Valkostirnir eru skýrir

Heimsmyndin er um það bil að fara að gjörbreytast. Bandaríska alríkið verður skorið niður og breytt úr eyðslusömu óhófsríki yfir í ríki sem stýrast mun af hagsýni, ráðdeild og skilvirkni. Á sama tíma halda gömlu íslensku stjórnmálaflokkarnir áfram að lofa ,,allskonar fyrir alla" í anda Besta flokks Jóns Gnarr hér um árið. 

Lýðræðisflokkurinn er eini stjórnmálaflokkurinn sem hefur boðað raunverulegt aðhald og nauðsynlegan niðurskurð. Spennandi verður að sjá í hvora áttina Íslendingar vilja stýra: Í átt til meiri miðstýringar og markaðsbúskapar í anda ESB eða í átt til lægri skatta.

Hér er ein hugmynd: Hætta að dæla peningum íslenskra skattgreiðenda í erlenda ,,loftslagssjóði". Ástæðan er augljós og ætti að vera orðin öllum kunn: Alþjóðabankinn (World Bank) getur ekki gert grein fyrir afdrifum 41 milljarðs dollara, nánar tiltekið tæplega 40% allra loftslagssjóða sem bankinn hefur ráðstafað síðastliðin ár. Engar opinberar skrár er að finna sem gefa mynd af því hvað varð um þessa fjármuni og hvernig þeim hefur verið ráðstafað. 

Alþjóðabankinn var m.a. stofnaður til að aðstoða fólk sem býr við mestu fátækt. Rúmlega 10% mannkyns, 100 milljónir manna, lifa á minna en 2 dollurum á dag. Fjármagn sitt sækir bankinn til ríkustu þjóða heims. 

Nýlega ákvað Alþjóðabankinn að stýra 45% þróunarsjóða sinna frá því að berjast gegn fátækt og yfir í verkefni sem tengjast ,,loftslagsbaráttu". Bankinn eyrnamerkir nú um 40 milljarða dollara í mál sem tengjast ,,grænum" verkefnum (e. green agenda). Samhliða hafa stórar fjárhæðir greinilega gufað upp. 


mbl.is Musk annar stjórnenda nýs ráðuneytis Trumps
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Lýðræðisflokkinn til starfa, það er einmitt það sem skiptir máli. Burt með gömlu sósíalistaflokkana af þingi, þeir hafa ekki komið neinu gagni á íslensk málefni þjóð okkar til heilla.

Tómas Ibsen Halldórsson, 13.11.2024 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og fimmtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband