8.11.2024 | 22:05
Viltu framlengja fortíðina eða skapa nýja og betri framtíð?
Kæru Íslendingar.
Ég hvet ykkur til að kynna ykkur málflutning væntanlegs heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, sjá hér, en hann hefur ekki aðeins spáð fyrir um óorðna hluti, heldur ítrekað varpað ljósi á kerfisbundna spillingu í bandarísku stjórnkerfi, þar sem stórfyrirtæki hafa náð tangarhaldi á eftirlitsstofnunum og auk þess stýrt stefnumótun á sviði hernaðar, matarframleiðslu, lyfjaiðnaðar, umhverfismála o.fl. Allt hefur þetta verið til hagsbóta fyrir þá sem sitja í innsta hring valds og auðs, en til margháttaðs skaða fyrir bandarískan almenning - sem og raunar almenning í mörgum öðrum löndum.
Ríkisstjórnarskipti í Bandaríkjunum munu valda straumhvörfum í íslenskum stjórnmálum. Þetta má öllum vera ljóst sem þekkja sögu lýðveldisins okkar. Nýir tímar eru að renna upp. Woke-vitleysan mun ganga sér til húðar og áherslur munu breytast. Stjórnmálin munu endurnýjast. Sósíalisminn, sem allir íslenskir stjórnmálaflokkar (nema Lýðræðisflokkurinn) gæla við mun eiga erfitt uppdráttar. Áhersla á alþjóðlegt skrifræði mun minnka. Hræðsluáróður í formi loftslagsbreytinga mun verða afhjúpaður sem .... áróður. Skattalækkanir í USA munu valda því að fjöldi fyrirtækja mun flytja starfsemi sína þangað. Skattahækkanir hérlendis munu líta illa út í samanburði. Ef ekki verður betur á málum haldið hér á landi mun þetta leiða til atgervisflótta frá Íslandi.
Frammi fyrir nýrri stöðu þarf hver einasti kjósandi að spyrja sig eftirfarandi spurningar: Vil ég framlengja fortíðina með því að kjósa einhvern af gömlu flokkunum eða vil ég taka þátt í að skapa hér nýja, bjartari og betri framtíð?
Athugasemdir
Í skoðunarkönnun hér heima, fyrir kosningarnar í Banaríkjunum 5. nóvember s. l. voru 10% íslendinga sem sáu nýja og betri framtíð í sigri Donalds Trump.
Þessum löndum okkar ætti að vera ljóst að með því að kjósa Lýðræðisflokkinn 30. nóvember n.k. stíga þeir skref sjálfum sér og þjóðinni til heilla, því að þú Arnar Þór Jónsson, sérð framtíðina í sama ljósi og Donald Trump.
Guðmundur Örn Ragnarsson, 8.11.2024 kl. 23:11
Algerlega, við þurfum góðan Lýðræðisflokk sem kemur í lag því sem vinstriflokkarnir hafa aflagað í landi okkar.
Það má öllum vera það ljóst að fráfarandi ríkisstjórn ásamt flestum öðrum flokkum á Alþingi hafa verið vinstrisinnaðir um langt skeið.
Lýðræðisflokkurinn er eini flokkurinn nú til dags sem hefur stefnu sem öllum íslendingum ætti að líka og því ættu þeir einmitt að kjósa Lýðræðisflokkinn nú í lok þessa mánaðar.
Tómas Ibsen Halldórsson, 8.11.2024 kl. 23:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning