7.2.2025 | 01:28
Fleiri sjálfsmörk í vændum?
Áður hefur hér verið vísað til kannana sem gerðar hafa verið á Íslandi sem bentu til yfir 90% Íslendinga hefðu kosið K.Harris sem forseta Bandaríkjanna hefðu þeir haft rétt til að kjósa í þar í landi. Tölfræðin er vissulega ótrúleg, en um leið á einhvern hátt óhugnanleg, því það getur ekki verið hollt að búa í samfélagi þar sem allir eiga að hafa sömu skoðun. En dömur mínar og herrar hér er óklippta viðtalið sem "60 minutes" tók við Harris í aðdraganda kosninganna en stakk svo ofan í skúffu, því svörin voru talin til þess fallin að skaða frambjóðandann sem veitti þau. Viðtalið segir okkur væntanlega ýmislegt um (íslenska) kjósendur, en líka margt um það hvernig fjölmiðlar geta reynt að fela það sem þykir ekki sýna "þeirra frambjóðendur" í nægilega jákvæðu ljósi.
Eitt að því sem Harris segir í viðtalinu er að forseti USA geti ekki komið landamæragæslu í viðunandi horf, því þingið þurfi að koma að málum. Örfáum dögum eftir að DT tók við embætti hafði hann þó komið því til leiðar að Mexíkó sendi 10.000 hermenn að landamærunum til að koma skikki á gæsluna við landamærin og skrúfa fyrir straum ólöglegra innflytjenda.
Samhliða þessu er hafin eftirtektarverð tiltekt í fjármálum Bandaríkjanna, þar sem verið er að skrúfa fyrir peningasendingar USAID út um allan heim, m.a.:
- $45 million for DEI scholarships in Burma - $3 million for girls centered climate action in Brazil - $125 million to racialize public health - $280,000 for diverse birdwatchers - $1.5 million for DEI in Serbia - $70,000 for DEI musical in Ireland - $2.5 million for electric vehicles in Vietnam - $47,000 for trans opera in Colombia - $32,000 trans comic book in Peru - $2 million for sex changes in Guatemala - $6 million for tourism in Egypt
óstaðfestar fregnir herma að milljónir dollara hafi ratað alla leið til Íslands. Fróðlegt verður að sjá hvað koma mun í ljós þegar listarnir hafa verið birtir, en það gæti orðið dagaspursmál úr þessu. Leitt væri (og ljótt) ef íslenskir þrýstihópar (og fjölmiðlar) hafa þegið sporslur frá USAID og notað þá fjármuni til að reyna að móta skoðanir Íslendinga í þágu þeirra sem stóðu að baki framboði Harris og áður Bidens. Ef slíkt kemur upp úr kafinu myndi það kalla á alvarlega umræðu um notkun erlendra fjármuna í áróðursskyni og til skoðanamyndunar á Íslandi. En vonandi þurfum við engar slíkar áhyggjur að hafa, því það er svo gott að geta huggað sig við tilhugsunina um að Ísland sé krúttlegt og óspillt.
Ný ríkisstjórn Íslands má ekki við því að fá á sig fleiri sjálfsmörk á fyrstu dögunum. Kannski gæti hún snúið vörn í sókn og tileinkað sér að fara sparlega með fé landsmanna og komið viðunandi stjórn á landamæragæsluna? Þroskaðir stjórnendur tileinka sér góð vinnubrögð hvaðan sem þau koma.
Athugasemdir
Ég var einmitt að ræða við konuna mína í fyrra dag þar sem ég var að velta fyrir mér hvaða fjölmiðlar á Íslandi hafa þegið dúsurnar.
Það hefur gefið auga leið að íslenskir meginstraumsfjölmiðlar hafa verið að þiggja fjármuni gegn einhliða umfjöllun um hin ýmsu mál. Þráhyggjan í umfjöllun þeirra um hin ýmsu mál sem “meika engan sens” hefur verið slík að eingöngu mútugreiðslur og eða fríðindi geta skapað slíkt ástand. Ég hélt reyndar að George Soros stæði að baki þessu en USAID armur CIA virðist hafa verið notaður til alls kyns niðurrifs í vestrænum samfélögum um áratuga skeið.
Jafnt og mig hlakkar til að flett verði ofan af þessu spillingarvef að þá er það jafnframt með sorg í hjarta hversu djúpt svo margir geti sokkið í að eyðileggja tilveru okkar allra fyrir pening í baukinn.
Hverju megum við eiga von á.
Nokkuð örugglega RÚV, 365, og Morgunblaðið. Þar má gera ráð fyrir að eftirfarandi sé keypt. Anti Trump umfjöllun, meðvirkni með transaktivisma, hnattræn hlýnun af mannavöldum, opin landamæri, einhliða bólusetningarbábiljan, Covit19 áróðurinn, uppnefningar á fólki sem eins og þú Arnar kallaðir öfga hægri eða samsæringar, Úkraínu geðveikin, Rússahatrið, Palestínumeðvirknin, Gyðingahatur.
Kæmi mér ekki á óvart að einhverjar styrkjalínur lægju inn í Veðurstofu Íslands sem hefur verið óbilandi stuðningsaðili “Hockey Stick” kenningar Michael Mann.
Það vakti sérstaka athygli mína þegar Trausti Jónsson skipti skyndilega um skoðun þar sem hann kvartaði yfir því að NASA og/eða IPCC væru að breyta hitamælingum á Íslandi. Eitthvað varð til þess að hann sagði síðar að nýju og fölsuðu hitaskráningarnar væru góðar og gildar. Greinilega ekki lengur Traustsins virði.
Þessar breytingar miða að því að fletja út heitasta tímabil á norðurhveli jarðar síðan hitamælingar hófust eða á þriðja og fjórða áratug síustu aldar og ef ég man rétt var 1936 heitasta ár síðan skráningar hófust að gagni fyrir um 150 árum síðan.
Samtök 78 þykir mér líklegt til að hafa þegið styrki fyrir transaktívisma og önnur úrkynjunarmál.
Utanríkisráðherrar Íslands þegar Maidan valdaránið stóð yfir 2014. Gunnar Bragi, þar sem hann fór ótal ferðir til spilltasta lands í Evrópu og úthýsti traustum vinum okkar Íslendinga í gegnum árin, þrátt fyrir mismundandi stjórnarfar þar á bæ.
Síðasti Utanríkisráðherra ? - Hvaða ívilnanir þarf til að svíkja land sitt svo svo hróplega.
Eitthvað sem ég er að gleyma?
Via sjáum hvað setur.
Bjarki Ágústsson (IP-tala skráð) 7.2.2025 kl. 16:29
" Örfáum dögum eftir að DT tók við embætti hafði hann þó komið því til leiðar að Mexíkó sendi 10.000 hermenn að landamærunum til að koma skikki á gæsluna við landamærin og skrúfa fyrir straum ólöglegra innflytjenda. ".. Og samið um að Bandaríkin stöðvuðu smygl á vopnum til Mexico. ----- Æði! Frábær samningamaður. Allir ánægðir. Sérstaklega forseti Mexico sem nú þarf bara að senda 10.000 hermenn en ekki 15.000 eins og gagnslausa Biden stjórnin samdi um fyrir nokkrum mánuðum síðan. Kanadastjórn heldur síðan áfram að innleiða landamæravarnir eftir óbreyttri áætlun síðan í Desember. Að hafa svona snilling með margskotna fætur og brúna rönd upp eftir baki, óumdeildan markakóng, í Hvíta Húsinu er ómetanlegt.....skemmtiefni.
Glúmm (IP-tala skráð) 8.2.2025 kl. 00:26
Gloom, eitt er að tala og annað að framkvæma. Þú hefur vonandi lært að gera greinarmun á þessu tvennu, eins og t.d. Brian Clough, hinn frægi þjálfari Nottingam Forrest, sem sagði "We had a good team on paper. Unfortunately, the game was played on grass." Draumórar og ímyndanir brotna þegar þær lenda á grjóthörðum veruleika. Það er reynsla mannkynsins.
Arnar Þór Jónsson, 8.2.2025 kl. 14:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.