Lítum ekki undan. Horfumst í augu við staðreyndir.

Orð megna ekki að lýsa hryllingnum sem yfirvöld í Bretlandi hafa leyft að viðgangast þar í landi árum saman. Vegna hugleysis lögreglu og saksóknara hafa þúsundir ungra breskra stúlkna orðið fórnarlömb kynferðisofbeldis af hálfu erlendra glæpahópa. Hver var ótti breskra embættismanna sem olli því að þeir kusu að líta í hina áttina og aðhafast ekkert? Jú, það var ótti við að vera sakaðir um kynþáttafordóma og við að gerast sjálfir "brotlegir" gegn ríkjandi hugmyndafræði í valdakerfi sem orðið var gegnsýrt af pólitískum rétttrúnaði. Og nú hefur meirihluti breskra þingmanna, þ.m.t. allir þingmenn Verkamannaflokksins, afhjúpað eigið hugleysi með því að kjósa gegn því að fram fari opinber rannsókn á því sem gerðist. Sannleikurinn er of berskjaldandi.

Öllum hugsandi mönnum má vera ljóst, að ef svona nokkuð getur gerst í Bretlandi, þá getur það gerst á Íslandi, þar sem "woke" - krabbameinið hefur náð að skjóta rótum djúpt í stjórnkerfinu. Ef Bretar, með alla sína hernaðarsögu, aga og hefðir, geta sýnt slíkt veiklyndi, þá er sú hætta margföld á Íslandi. Um það þarf ekki að hafa mörg orð. Ísland er smáblóm í samanburðinum og þarf á meiriháttar styrkingu að halda ef það á ekki að verða troðið niður. Sá styrkur getur aðeins komið frá vaknandi fólki sem vill axla ábyrgð á landinu sínu, samfélagi, menningu, þjóðararfi og eigin frelsi.  

Svíar hafa fengið sinn skammt af vandamálum, sem ekki hefur mátt tala um eða viðurkenna fyrr en nú mjög nýlega. Allmörg ár eru síðan jóst varð að Svíar voru í afneitun um vandann og reyndu ýmist að blekkja umheiminn eða sjálfa sig. 

Á árinu 2024 fór ég í tvö framboð í þeirri viðleitni að vekja Íslendinga til umhugsunar um hvers konar verðmætum við Íslendingar gætum glutrað frá okkur á næstu misserum ef við ætlum að sigla í sömu átt og nágrannaþjóðir okkar undir trommuslætti erlendra stofnana með atbeina atvinnustjórnmálamanna sem gleyma því iðulega að frumskylda þeirra er við Ísland og íslenska kjósendur. Vonandi finna Íslendingar hjá sér kjark til að horfast í augu við aðsteðjandi vandamál og dug til að taka á rótum vandans áður en of mikið tjón hlýst af.

Í þessari stuttu ræðu Jordans Peterson hjá Piers Morgan kjarnar hann þessa sögu vel á örfáum sekúndum.  


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og átta?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband