Leitum sannleikans með opnum huga

Kæru Íslendingar, hér er eitthvað til að hugsa um: Samkvæmt Chat GPT finnst ekkert kjördæmi í gjörvallri N-Ameríku þar sem Kamala Harris mældist með meira fylgi en á Íslandi. Gervigreindarforritið gat heldur ekki fundið neina könnun á heimsvísu sem benti til að nokkur önnur þjóð væri eins eindregin í stuðningi við Harris og Íslendingar. 

Hér er ekki við Íslendinga sjálfa að sakast. Við höfum orðið fyrir ákveðnum heilaþvotti og verðum að fara að horfast í augu við að við erum mötuð af einsleitum skoðunum. 

Von mín er sú að fleiri nálgist fréttir með gagnrýnum huga og leiti sannleikans með opnum huga. 

 

chat3

gdp2

chatgdp


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekki heilaþvotti um að kenna og ekkert undarlegt við það að stuðningur við konu í embætti skuli vera mestur þar sem jafnrétti er mest. Nema menn telji jafnrétti rangt og vilji kenna heilaþvotti um að konur njóti sama réttar og karlar. Það er ekki tilviljun að stuðningur var minnstur í flokki hvers þingmenn voru hljóðritaðir við að sýna megna kvenfyrirlitningu.

Glúmm (IP-tala skráð) 8.2.2025 kl. 08:09

2 Smámynd: Arnar Þór Jónsson

Gloom, er það sem sagt þitt mat að Íslendingar séu öðrum þjóðum líklegri til að láta kynferði vega þyngst við val á fólki í æðstu embætti, fremur en hvað fólk hefur sjálft fram að færa?

Arnar Þór Jónsson, 8.2.2025 kl. 11:51

3 identicon

Nei, það er ekki það sem ég sagði. Ég var að benda á það að þar sem fólk lætur kynferði síst ráða, jafnrétti er mest, er líklegra að verðleikar ráði vali frekar en að um heilaþvott sé að ræða.

Eftir því sem jafnréttissinnar eru fleiri minnkar stuðningur við Trump. En stuðningur við Trump fer illa saman við stuðning við jafnréttindi og ómögulegt að sjá hvernig einhver stuðningsmaður hans geti talist jafnréttissinni.

Glúmm (IP-tala skráð) 8.2.2025 kl. 12:39

4 Smámynd: Arnar Þór Jónsson

í jafnréttissamfélagi er fólk líklegast til að horfa fram hjá húðlit, kynferði o.þ.h. Minna má þig á að Martin Luther King lýsti þeim draumi að börn hans gætu fengið að búa í samfélagi þar sem verðleikar þeirra væru metnir út frá karakter þeirra, en ekki húðlit. Konur hafa sætt miklu óréttlæti udnir stjórn Demókrata og annarra vókista, sbr. t.d. hvernig stjórnvöld hafa leyft að gengið sé freklega á þeirra rétt og friðhelgi, t.d. í búningsherbergjum og í kvennaíþróttum. Mér sýnist að nú sé búið að gefa það út að karlar megi ekki taka þátt í kvennaíþróttum. Það fer vel saman við jafnréttisáherslur. Þú þarft að fara að fylgjast betur með. Opna huga þinn, Gloom, hleypa meiri birtu inn. 

Arnar Þór Jónsson, 8.2.2025 kl. 13:21

5 Smámynd: Arnar Þór Jónsson

Image

Arnar Þór Jónsson, 8.2.2025 kl. 13:48

6 Smámynd: Arnar Þór Jónsson

https://x.com/ScottLeaseTX/status/1887573135718752520

Arnar Þór Jónsson, 8.2.2025 kl. 13:53

7 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Stuðningur við Trump fer algerlega saman við jafnrétti.  Og jafnréttissinnar eru að fá það sem þeir biðja um frá honum, með bláu bannið við DEI og öðru forréttinda-rugli.

Ásgrímur Hartmannsson, 8.2.2025 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og átta?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband