Viltu breytingar? Kjóstu þá breytingar

Lýðræðisflokkurinn var stofnaður á leifturhraða. Á leifturhraða tókst að stilla upp framboðslistum og bjóða fram í öllum kjördæmum. Í framhaldi hafa dunið á frambjóðendum spurningalistar, viðtalsbeiðnir, framboðsfundir, sjónvarpsupptökur o.s.frv. 

Þegar hraðinn er þessi er mikilvægt að undirstrika að flokkurinn er stofnaður á skýrum grunni og hefur skýran tilgang, þ.e. að minna á að ríkið var stofnað til að þjóna fólkinu í landinu en ekki öfugt. Allt vald ríkisins stafar frá fólkinu, sem er hinn sanni valdhafi, ekki báknið, ekki skrifstofuveldið, ekki embættismennirnir, ekki sérfræðingarnir. Ríkið hefur það meginhlutverk að verja frelsi fólks, eignir þess og frið. 

Stefna flokksins er skýr og góð. Hana má finna inni á vefsíðu flokksins. Frambjóðendur hafa áfram sínar persónulegu skoðanir og sitt málfrelsi, en stefna flokksins talar sínu máli og að henni viljum við öll vinna, því þar er neistinn sem drífur þetta allt áfram. 

Framboð Lýðræðisflokksins hefur nú þegar haft góð áhrif: Skyndilega eru ríkisflokkarnir orðnir sammála um að lækka beri vexti (!),  herða á landamæragæslu (!) o.fl. Frammi fyrir þessu nýja viðmóti þurfa kjósendur að gera upp við sig hvort þeir sem bjuggu til flækjur, kostnað og vandamál séu best til þess fallnir að leysa vandann. 

--

E.S. 

XL er að keppa við ofurefli ríkisflokka sem hver um sig ver tugum milljóna (af almannafé!) í ímyndarhönnun og kosningaauglýsingar. Ef þú trúir því að unnt sé að breyta íslensku stjórnarfari til hins betra þá máttu leggja okkur lið, t.d. með því að styrkja flokkinn

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og sextán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband