Viltu framlengja fortíðina eða skapa nýja og betri framtíð?

Kæru Íslendingar.

Ég hvet ykkur til að kynna ykkur málflutning væntanlegs heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, sjá hér, en hann hefur ekki aðeins spáð fyrir um óorðna hluti, heldur ítrekað varpað ljósi á kerfisbundna spillingu í bandarísku stjórnkerfi, þar sem stórfyrirtæki hafa náð tangarhaldi á eftirlitsstofnunum og auk þess stýrt stefnumótun á sviði hernaðar, matarframleiðslu, lyfjaiðnaðar, umhverfismála o.fl. Allt hefur þetta verið til hagsbóta fyrir þá sem sitja í innsta hring valds og auðs, en til margháttaðs skaða fyrir bandarískan almenning - sem og raunar almenning í mörgum öðrum löndum. jfk rfk

Ríkisstjórnarskipti í Bandaríkjunum munu valda straumhvörfum í íslenskum stjórnmálum. Þetta má öllum vera ljóst sem þekkja sögu lýðveldisins okkar. Nýir tímar eru að renna upp. Woke-vitleysan mun ganga sér til húðar og áherslur munu breytast. Stjórnmálin munu endurnýjast. Sósíalisminn, sem allir íslenskir stjórnmálaflokkar (nema Lýðræðisflokkurinn) gæla við mun eiga erfitt uppdráttar. Áhersla á alþjóðlegt skrifræði mun minnka. Hræðsluáróður í formi loftslagsbreytinga mun verða afhjúpaður sem .... áróður. Skattalækkanir í USA munu valda því að fjöldi fyrirtækja mun flytja starfsemi sína þangað. Skattahækkanir hérlendis munu líta illa út í samanburði. Ef ekki verður betur á málum haldið hér á landi mun þetta leiða til atgervisflótta frá Íslandi.

Frammi fyrir nýrri stöðu þarf hver einasti kjósandi að spyrja sig eftirfarandi spurningar: Vil ég framlengja fortíðina með því að kjósa einhvern af gömlu flokkunum eða vil ég taka þátt í að skapa hér nýja, bjartari og betri framtíð?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Í skoðunarkönnun hér heima, fyrir kosningarnar í Banaríkjunum 5. nóvember s. l. voru 10% íslendinga sem sáu nýja og betri framtíð í sigri Donalds Trump.

Þessum löndum okkar ætti að vera ljóst að með því að kjósa Lýðræðisflokkinn 30. nóvember n.k. stíga þeir skref sjálfum sér og þjóðinni til heilla, því að þú Arnar Þór Jónsson, sérð framtíðina í sama ljósi og Donald Trump.

Guðmundur Örn Ragnarsson, 8.11.2024 kl. 23:11

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Algerlega, við þurfum góðan Lýðræðisflokk sem kemur í lag því sem vinstriflokkarnir hafa aflagað í landi okkar.

Það má öllum vera það ljóst að fráfarandi ríkisstjórn ásamt flestum öðrum flokkum á Alþingi hafa verið vinstrisinnaðir um langt skeið.

Lýðræðisflokkurinn er eini flokkurinn nú til dags sem hefur stefnu sem öllum íslendingum ætti að líka og því ættu þeir einmitt að kjósa Lýðræðisflokkinn nú í lok þessa mánaðar.

Tómas Ibsen Halldórsson, 8.11.2024 kl. 23:25

3 identicon

Islandese olhem em que pais á volta do mundo que seja democrata voces gostariam de viver? Democrata significa comunismo e ou socialismo e a iplementaçao das agendas globalistas vejam o estado das escolas agora da islandia quem era a primeira ministra nos últimos anos ou já se esquecerão pemsem e votem Bem que DEUS nos proteja um abraço 

Jose (IP-tala skráð) 9.11.2024 kl. 09:21

4 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Því miður er hjarðhegðunin, þrælslundinn og hundseðlið svo

ríkt í íslendingum að erfitt er að sjá þá kjósa miklar breytingar.

Þetta vita flokkarnir sem hafa ríkt hér alltof lengi og á það stóla

þeir óhræddir.

Það versta við það er, að unga fólkið og nýjir kjósendur muna og vita

að sjálfsögðu ekki um úlfana í nýju sauðsgærunum og trúa að allt sem

þaðan kemur sé svo gott og gilt.

Nægir að benda á lukkupotts skellibjöllu samfó. og kúlulánadrottningu viðreisnar.

Svo píratar sem lofa öllu og gera svo ekki neitt nema að þvælast fyrir.

Ekki má gleyma gjaldþrota flokknum hans Gunnars sósíallista sem er bara að

þessu fyrir sjálfan sig og ná sér í pening. Þegar búin að ná sér í litlar

80 milljónir vegna stórgallaðs stuðningskerfi við flokka.

Eina von um róttækar breytingar væri lýðræðisflokkurinn, en tíminn er bara

svo stuttur og erfitt að ná til allra vegna hagsmuna afla sem stjórna

allri umræðu og fjölmiðlum.

Sigurður Kristján Hjaltested, 9.11.2024 kl. 11:31

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Arnar.

Það skilur ekki nokkur maður orð af því sem þú ert að segja.

Á meðan grætur stefna þín og mikilvægi hennar.

Stefna sem á meira skilið en núll komma eitthvað prósent vitleysinganna.

Í hjólfari sem þú virðist fastur i.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.11.2024 kl. 19:17

6 Smámynd: Haraldur G Borgfjörð

Kæru Íslendingar. Allt frá því að ríkisstjórn Geirs Haarde, sem gerði okkur því næst sem gjaldþrota,hefur hver ríkisstjórn eftir hans tíð verið jafnvel verri en hans ríkisstjórn. Sú alversta er Ríkisstjórn Katrínar. Sú ríkisstjórn hefur sennilega kostað þjóðina meira en en ríkisstjórn Geirs Haardes. Fyrir þessa ömurlegu ríkisstjórn Katrínar, eigum við eftir að borga fyrir um mörg ókomin ár. Gal opin landamæri, innflutningue af mjög vafasömu flóttafólki, loftlagsvitleysu og úreltum vindmyllu vitleysu, fyrir utan sambandsslit við Rússland og milljónir í stríðið í Úkraínu. Tala nú ekki um vitleysuna í Svandísi að stoppa hvalveiðar.Eg gæti haldið áfram, en þetta er gott i bili. Ég þekki Arnar ekki neitt , mig langar að byðja ykkur kæru Íslendingar, að hugsa málið vandlega og kjósa Lyðræðisflokkinn. 
Reynslan sýnir, að við höfum engu að tapa!!! Það er komin tími til að umturna stjórnmálunum í landinu til hins betra  

Haraldur G Borgfjörð, 9.11.2024 kl. 23:33

7 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Ómar er hreinskilinn að vanda. 

Þetta er spurning um taktík og rétta nálgun sem nær eyru kjósenda. 

Trump hefur notað sér að vera reiði og kjaftfori maðurinn. Ég veit ekki hvort það virkar á Íslendinga. 

Við vitum ekki hvað það er sem er að klikka svo fylgið verður ekki nægilega gott. Tek undir með Ómari, þú átt skilið að komast inná þing og miklu meira en það.

Ef ég á að vera alveg hreinskilinn, mér finnst þetta traust og þjóðleg stefna, EN

þú minnir mig alltaf á predikara í kirkju!!!

Það varðar hátíðleikann. Hann fer EKKI í taugarnar á mér persónulega, en fólk flokkar þig sem hægriöfgamann á bandarískan mælikvarða. Því þarf að breyta. 

Þú þarft að fá tækifæri til að sýna á þér margar hliðar opinberlega, afslappaður og þannig að þú virkir sannfærandi á alla eða flesta. Kannski var það rétt af þér að að segja í Pallborðinu á Vísi að núverandi löggjöf um þungunarrof væri ásættanleg. Nema það nægir ekki meirihluta þjóðarinnar sem aðhyllist vinstriöfgar og hræðslu við breytingar.

Ég er sammála því að maður verður að vera sveigjanlegur. Jafnvel sá sem segir sannleikann og þekkir hann hefur ekki áhrif nema hann nái fylgi fjöldans, ekki minnihlutans.

Það verður því að setja sum mál á klaka, eins og umræðu um þungunarrof. Þjóðin er ekki tilbúin og það á við um fleiri mál.

Þetta er mjög góður pistill. Hann fær þó að minnsta kosti góðan lestur, yfir 400 gesti. Fólk þorir samt ekki að læka þetta eins og skyldi, það er einhver kúgun í gangi.

Maður þarf ekki að svíkja hugsjónir sínar til að vera sveigjanlegur. Maður getur neitað að ræða sum mál, eða sagt að maður sé ekki ákveðinn. "No comment" eins og Bretarnir segja, það virkar fyrir þá.

Það sem skiptir máli fyrir þig og þitt framboð er að nota það sem Samfylkingin, Viðreisn og fleiri flokkar nota til vinsælda, eitthvað sem snertir hag fólksins beint. Sleppa þessu sem minnir á samsæriskenningar Trumps, þótt ég telji að Bandaríkjamenn séu komnir miklu lengra en við að díla við hryllilega spillinguna í Elítunni. Íslenzkur almenningur er heilaþveginn af Hollywood, fávitar upp til hópa.

En ég vona að þér gangi vel. Sumt tekst ekki í fyrstu atrennu. Sigmundur Davíð hefur baslað lengi.

Ingólfur Sigurðsson, 9.11.2024 kl. 23:40

8 Smámynd: Haraldur G Borgfjörð

Alveg sammála þér, Ingólfur og Ómari líka. 

Haraldur G Borgfjörð, 10.11.2024 kl. 00:00

9 identicon

Hefði viljað sjá Arnar í flokki Miðflokksmanna ... Við öll vitum vel að hann er ekki sá allra besti en kannski skásti kostur í dag. Arnar hefði getað gert vel í þeim flokki. Stundum þarf maður að vinna litla bardaga til að komast að hjá stóru köllunum til að geta gert stórar breytingar. Tel að Arnar hafi viljað gera of mikið á skömmum tíma. Ef Miðflokkurinn hafi verið Arnari erfiður þarf það að heyrast til okkar kjósanda.

Trausti (IP-tala skráð) 10.11.2024 kl. 04:15

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Ingólfur minn.

Eins og oft áður kannt þú að orða kjarnann.

Svo er það hinsvegar hvort við föttum hann.

Þar einn veit tíminn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.11.2024 kl. 00:27

11 identicon

Það er aftur kviknað ljós vonar og kærleika í heiminum og þegar búið að lýsa yfir endarlokum Globalisma og hans fylgifiskum.

Sigur Trump er sannölluð þrenna þar sem um borð eru nú einu heiðarlegu forsetakandídatar Demókrataflokksins fyrir þessar kosningar 2024 og 2020 eða Robert F. Kennedy Jr. sem hafnað var af DNC fyrir þessar kosningar og Tulsi Gabbard sem var eina heilbrigða manneskjan í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar 2020 sem DNC ákvað svo að Biden skyldi vinna.  Þess má svo geta að Tulsi pakkaði saman Kamölu Harris í einni af fyrstu kappræðum forvalsins þannig að Harris hrökklaðist frá þar til hún var valin "against all odds" sem varaforseti.

Nú hins vegar hefur einnig komið um borð Elon Musk, ásamt fleirum, sem eins og við vitum getur gert kraftaverk þannig að það er við miklu að búast ef djúpríkisrottur Repúblíkana á þingi og í öldungardeild flækjast ekki of mikið fyrir.

Via biðjum nú fyrir þessu fólki og vonum að ekkert hendi þau í þeirra vegferð framundan.

Bjarki Ágústsson (IP-tala skráð) 11.11.2024 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband