Meinvarp í þjóðarlíkamanum

Kæru lesendur.

Við búum í landi þar sem einum fjölmiðli er með lögum veitt sérstök vernd og sérstakur forgangur að augum og eyrum landsmanna. Þannig segir í 1. gr. laga um Ríkisútvarpið (RÚV) að markmið laganna sé

að stuðla að lýðræðislegri umræðu, menningarlegri fjölbreytni og félagslegri samheldni í íslensku samfélagi með fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu. Ríkisútvarpinu er falin framkvæmd hennar eins og nánar er kveðið á um í lögum þessum. Ríkisútvarpið er þjóðarmiðill og skal rækja fjölbreytt hlutverk sitt af fagmennsku, metnaði, heiðarleika og virðingu. Það skal leggja rækt við íslenska tungu, menningu, sögu þjóðarinnar og menningararfleifð.

Undir þessu yfirskini er áætlað að RÚV fái 6,1 milljarð króna (sexþúsundogeitthundraðmilljónir króna) af almannafé á árinu 2024

Fyrir allt þetta eiga Íslendingar að vera þakklátir og enn er það svo, að stór hluti þjóðarinnar tekur frá dýrmætan tíma dag hvern til að hlusta á boðskap RÚV um hvað beri að telja rétt og rangt. Í þeim tilgangi hefur RÚV sérstaka kennimenn á launum, sem ætlað er að hjálpa okkur hinum að geta gert greinarmun á því sem telja ber annars vegar til sannleika og hins vegar til ósanninda. Í þessum efnum höfum við Íslendingar sannarlega verið lánsöm, því RÚV hefur útnefnt menn eins og Boga Ágústsson og Egil Helgason sem helstu menningarvita til að hjálpa hinum óupplýstu að rata í þeirri þoku sem iðulega byrgir sýn í stórháskalegri ,,upplýsingaóreiðu" umheimsins, enda virðast ráðamenn vantreysta almenningi til að beita eigin dómgreind, hyggjuviti og innsæi til að greina rétt frá röngu. 

Fyrir sléttri viku síðan stimplaði RÚV heimsþekktan mann, Robert F. Kennedy jr., opinberlega sem ,,rugludall". Fyrst RÚV notar slíka sleggju til að berja manninn með, þá hlýtur hann væntanlega að vera snarruglaður. Hverjar eru sakirnar? Jú, í fyrirsögn RÚV segir að hlutaðeigandi sé ,,þekktur sem harður andstæðingur bólusetninga og fyrir að trúa á alls kyns samsæriskenningar".

RFK er ekki alfarið á móti bólusetningum, enda sjálfur margbólusettur, en hann er á móti lyfjagjöf sem ekki hefur farið í gegnum tilskilin gæðapróf og ekki verið rannsökuð til hlítar, sjá t.d. hér.

RFK er stálgreindur maður og trúir þar af leiðandi auðvitað ekki ,,öllum samsæriskenningum" eins og ýjað er að í ,,fréttaskýringu" Boga Ágústssonar, þar sem vinnubrögðin eru ekki fagleg, endurspegla metnaðarleysi, bera vott um óheiðarleika og einkennast af virðingarleysi, bæði fyrir umfjöllunarefninu og þeim sem greiða fyrir ,,vinnu" fréttamannsins. 

RÚV vanvirðir daglega þann grunn íslenskrar menningar sem byggir á mótmælendahefðinni, nánar tiltekið rétti einstaklingsins til að andmæla kennisetningum, menningarvitum, fræðimönnum og kennivaldi samtímans, sbr. siðaskiptin hér árið 1550 á þeim grunni sem lagður var af Lúther. RÚV ætlar almenningi fyrst og síðast að sýna fylgispekt og undirgefni við ráðandi öfl, þ.e. þá sem leggja línurnar í daglegri fjölmiðlaumfjöllun. RÚV skilur ekki (eða hefur gleymt því) að margt það sem viðurkennt er í samtímanum var stimplað sem samsæriskenningar áður en upplýsingastíflan brast. Dæmi: Skaðleg áhrif tóbaks, Watergate-hneykslið o.fl., sjá hér

RÚV er orðið meinvarp í þjóðarlíkamanum. Ef einhver dugur væri í þingmönnum væri búið að skrúfa fyrir fjárveitingar til þessarar stofnunar, en ekki stöðugt aukið í þær eins og því miður er enn verið að gera.

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Arnar Þór Jónsson þökk fyrir þessa upplýsandi grein um Ríkisútvarpið.

Heilög ritning segir okkur að ef og þegar við veljum lygina fram yfir Sannleikann, sendir Guð okkur það sem við viljum, þ.e.a.s. megna lygi. (2. Þess. 2:11).

Ríkisútvarpið hefur verið útvalið af Guði til þess að sjá um útsendingar á lygum, sem við, sem þjóð óskum eftir.

Við höfum þó enn möguleika á að gera iðrun og snúa okkur frá okkar vondu vegum. Við töpuðum þó góðu tækifæri til iðrunar, með því að hafna þér sem Forseta Íslands en völdum þess í stað Forseta sem tekur undir lygaáróður.

Guðmundur Örn Ragnarsson, 29.8.2024 kl. 11:50

2 Smámynd: Helgi Viðar Hilmarsson

Hér er meira en RÚV. Sama þróun hefur orðið í löndunum í kring um okkur. Menn tala um þessa dagana um að þriðja heimstyrjöldin gæti hafist hvað úr hverju. Að mati erlendra greiningaraðila hófst hún 2014 sem blendingsstríð þar sem barist er á mörgum vígstöðvum út um allan heim fyrst og fremst með skipulögðum áróðri. Stríð er nefnilega miklu meira en bein hernaðarátök. Allir eiga að ganga í takt, róa í sömu átt og vera á sömu blaðsíðu. Í Þriðja Ríkinu kallaðist þetta Gleichschaltung.

Helgi Viðar Hilmarsson, 29.8.2024 kl. 12:55

3 Smámynd: Indriði Þröstur Gunnlaugsson

Sæll Arnar og þakka þér fyrir greinina. Það er rétt og þarft að fjalla um áhrif og ábyrgð fjölmiðla, sérstaklega þeirra sem njóta opinberrar fjármögnunar og gegna mikilvægu hlutverki í lýðræðislegu samtali þjóðarinnar.

Það er óumdeilanlegt að RÚV ber mikla ábyrgð á því að framfylgja hlutverki sínu með fagmennsku og heiðarleika. Í því ljósi er gagnrýni á starfsemi þeirra eðlileg og mikilvæg, og hún á sér stoð í lýðræðislegri umræðu. Greinin þín vekur áleitnar spurningar um hvort RÚV sé að uppfylla það hlutverk sitt með viðeigandi hætti.

Samkvæmt 1. gr. laga um Ríkisútvarpið er hlutverk stofnunarinnar að stuðla að lýðræðislegri umræðu, menningarlegri fjölbreytni og félagslegri samheldni í íslensku samfélagi með fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu. Þar segir einnig að RÚV skuli rækja fjölbreytt hlutverk sitt af fagmennsku, metnaði, heiðarleika og virðingu. Ef RÚV stendur ekki undir þessum kröfum með því að sýna hlutdrægni í fréttaflutningi eða skýringu á málefnum, þá má halda því fram að stofnunin sé að brjóta þau lög sem gilda um starfsemi hennar.

Til að bæta RÚV og efla trúverðugleika þeirra mætti leggja meiri áherslu á fjölbreytni í sjónarmiðum og tryggja að fréttaskýringar og umfjöllun séu jafnvægar og byggðar á djúpum rannsóknum. Jafnframt mætti skoða hvort að fjárhagslegu og stjórnunarlegu fyrirkomulagi stofnunarinnar væri hægt að breyta til að styrkja sjálfstæði hennar og hlutleysi, þannig að RÚV geti betur staðið undir því að vera þjóðarmiðill allrar þjóðarinnar.

Einnig er mikilvægt að tryggja að gagnrýni á RÚV sé málefnaleg og byggð á staðreyndum, þannig að hún skili sér í raunverulegum umbótum til hagsbóta fyrir alla landsmenn. RÚV hefur möguleika á að vera fyrirmynd í íslensku fjölmiðlalandslagi, en til þess þarf að auka traust og virðingu fyrir ólíkum skoðunum innan samfélagsins.

Með þessum hætti getum við öll stuðlað að því að fjölmiðlar, hvort sem það er RÚV eða aðrir, þjóni íslenskri menningu, lýðræði og samfélagslegri samheldni á þann hátt sem best er fyrir alla landsmenn.

Indriði Þröstur Gunnlaugsson, 29.8.2024 kl. 13:11

4 Smámynd: Júlíus Valsson

Heyr! Heyr! Leggjum RÚV niður!

Júlíus Valsson, 29.8.2024 kl. 17:17

5 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Arnar Þór, þú ert ein skærasta vonarstjarna landsins. Flest bendir til þess að pláss sé fyrir 10-20% stjórnmálaflokk til hægri sem gæti verið undir þinni forystu. Á góðum dögum gæti sá flokkur fengið enn meira fylgi á meðan Sjálfstæðisflokkurinn er á þeirri vegferð að vera Samfylking nr. 2, þá er pláss fyrir alvöru hægriflokk í staðinn, og þótt Miðflokkurinn sé að minna á hægriflokk heldur Sigmundur Davíð því fram stöðugt að Miðflokkurinn sé eini alvöru miðjuflokkurinn, því Framsókn sé komin langt til vinstri eins og Samfylkingin og VG og hinir.

Þetta er góður pistill eins og flest annað sem ég hef lesið eftir þig. Ég tek sérstaklega undir það sem Helgi Viðar skrifar og Guðmundur Örn.

Ég vil bæta því við að Donald Trump er sennilega eina vonin sem Vesturlönd eiga og kannski allur heimurinn.

Undir stjórn Joe Bidens og Kamölu Harris og þannig pólitíkusa í Evrópu hefur þetta fólk verið að hlaða bálköst WW3 og kjarnorkustyrjaldar, gereyðingarstyrjaldar, með stigmögnun sem okkar afvegaleiddu stjórnmálamenn styðja!

Ef Donald Trump kemst ekki til valda og hreinsar til í spillingarbælum, þá aukast líkur stöðugt á gereyðingarstyrjöld og aukinni stigmögnun, ekki bara á þessum tveimur stríðshrjáðu svæðum heldur víðar. Það er veruleikinn sjálfur en ekki samsæriskenningar að vopnaframleiðendur og aðrar helmyrkar sálir græða sem aldrei fyrr.

Tek undir með Guðmundi Erni, hér þarf bænir sem flestra, og að fara á kjörstað og að tjá sig og leiðrétta sem flesta sem vita ekki betur eða eru undir miður æskilegum áhrifum.

Tek undir alla hvatningu um að þjóðin njóti þín sem stjórnmálamanns.

Ingólfur Sigurðsson, 29.8.2024 kl. 20:22

6 Smámynd: Dominus Sanctus.

Það er nær öll dagskráin í rúv sjónvarpi sem að er smituð af 

New World Order -ómenningunni

Þar sem að allt gengur annaðhvort út á forheimskun eða illsku-myndefni:

Allir þyrftu að hafa séð kvikmyndina "THEY LIVE" til að átta sig á ákveðinni heildarmynd: 

https://contact.blog.is/blog/geimveru_handbokin/entry/2294069/

Dominus Sanctus., 29.8.2024 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband