Úthygli, athyglisbrestur og vanþekking sem rýra virðingu Alþingis

Mögulega er í þessari frétt að finna lýsingu á einhvers konar lágpunkti umræðu í þingsal Alþingis. Fyrsta þingmál nýrrar ríkisstjórnar miðar að því að veikja Alþingi og færa Ísland enn frekar undir vald ESB, sbr. frumvarp um bókun 35. Þingmaður Sjálfstæðisflokks horfir fram hjá þessum kjarna, enda hefur Sjálfstæðisflokkurinn lagt niður kyndilinn sem honum var ætlað að bera, þ.e. að verja sjálfstæði Íslands og fullveldisrétt okkar. Það má sjá af því hvernig XD hefur oftar en einu sinni reynt að koma þessu frumvarpi í gegnum þingið. Ráðherra Flokks fólksins tekur til máls en heldur augljóslega engum þræði og klikkir svo út með tómri þvælu um ESB og "eitt sett af reglum". Hefur þetta fólk ekki lesið EES samninginn sjálfan? Vita þau ekki að neitunarvald Íslands var forsenda fyrir aðild okkar að EES árið 1993? Er samgönguráðherrann búinn að gleyma því að við sömdum aldrei við ESB og að samningsaðili Íslands hefur í raun stökkbreyst á þeim tíma sem liðinn er frá gerð EES samningsins? Í ofanálag birtast nú fréttir af því að þingmenn fái ekki sjá né ræða innihald bréfa sem Guðlaugur Þór, þáverandi utanríkisráðherra, sendi ESA árið 2020 þar sem hann andmælti Bókun 35 fyrir hönd Íslands. Hversu djúpt þarf Alþingi að sökkva í niðurlægingu áður en almenningur missir þolinmæðina?

 


mbl.is Bryndís: „Er þetta samstaðan?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og sex?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband