20.1.2025 | 08:28
Merkir tímar. Merkur dagur.
Forn kínversk bölbæn rætist á okkar líftíma: Við lifum á áhugaverðum tímum. Meira segja í því samhengi er dagurinn í dag áhugaverður, því nýir straumar munu renna frá höfuðbóli vestrænnar menningar, Bandaríkjunum, frá og með deginum í dag, þ.e. frá og með innsetningu nýs forseta í valdamesta embætti plánetunnar.
Donald Trump hefur boðað, nú síðast í ræðu sem haldin var í gær, að hann muni verja málfrelsið, m.a. með því að leyfa áframhaldandi starfsemi TikTok, hann muni stöðva stríðið í Úkraínu og birta gögn um "aftökur" (e. assasinations) JFK, RFK og Martin Luther King sem allt of lengi hafi verið undir leyndarhjúp (e. over-classified). Á sama tíma sitja Íslendingar uppi með ríkisstjórn sem setur stríðsrekstur í forgang, vill stýra landinu enn lengra undir áhrifavald ESB með tilheyrandi valdboði og ritskoðunartilburðum. RÚV birtir um helgina langa umfjöllun um hættur tjáningafrelsisins og "réttmæti" þess að sérfræðingar ráðandi afla fái að stýra því hvað megi birta og hvað ekki, hvað flokkist undir "upplýsingaóreiðu" og hvað ekki. Þessa sömu helgi birtist á visir.is löng níðgrein um væntanlegan heilbrigðisráðherra í Bandaríkjunum, RFK jr. Fyrir þá sem íhuga í eina sekúndu að gleypa þann áróður hráan, þá er hér 12 mínútna samantekt sem birtir aðra hlið þeirra málefna sem þar um ræðir. Best er að hver og einn leggi ólík sjónarmið á vogarskálarnar og taki yfirvegaða, sjálfstæða afstöðu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning