USSR þá, USA núna?

Margvíslegar hugsanir, flestar mjög óþægilegar, brjótast fram þegar horft er á ,,kappræður" Biden og Trump sem fram fóru sl. nótt

1. Hvað er það við nútímastjórnmál sem veldur því að kjósendum er að lokum aðeins gefið val á milli tveggja vondra kosta? 

2. Myndir af þeim Biden og Trump minna á forsíðumyndir Morgunblaðsins frá því um 1980 þar sem sjá mátti að stjórn Sovétríkjanna var skipuð tinandi gamalmennum. Sem barni leið mér ekki vel við tilhugsunina um að þessir óstyrku menn hefðu aðgang að kjarnorkuhnappnum. ussr

3. Í aðdraganda kappræðna vegna forsetakosninganna hér í vor tók ég frá samtals 2 klst til að fara yfir helstu mál. Því bjóst ég við miklu af Biden, sem hafði æft sig í heila viku fyrir kappræðurnar. Biden stóð þó ekki undir væntingum. Hann leit ekki vel út. Hann tafsaði, missti þráðinn oft. Hann staulaðist inn á sviðið og þurfti aðstoð konu sinnar til að komast niður af sviðinu.

Hér er verið að kjósa um mikilvægasta embætti á plánetunni jörð. Demókratar munu eftir sem áður segja að Trump sé vanhæfur til að gegna embættinu. Eftir þessar kappræður getur enginn þeirra haldið því fram að Biden sé hæfur til að gegna því.

 

 


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Biden þekkir það að stam er harður húsbóndi. Og jafnvel þó stamari læri aðferðir til að forðast stamið þá er fylgikvillinn oft sá að því fylgir hik meðan orð sem hægt er að segja stamlaust er fundið og jafnvel stundum gripið í röng orð til að lágmarka þagnir. Vilji, sem dæmi, orðið hestur ekki koma vandræðalaust er fundið orð eins og jór eða jafnvel foli eða meri en málið getur vandast ef strandað er á orðinu ugla eða hvolsvöllur. Margir hlustenda falla því í þá gryfju að vanmeta ræðumann og telja hökt, hik og röng orð í ræðu merki um eitthvað annað en aðferð til að stjórna stami. Að dæma vitsmunalega getu stamara út frá því hvernig hann talar er eins gáfulegt og að dæma blindan mann út frá því hversu fljótur hann er að finna þrjár búðir í kringlunni. Og segir meira um vitsmuni þess sem dæmir en þann dæmda.

Glúmm (IP-tala skráð) 28.6.2024 kl. 11:53

2 identicon

Ekki hafði ég tekið eftir því að Biden stamaði hér áður fyrr. Þessi vörn Glúms á frekar við þriðja frambjóðandan Robert F. Kennedy jr sem er með erfðasjúkdóm í talfærum sem gerir honum erfitt fyrir. Biden taldist óhæfur sem vitni fyrr á árinu vegna óstöðugs minnis, var það bara plat? Vandamálið er ekki stamið heldur að Biden týnir þræðinum, dettur út eða fer úr einu í annað, slafrar og lækkar röddina í enda setninga. Þarf aðstoð til að komast á og af sviði, bókstalega leiddur á rétta staði.Hér er augljóslega maður kominn með ellihrörnun, jafnvel hrörnunarsjúkdóm og ábyrgðarleysi að pína þennan öldung í framboð eða styðja af meðvirkni eða vegna flokkshagsmuna. Trump hefur elst, en sami hrokinn og yfirlýsingagleðin, virðist með toppstykkið í lagi ennþá. Ronald Reagan var líka farinn að detta út og förla undir lok seinna kjörtímabilsins og nokkuð umtalað en slapp fyrir horn þar sem hann var að hætta í pólítík sökum aldurs, eitthvað sem Biden og frú virðist ómögulegt að átta sig á að er tímabært. Líkindin með USSR þá og USA í dag eru sláandi, fallandi heimsveldi með einangraða stjórnarelítu.

Pétur Ari Markússon (IP-tala skráð) 29.6.2024 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband