Varúð, óhefluð framsetning

Í einhverri bók eftir Milan Kundera las ég fyrir löngu síðan setningu um það að veruleikinn væri heimsálfa sem við ferðumst allt of sjaldan til. Þessi orð rifjuðust upp þegar ég hlustaði á þetta nýja viðtal Tucker Carlson við Michael Benz, því hér falla sannleiksbombur ótt og títt. 

Fyrir alla þá sem enn hafa ekki áttað sig á því hvernig verið er að snúa öllu á hvolf, hvernig ritskoðun er beitt í nafni ,,lýðræðis", hvernig sannleikur er útmálaður sem lygi, réttar en óþægilegar upplýsingar stimplaðar sem "malinformation", hvernig vilji almennings er afbakaður sem ,,popúlismi", hvernig stefnuboðun stóru fjölmiðlanna (MSM) er samstillt og hvernig áróðursvélarnar eru fjármagnaðar úr opinberum sjóðum sem knúnar eru áfram af taumlausri peningaprentun, þá mæli ég með því að menn gefi sér tíma til að hlusta.

Fyrir þá sem kjósa að einblína á leiktjöldin sem stóru fjölmiðlarnir stilla upp daglega, þá er best að forðast áheyrn, því menn gætu meiðst þegar leikmyndin hrynur.   

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Úr lögum um RÚV: " 1. gr. Markmið.

 Markmið laga þessara er að stuðla að lýðræðislegri umræðu, menningarlegri fjölbreytni og félagslegri samheldni í íslensku samfélagi með fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu. Ríkisútvarpinu er falin framkvæmd hennar eins og nánar er kveðið á um í lögum þessum. Ríkisútvarpið er þjóðarmiðill og skal rækja fjölbreytt hlutverk sitt af fagmennsku, metnaði, heiðarleika og virðingu. Það skal leggja rækt við íslenska tungu, menningu, sögu þjóðarinnar og menningararfleifð."

Höfum við gengið götuna um ranghala RÚV til góðs? 

Júlíus Valsson, 31.8.2024 kl. 12:46

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Veruleikinn er skáldsaga þeirra sem geta ekki heimsótt sjálfa sig. --Guðjón

Guðjón E. Hreinberg, 31.8.2024 kl. 21:09

3 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Nenni ekki að hlusta á Trump þvæluna í Tucker litla.  Einræði undir Trump Kóngi og Pútín Keisara er semsagt lýðræði?  

Arnór Baldvinsson, 31.8.2024 kl. 22:28

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Hlustaðir samt Arnór; eins og hinir "tossarnie"...

Helga Kristjánsdóttir, 1.9.2024 kl. 02:41

5 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Donald Tusk var forseti Evrópusambandins. Enginn fékk að kjósa um hann.

Kamilla Harris er sett fram sem forseta efni demókrata.

Engvir demókratar fengu að kjósa um hana.

Donald Trump var kosinn forseti af almenning og það fellur

illa við skoðanir Arnórs sem greinilega er illa við lýðræði.

Sigurður Kristján Hjaltested, 1.9.2024 kl. 11:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband