Dulin veikindi Íslands verða ekki falin mikið lengur

Fyrsta skref í bataferli alkohólistans er að viðurkenna eigin vanda. Málflutningi mínum (og Lýðræðisflokksins) sl. ár mætti líkja við varúðarorð aðstandanda drykkjusjúklings. Við höfum reynt að benda Íslendingum á að tímabært sé og nauðsynlegt að taka til áður en illa fer. En reynslan sýnir að áfengissjúklingurinn tekur engum sönsum og hættir ekki fyrr en hann rekst á vegg. Í þeirri stöðu er best fyrir börn / aðstandendur að fjarlægjast hinn sjúka og leyfa honum að finna sinn eigin botn. 

Er allt í lagi með Ísland? Eru burðarstoðirnar traustar? Eru stjórnmálaflokkarnir heilbrigðir og lýðræðislegir? Starfa þeir í samræmi við þær hugsjónir sem þeir leggja fram? Efna þeir loforð sín? Eru fjölmiðlar á Íslandi í góðu ástandi? Eru þeir óháðir ríkisvaldi / peningavaldi? Er menntakerfið á Íslandi að efla gagnrýna hugsun eða er þar stunduð pólitísk innræting? Er heilbrigðiskerfið að þjóna hlutverki sínu vel? Er fjármunum skattborgaranna vel ráðstafað innan þessara kerfa eða leka peningar út til milliliða og millistjórnenda? Er vegakerfið í lagi? Ræður löggæslan við þau stóru verkefni sem hún stendur frammi fyrir og aðsteðjandi öryggisógnir? 

Það hlýtur að vera skelfileg lífsreynsla að alast upp sem barn alkohólista og sjá foreldri sitt sökkva sífellt dýpra í sjálfseyðileggingu. Frammi fyrir því hefur barnið tvo möguleika: Að taka þátt í afneituninni og verða meðvirkt eða að vera "óþægt" barn og neita að taka þátt í feluleiknum, neita að láta eins og allt sé í lagi. Reynslan sínir að þegar síðari kosturinn er valinn þá bregðast aðrir iðulega við með því að segja að sá óstýriláti sé sjálfur vandamálið. 

Eins og aðrir nútímamenn eru margir Íslendingar orðnir ólæsir á dæmisögur og myndlíkingar. Sagan um "Nýju fötin keisarans" er ekki um ný föt, heldur um drenginn sem benti á óþægilegar staðreyndir. Íslenskt samfélag nútímans er ekki það fyrsta sem kýs að horfa fram hjá eigin veikleikum, sætta sig við óheilindi, klappa fyrir valdhöfum sem eru augljóslega búnir að missa veruleikatengsl. Það er reglan fremur en undantekningin, því það er svo sárt að viðurkenna að við höfum látið blekkjast, tekið þátt í sýndarveruleika, klappað fyrir falskri ásýnd og neitað að horfast í augu við staðreyndir. Þannig endaði raunar sagan í frumútgáfu: Almenningur neitaði að hlusta á barnið. Blekkingarvefurinn rofnaði ekki. Keisarinn og þegnar hans héldu áfram að lifa í lygi. 

Áhugavert verður að sjá hve lengi Íslendingar ætla að halda áfram að láta eins og allt sé í lagi. Fróðlegt verður að sjá hvernig ný forysta Sjálfstæðisflokksins hyggst breiða yfir að flokkurinn hafi farið út af sporinu og hvernig flokkurinn á að finna rætur sínar aftur án þess að viðurkenna að flokkurinn hafi vanrækt grundvallarhugsjónir sínar um fullveldi, sjálfstæði og takmarkað ríkisvald. Sagan af Flokki fólksins verður með sama hætti áhugaverð: Hvernig ætlar formaður flokksins að bjarga honum frá sjálfstortímingu? Hvernig villtist flokkurinn af þeirri leið að þjóna "fólkinu" yfir í að þjóna flokkseigandanum? Vinstri grænir skrifuðu sín eigin minningarorð í síðustu kosningum. Hvíli sá flokkur í friði. Píratar eyðilögðu sig með því að hætta að vera stjórnleysingjar og verða kerfisfræðingaflokkur. Samfylkingin er löngu hætt að þjóna vinnandi stéttum og orðin flokkur háskólamenntaðra starfsmanna ríkis og bæja, með meiri áhuga á að þjóna ESB en íslenska lýðveldinu. Hið sama má segja um Viðreisn, þar sem menn segja eitt og gera eitthvað allt annað. Framsókn lifir sem uppvakningur, hafandi selt sálu sína fyrir löngu. Er ég að gleyma einhverju? Jú, kannski má binda vonir við Miðflokkinn, sem þarf nú að sanna að hann sé meira en fjölskyldufyrirtæki. 

Vonandi endar þetta ekki sem grískur harmleikur. Vonandi kemur að því að blekkingarvefurinn rofnar. Reynsla mín segir mér að íslensk stjórnmál verði ekki endurnýjuð innan úr flokkunum sem fyrir eru. Við þurfum nýja flokka og nýtt fólk með klassískar, hreinar, hugsjónir. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dominus Sanctus.

 Eru fjölmiðlar á Íslandi í góðu ástandi? Eru þeir óháðir ríkisvaldi / peningavaldi?

--------------------------------------------------------------------------------------------

Hérns koma skilaboð frá góðum gestum í TAYGETA-STJÓRNUKERFINU

sem að tjá okkur að allir miðlar og þar með talið rúv, seú afbakaðir til þess eins að forheimska og auka á ringulreiðina vísvitandi = AÐ FORHEIMSKA FJÖLDANN VÍSVITANDI: 

https://odysee.com/@CosmicAgency:c/exopolitics-and-ufology-circles-and-cia:0?fbclid=IwY2xjawIEQIpleHRuA2FlbQIxMQABHcMsVt6XffDdOoIl7rH8D83Z7vB3OC7S8GMTUdkjOs7PKTP3s5A9LE6TQw_aem_4I7dlZLZhh5r0CZzqhEgwA

Dominus Sanctus., 27.1.2025 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og einum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband