Árétting

Árétting í framhaldi af kappræðum á RÚV í gærkvöldi: Enginn þingmaður á Alþingi Íslendinga greiddi atkvæði gegn vopnakaupum í nafni Íslands. Örfáir þingmenn sátu hjá, en hjáseta er afstöðuleysi og jafngildir ekki því að greiða atkvæði gegn tillögu. Að því sögðu óska ég Íslendingum gleðilegs kjördags og skora á alla að taka afstöðu og tjá vilja sinn með skýrum hætti með atkvæði sínu. Þorum að standa með friði og farsæld.
Atkvæði greitt XL er atkvæði með lífi, ljósi og lýðræði, sbr. Morgunblaðsgrein mina í dag.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Arnar.

Ég tek undir með orðum þínum og bæti um betur, því ég á erfitt með að skilja þennan sorglega undirlægjuhátt íslenskra ráðamanna.

Þessa hertu afstöðu gegn fyrrum bandamönnum og vinum okkar Rússum hefði mögulega mátt skilja ef Úkraína hefði verið meðlimur í hernaðarbandalaginu NATO, sem við vorum reyndar skráð í 1949 gegn þjóðarvilja, auðvitað í óbeinu framhaldi af óvinveittu hernámi Breta 1940, en þá voru Þjóðverjar reyndar vondu karlarnir, sem enginn heilvita dirftist þá að andmæla - skrítið!

Jónatan Karlsson, 30.11.2024 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband