Það er hryggilegt að hugsa til þess að íslenskir stjórnmálamenn séu nú að ganga götu wefaranna og þá leið sem þeir leiða þjóðfélögin inná, við þurfum að losa okkur við þá við fyrsta tækifæri.

Tómas Ibsen Halldórsson, 27.6.2024 kl. 14:38

3 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Arnar Þór Jónsson, við þurfum sannarlega Íslendingar að taka afturhvarfi.

Guðs Orð segir:

Þér voruð eitt sinn dauðir (andlega) vegna afbrota yðar og synda, sem þér lifðuð í samkvæmt aldarhætti þessa heims, að vilja valdhafans í loftinu (Djöfulsins), anda þess, sem nú starfar í þeim, sem ekki trúa.

Vér lifðum fyrrum allir eins og þeir (fyrir Djöfulinn) í mannlegum girndum vorum. Þá lutum vér vilja holdsins og hugsana vorra og vorum að eðli til reiðinnar börn alveg eins og hinir (Davosáhangendur).

En Guð er auðugur að miskunn. Af mikilli elsku sinni, sem Hann gaf oss (sem við því tökum), hefur Hann endurlífgað oss með Kristi, þegar vér vorum dauðir vegna misgjörða vorra.

Af náð eruð þér hólpnir orðnir.

Guð hefur uppvakið oss í Kristi Jesú og búið oss stað í himinhæðum með Honum. (Ef. 2:1-6).

Guðmundur Örn Ragnarsson, 27.6.2024 kl. 15:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband