,,Að viðlögðum heiðri og drengskap"

Höfundur hefur oftar en einu sinni undirritað drengskaparheit að stjórnarskránni, bæði sem embættismaður og sem þingmaður. Þessa undirritun hef ég tekið alvarlega, enda felur yfirlýsingin í sér loforð, að viðlögðum drengskap og heiðri,  starfa ávallt samkvæmt stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. 

Nánar lít ég svo á að í þessu felist skuldbindandi loforð um að leggja sig fram af alefli við að þjóna Íslendingum, landinu okkar og lýðveldinu okkar. Með undirritun sinni skuldbindur viðkomandi sig til að verja hagsmuni þeirra sem hér búa, verja frelsi, frið og eignir fólksins í landinu, á jafnræðisgrunni, virða og verja stjórnarskrá lýðveldisins og framfylgja lögum sem sett eru á grundvelli stjórnarskrárinnar, og síðast en ekki síst að vinna af heilindum, samviskusamlega og þannig að allir fái að láta rödd sína heyrast, að á þá sé hlustað og að menn njóti sannmælisDrengskaparheit Alþingi

Stofnun lýðræðisflokksins birtir viðleitni í þá átt að virða þessar mikilvægu skuldbindingar, með hagsmuni almennings að leiðarljósi. Flokksmenn vilja vinna að því að leiðrétta þá slagsíðu sem í vaxandi mæli hefur einkennt stjórnmál á Íslandi hin síðari ár, þar sem persónulegir hagsmunir eru látnir ganga framar almannahag, þar sem klíkuvæðing og sérhagsmunagæsla verður stöðugt meira áberandi, þar sem til er orðin stétt atvinnustjórnmálamanna, þar sem hugsjónir hafa gleymst, þar sem ráðherrar sýna erlendum embættismönnum meiri vinsemd og hollustu en íslenskum kjósendum. 

Þetta þarf allt að færa til betri vegar. Undir merkjum Lýðræðisflokksins verður unnið að leiðréttingu í þessum efnum með það að meginmarkmiði að þjóna almenningi í þessu landi í stað þess að þjóna ráðandi öflum. Forgangsatriði í þeim efnum verður í því fólgið að tryggja almenningi og fyrirtækjum sambærileg vaxtakjör og tíðkast í nágrannalöndum okkar og tryggja þannig stöðugleika og fyrirsjáanleika fyrir landsmenn alla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Frábærlega sagt og engvu við þetta að bæta.

Sigurður Kristján Hjaltested, 5.10.2024 kl. 12:57

2 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Arnar Þór Jónsson! Er það ekki svona leiðtoga sem þjóðin þarfnast og þú vilt fá í framboð með þér í Lýðræðisflokkinn? Sjá þetta:

Njáll var vel auðigur að fé og vænn maður yfirlits, en sá hlutur var á ráði hans að honum óx eigi skegg.

Hann var lögmaður svo mikill að engi var hans jafningi, vitur og forspár, heilráður og góðgjarn og varð allt að ráði það er hann réð mönnum, hógvær og drenglyndur, langsýnn og langminnigur. Hann leysti hvers manns vandræði er á hans fund kom.

Bergþóra hét kona hans. Hún var Skarphéðinsdóttir, kvenskörungur mikill og drengur góður og nokkuð skaphörð. (Úr 20. kafla Njálssögu).

Guðmundur Örn Ragnarsson, 5.10.2024 kl. 14:50

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er verðugt markmið að stefna að betri vaxtakjörum en auðvelt að lýsa því yfir án þess að skilagreina það sérstaklega. Betra væri ef það kæmi fram nákvæmlega hvert markmiðið er (hvaða vaxtastig) og hvernig eigi að ná því (með hvaða aðferðum).

Guðmundur Ásgeirsson, 5.10.2024 kl. 15:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband