Fréttir sem íslenskir fjölmiðlar kjósa að þegja um

Ritskoðun snýst um stjórnun. Sá sem stjórnar því hvað við fáum að sjá / lesa, stjórnar í raun ferðinni. Nú er komin fram alþjóðleg risafrétt, sem við reyndar heyrum hvorki á RÚV né öðrum ríkisstyrktum íslenskum fjölmiðlum: Zuckerberg forstjóri FB viðurkennir, í bréfi til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, að hafa látið undan þrýstingi Bandaríkjastjórnar og beitt ritskoðun á FB til að stýra því sem fólk fékk að segja / sjá og heyra, m.a. um kórónaveiruna (C-19). Meta 260824 1Meta 260824 2

Í stuttu máli: Leyfileg tjáning var í því fólgin að bergmála vilja stjórnvalda og efast aldrei, samhliða því að þagga niður í efasemdaröddum og stimpla andmæli sem samsæriskenningar, rugl, öfgar, vitleysu o.s.frv.

Vitandi um augljósa ritskoðunartilburði FB, gekk íslenskt ríkisvald (fjölmiðlanefnd) í bandalag við FB á árinu 2020 til að reyna að stýra því sem Íslendingar fengju að heyra / sjá / lesa. Þetta var gert með svonefndu árveknisátaki fjölmiðlanefndar vegna Covid-19, undir því yfirskini að ,,efla miðlalæsi og gagnrýna hugsun" en um leið var grafið undan hvoru tveggja. Átakið þjónaði því sjálfstæða hlutverki að koma skýrum skilaboðum til íslenskra fjölmiðla um hvað mætti birta og hvað ekki. Með þessu var íslenska ríkið - með fjölmiðlanefnd í fararbroddi - í raun að vega að tjáningarfrelsinu með því að reyna að stýra umfjöllun, loka umræðuvettvanginum og þrengja að gagnrýninni hugsun.

Stjórnsýslulög miða að því að þeir sem fara með framkvæmdavald í nafni íslenska ríkisins starfi á skilvirkan hátt í þágu almennings. Lögin miða að því að verja jafnræði, gæta hlutleysis, efla traust, fagmennsku o.fl. Þessi útgangspunktur byggir á þeirri skýru grundvallarforsendu að ríkisstarfsmenn virði stjórnarskrá landsins og framfylgi gildandi lögum. Ríkisstarfsmönnum ber því að þjóna borgurunum með því að halda uppi lögum og rétti. Það gera þau best með því að vera ópólitísk í störfum sínum og verja frjálsa samfélagsgerð en ekki með því að þrengja að henni, síst af öllu með því að ganga erinda stórfyrirtækja eða erlendra stjórnvalda.  Þegar opinberri stjórnsýslu er misbeitt með þessum hætti í þágu ritskoðunar, þá hrynur grundvöllurinn undan þeim stofnunum sem þannig starfa.  

Fjölmiðlanefnd, sem á að þjóna tjáningarfrelsi og verja frjálsan umræðuvettvang, brást hlutverki sínu með því að taka beinan þátt í ritskoðunarátaki Bandaríkjastjórnar. Hver er réttlætingin fyrir því að ríkisstarfsmenn þiggi laun frá skattgreiðendum til að grafa undan þeim stoðum sem þeim er ætlað að verja? Fólk sem svíkur tjáningarfrelsið svíkur um leið lýðræðið. Þau eiga að biðjast afsökunar, eins og Zuckerberg, eða víkja úr starfi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Heill og sæll Arnar Þór.

Þakka þér fyrir grein þína hér að ofan. Ljóst er að íslenska ríkið hefur farið gegn réttindum lesenda á að fylgjast með því sem í raun var og er sannleikur á Covid 19. Íslenska ríkið hefur brotið á réttindum fólks á að vita hvað í raun og veru var sannleikurinn í þessu Covid hneyksli. Við sem töluðum gegn því rugli sem Covid átti að vera vorum fordæmd af þeim sem tóku Covid ruglinu fagnandi, en nú er ljóst að hér var um hreint skaðræði að ræða og margir þeir sem bera skarðan hlut frá borði.

Ég vil þakka þér Arnar Þór fyrir þín góðu skrif hér á blogginu og víðar.

Drottinn Guð blessi þig og fjölskyldu þína.

Tómas Ibsen Halldórsson, 27.8.2024 kl. 19:48

2 Smámynd: Arnar Þór Jónsson

Kærar þakkir Halldór.

P.S. Bara svo það sé fært til bókar þá hefur RÚV nú, kl. 18.40 í kvöld, séð sig tilneytt til að birta frétt um viðurkenningu Zuckerbergs, sjá: https://www.ruv.is/frettir/erlent/2024-08-27-ser-eftir-thvi-ad-hafa-latid-undan-thrystingi-stjornvalda-um-ritskodun-a-midlum-meta-420633 

Arnar Þór Jónsson, 27.8.2024 kl. 21:08

3 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Heyr, heyr. Þótt það gleðji óneitanlega að menn af sauðahúsi Zuckerbergs geri hreint fyrir sínum dyrum (alla vega að einhverju leiti), bíð ég spenntur eftir einhverjum hérna innanlands sem 'sér ljósið' og byrjar að moka sitt fjós. Þætti t.d. akkur í að einhver ríkisstyrktra fjölmiðla hér taki af skarið. Kannski ráðuneytin fylgi þá í kjölfarið. Lýst síðan sérstaklega vel á síðustu setninguna í færslunni þinni og tek heilshugar undir hana.

Ragnar Kristján Gestsson, 27.8.2024 kl. 21:49

4 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Arnar Þór.

Að mínu mati er það hreinlega lífsnauðsynlegt að fá þig og rödd þína í ræðustól Alþingis, hvort sem það væri með Miðflokki, Flokki fólksins, eða jafnvel í eigin flokki, sem væri þó líklega brattasta leiðin.

Ég álít að margir þingmanna þessara tveggja fyrrnefndu flokka myndu þora að sýna kjark og dug með réttri hvatningu til að styðja réttlæti og sanna hagsmuni íslensku þjóðarinnar.

Jónatan Karlsson, 28.8.2024 kl. 12:25

5 Smámynd: Helgi Viðar Hilmarsson

Þetta var hernaðaraðgerð og laut þeim reglum sem þá gilda. Áróður, ritskoðun, valdníðsla.

Helgi Viðar Hilmarsson, 28.8.2024 kl. 13:36

6 Smámynd: Helgi Viðar Hilmarsson

Ísland er aðili að hernaðarbandalaginu en það stendur á bak við þá ritskoðun sem beitt er á vesturlöndum, í þessu máli sem og öðrum.

Helgi Viðar Hilmarsson, 28.8.2024 kl. 14:32

7 Smámynd: Þröstur R.

Sæll Arnar,

Takk kærlega að vekja athygli á þessu þar sem íslenskir fjölmiðlar(ekki) gefa þessu ekki mörg orð ef einhver. Finnst þessi gjörningur hjá Zuckenberg vera sorglega seinn og virðist missa marks.

Þröstur R., 29.8.2024 kl. 01:53

8 identicon

Hver er ástæðan að fólk kýs í almennum kosningum nafnlaust, en almennar athugasemdir/skoðanir á netinu skulu vera auðkenndar eða rekjanlegar?

Er ekki eitthvað að í þjóðfélagi sem afsakar að nauðsyn brjóti lōg, þau sé allt í himnalagi?

Ein úr vesturbænum (IP-tala skráð) 29.8.2024 kl. 01:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband