17.2.2025 | 07:43
Við erum (hugsandi) menn en ekki alifuglar
Þessi frétt um froðukenndan málflutning hagsmunaaðila, stjórnmálamanna (og fréttamanna) kallar á við skoðum hlutina í samhengi.
Eftir gönguferð í góðu veðri í gær, þar sem litlir kassar (hús) í öllum gerðum blöstu við, átti ég samtal við dóttur mína um sjónvarpið, þar sem ég spáði því að hún gæti átt erfitt með að skýra út fyrir sínum börnum litlu kassana sem fólk notaði til að meðtaka sérhannaðan sýndarveruleika, "skemmtiefni" og misjafnlega gagnlegan fróðleik frá ríkisreknum og hagsmunadrifnum fréttastofum. Eftir örfá ár verða sjónvörp orðin að forngripum. Þegar "imbakassinn" hverfur sparast vonandi mikill tími og minna verður innbyrt af hræðsluáróðri og óhollri froðu.
Sjónvarpið er vissulega ekki alslæmt. Fyrir kemur að þar bregði fyrir nytsamlegu efni. Í gær kom upp í hendurnar á mér bók sem talsvert var hampað í sjónvarpi eftir fjármálahrunið 2008, m.a.s. af æðstu prestum pólitísks rétttrúnaðar þess tíma (í Silfri Egils Helgasonar). Bókin heitir "Confessions of an Economic Hit Man" eftir John Perkins.
Á þessu bloggi hefur a.m.k. tvisvar verið sagt frá því a Alþjóðabankinn hafi týnt 41 milljarði dollara í fyrra sem merktir voru "loftslagsbaráttu". Fólk sem er forritað til að trúa því sem kemur út úr litlu sjónvarpskössunum hefur ekki viljað trúa þessu, en hér er þetta samt sem áður svart á hvítu.
Hvernig tengist þetta bók J. Perkins? Jú, fremst í bókinni má finna eftirfarandi texta:
Economic hit men (EHM) are highly paid professionals who cheat countries around the globe out of trillions of dollars. They funnel money from the World Bank, the US Agency for International Development (USAID), and other foreign "aid" organizations into the coffers of huge coprorations and the pockets of a few wealthy families who control the planet´s natulal resources. Their tools include fraudulent financial reports, rigged elections, payoffs, extortion, sex and murder. They play a game as old as empire, but one that has taken on new and terrifying dimensions during this time of globalization.
I should know; I was an EHM.
Í niðurlagi bókarinnar hvetur Perkins lesandann til að lesa milli línanna í fréttum, gleypa ekki allt hrátt, trúa ekki öllu. Hann útskýrir að stærstu fréttamiðlar heims eru í eigu örfárra fyrirtækja og að fjölmiðlarnir séu hluti af hlutafélagavæddu stjórnkerfi, þar sem peningalegir hagsmunir örfárra ráði för með aðstoð fámennrar stéttar (e. elite) embættismanna, fréttamanna, stjórnmálamanna o.fl. sem stýrast m.a. af græðgi, ótta og eigingirni. Frammi fyrir þessu sé það skylda okkar að greina sannleikann undir yfirborðinu og afhjúpa hann í samtölum við vini og fjölskyldu: Láta orðið berast.
Í lokaorðum sínum segir Perkins að við þurfum ekkert minna en byltingu í nálgun okkar gagnvart menntun, þar sem við valdeflum okkur sjálf (og börnin okkar) og gefum okkur leyfi til að hugsa, efast og setja gott fordæmi með orðum okkar og athöfnum, minnug þess að forfeður okkar eru að horfa yfir öxlina á okkur og að framtíð barnanna okkar sé háð því að við látum samfélag okkar ekki verða græðgi, óhófi, neysluhyggju og eyðileggingu að bráð.
Og ef þér tókst að lesa svona langt, þá eru hér löngu tímabær verðlaun sem þú átt skilið að fá. Þetta er nýi tíminn. Hann er kominn á þröskuldinn.
P.S. Í framhaldi af umfjöllun minni í gær er vert að benda á viðtal Morgunblaðsins við Stefán Má Stefánsson prófessor, þar sem Stefán gerir einmitt það sem Perkins hvetur okkur til, þ.e. að miðla af greind, menntun, reynslu og þekkingu til að vara við og benda á staðreyndir.
![]() |
„Verra en það sem troðið var ofan í kokið á okkur“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Man vel eftir því þegar ég sá fyrst EHM fyrir ca 20. árum og ég man að mér leið bara illa í marga daga á eftir. Hef horft á hana nokkrum sinnum aftur en þó ekki nýlega enda margt annað að skoða sem bíður mín í spilaranum. Á svipuðum tíma voru Zeitgeist myndirnar líka að koma út og við vorum hópur á Íslandi (fb) sem vorum að ræða þessi mál og önnur sem viðkom heimsmálunum enda ekkert að þessu rætt opinberlega. Þessi sami hópur tók að sér að íslensku þýða myndirnar með sérstöku forriti sem Zeitgeist movement lét okkur fá. 9/11 átti sinn þátt í að ég sá að sú veröld sem okkur var sýnd í fjölmiðlum er plat og það er eitthvað ógnvekjanlegt sem kraumar undir yfirborðinu og frá þeim tíma hef ég ýtt MSM fjölmiðlum til hliðar og sótt mér sjálfur þær upplýsingar sem mig fannst vanta og myndað mína skoðun uppfrá því. En þessi vegferð hefur verið einmannaleg því að í gegnum árin hafa ekki verið mikið af svipuðu þennkjandi fólki í kringum mig og frá þeim tíma sem ég hætti á Facebook ca 2017 þá get ég talið fólkið á svipuðum nótum og ég á annan tug. En fólkið er þarna úti, það vantar ekki en við höfum verið að bíða eftir rétta tímanum til að koma upp úr holunum okkar. Við höfum verið að bíða róleg eftir að heimurinn fari að vakna. Ef ekki núna hvenær? Kannski hlutirnir fara að breytast og manni sýnist að MSM hefur misst svo mikin trúleika í Covid heilaþvottinum að loksins fer fólk að skoða hlutina sjálft og þá á eftir að opnast flóðgátt af upplýsingum.. Upplýsingum sem mun fá fólk til að staldra við og efast um allt, það mun fá sjokk, mun gráta, mun finnast heimurinn skelfilegur, þunglyndi, kvíðaköst og margt fleira því að sjá hann eins og hann er, er ákveðið áfall í raun og veru. Þegar fólk hefur séð sannleikann þá er ekki hægt að hætta að sjá hann, það er ekki hægt að fara til baka! Eins og frægt er orðið þá eru Matrix myndirnar ákveðin leiðsögn um okkar eigin heim: You take the blue pill – the story ends, you wake up in your bed and believe whatever you want to believe. You take the red pill – you stay in Wonderland and I show you how deep the rabbit-hole goes.
Trausti (IP-tala skráð) 17.2.2025 kl. 10:25
The globalist con of enslavement
A book :"Tragedy and Hope" summary of the illusion of justice freedom and democracy
https://www.youtube.com/watch?v=zdJ7e6UDYLU
https://www.joeplummer.com/
free audio book and pdf.
Susan (IP-tala skráð) 17.2.2025 kl. 15:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.