Alþingi eða Davos?

Í síðari tíma sögu hafa Bretland og Bandaríkin verið í sérstöku vinfengi (e. special relationship), en nú bregður svo við að Starmer, forsætisráðherra Bretlands, er ekki boðið til innsetningarathafnar nýs Bandaríkjaforseta 20.1. nk. Ástæðan er nokkuð augljós: Bretland undir stjórn Starmers stefnir í allt aðra átt en Bandaríkin undir stjórn Trumps. Starmer er óvinur málfrelsis, vill hærri skatta, harðari baráttu gegn loftslagi, hann telur það merki um öfgahyggju ef menn haa áhyggjur af skipulögðum glæpahópum sem stunda nauðganir á barnungum stúlkum. Síðast en ekki síst hefur Starmer meiri trú á Davos en breska þinginu

Þótt Starmer muni ekki eiga vísan stuðning í Hvíta húsinu getur hann huggað sig við að forsætisráherra Íslands er einlægur stuðningsmaður hans. Svo einlæg er Kristrún í stuðningi við Starmer að hún gekk í hús í Bretlandi til að styðja Starmer og Verkamannaflokkinn. Eins og forsætisráðherra Bretlands hlakkar Reeves, fjármálaráherrann, til þess að fara til DAvos nú á næstu dögum, til að hitta m.a. fulltrúa alræðisríkja og milljarðamæringa. kristrún starmer

Ef menn vilja skilja þá öfugþróun stjórnmálanna sem Guðni Ágústsson lýsti í Morgunblaðsgrein í gær, þá er þetta góður staður til að byrja á: Þjóðþingin hafa verið gengisfelld á sama tíma sem Davos hefur orðið samkomustaður áhrifafólks sem telur réttmætt að færa ákvarðanatöku fjær almenningi í þjóðríkjunum og koma á nokkurs konar alheimsstjórn undir forystu manna sem enginn hefur kosið til slíkra áhrifa

Íslendingar eiga heimtingu á að vita hvort og þá hver af ráðherrum í nýrri ríkisstjórn mun sækja fundi í Davos, sem hefjast eiga eftir nokkra daga.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og þremur?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband