Við getum öll gert betur

Árum saman hafa andstæðingar Donalds Trump útmálað hann sem illmenni, einræðisherra o.fl. Í stuttu máli notað öll verstu orð sem finna má í orðabókinni um hann. Þó liggur fyrir að valdatími hans var friðsæll í samanburði við langflesta aðra Bandaríkjaforseta. USA hóf ekkert stríð undir hans stjórn og efnahagslífið dafnaði. Eftir að Biden tók við hefur í raun ríkt óstjórn, bandaríski herinn lagði á flótta frá Afganistan undan mönnum með riffla, en skildi eftir vopnabúnað fyrir milljarða dollara. Í valdatíð Bidens hefur auk þess kviknað í tveimur púðurtunnum, í Úkraínu og Ísrael. Sádí-Arabar eru hættir að nota dollarann í viðskiptum með olíu og afleiðingarnar verða að öllum líkindum grafalvarlegar, enda er efnahagur heimsins þegar á niðurleið og þriðja heimsstyrjöldin yfirvofandi.  

Undir yfirskini ,,skops" hefur Trump verið líkt við nasista og fasista. Bandaríska ,,skemmtikraftinum" Kathy Griffin fannst t.a.m. réttlætanlegt undir merkjum tjáningarfrelsis að birta mynd af sér með blóðugt höfuð Trumps á lofti. Þegar undirritaður amaðist við ,,skopmynd" Halldórs Baldurssonar þar sem ég var teiknaður upp sem alræðissinni, óskaði ég eftir skýringum og / eða rökstuðningi, en fékk engin svör önnur en þau að ,,húmor" leyfði slíkt. Allir sem eru hægra megin við sósíaldemókrata mega sem sagt vænta þess að vera líkt við ofríkismenn, einræðissinna og morðingja. kathy griff

Líta má á árásina á Trump sem afleiðingu margra ára áróðursherferðar gegn honum, sem fjölmiðlar, stjórnmálamenn o.fl. hafa tekið virkan þátt í. Vonandi verður þessi atburður til þess að umræddir aðilar líti í eigin barm og beini málflutningi sínum í ábyrgari farveg, þar sem rætt verður um málefni en ekki vegið að persónum pólitískra andstæðinga. Í nafni lýðræðislegra stjórnarhátta verðum við að sýna hvert öðru lágmarksvirðingu í stað þess að grípa til skrumskælinga.

Okkur ber að tala fallega um og við hvert annað, án þess að ýkja, afbaka, skrumskæla og ljúga upp á fólk. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Andstæðingar Trump - þeir sem hafa hag af stríði - hljóta að fyllast ugg núna, hafandi aukið hróður hans eins mikið og þeirm hefur tekist að gera.

Hvað gera þeir næst?

Ásgrímur Hartmannsson, 14.7.2024 kl. 18:10

2 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Svo segir Drottinn (Jehóva) við sinn smurða, við Kýrus (Donald Trump), sem ég held í hægri höndina á, til þess að leggja að velli þjóðir fyrir augliti hans og spretta belti af lendum konunganna, til þess að opna fyrir honum dyrnar og til þess að borgarhliðin verði eigi lokuð:

Ég (Jehóva) mun ganga á undan þér (Trump) og jafna hólana, ég mun brjóta eirhliðin og mölva járnslárnar. Ég mun gefa þér hina huldu fjársjóðu og hina fólgnu dýrgripi, svo að þú kannist við, að það er ég, Drottinn, sem kalla þig með nafni þínu (Donald Trump), ég Ísraels Guð.

Vegna þjóns míns Jakobs og vegna Ísraels, míns útvalda, kallaði ég þig með nafni þínu, nefndi þig sæmdarnafni (Forseta Bandaríkjanna), þó að þú þekktir mig ekki. Ég er Drottinn og enginn annar. Enginn Guð er til nema ég.

Ég hertygjaði þig (Trump), þó að þú þekktir mig ekki, svo að menn skyldu kannast við það bæði í austri og vestri, að enginn er til nema ég. Ég er Drottinn og enginn annar.

Ég tilbý ljósið og framleiði myrkrið, ég veiti heill og veld óhamingju. Ég er Drottinn, sem gjöri allt þetta.

Drjúpið, þér himnar, að ofan, og láti skýin réttlæti niður streyma. Jörðin opnist og láti hjálpræði fram spretta og réttlæti blómgast jafnframt. Ég, Drottinn, kem því til vegar.

Guðmundur Örn Ragnarsson, 14.7.2024 kl. 18:56

3 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Ég biðst velvirðingar á því að niður féll hjá mér tilvitnunin, Jes. 45:1-8.

Guðmundur Örn Ragnarsson, 14.7.2024 kl. 19:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband