22.2.2025 | 08:56
Nú er nóg komið: Ráðamenn Íslands eiga að hætta öllu stríðsæsingartali
Hvert er hlutverk Íslands á hinu stóra sviði alþjóðlegra stjórnmála? Hvaða hlutverk getur ríkisstjórn Íslands leikið? Er ekki best að sleppa því að taka þátt í leikritum sem skrifuð eru af erindrekum stórvelda? Færi ekki best á því að forsætisráðherra reyndi að koma fram af einlægni og t.d. lýsa því yfir að Ísland hafni stríðsrekstri, neiti að vera gjammandi smáhundur í bandi þeirra sem heimta að við endurómum þeirra málflutning? Færi ekki best á því að Ísland sé málsvari sátta og friðar, án þess að reyna að endurskrifa söguna í þágu annars hvors deiluaðilans? Hafa ráðamenn Íslands gleymt þeim fornu sannindum að sjaldan veldur einn þá tveir deila? Sem fulltrúar herlausrar þjóðar hafa ráðamenn Íslands ekkert umboð til að koma fram á alþjóðavettvangi eins og málaliðar hervelda.
Saga hinna blóðugu átaka í Úkraínu er nefnilega, því miður, flóknari en sú einfalda útgáfa sem Kristrún Frostadóttir leyfir sér að enduróma hér. Stríðsóðir leiðtogar (flestra) Evrópuríkjanna virðast hafa gleymt því að Internetið geymir fréttir frá 2014, m.a. fréttir CNN af því hvernig stjórnin í Kænugarði lét sprengjum rigna yfir íbúa Donbas héraðsins, sjá t.d. hér. Þessa sögu hefur Jeffrey Sachs prófessor (og demókrati) einnig reifað svo oft að Kristrún ætti að vita betur en að láta mata sig á svona yfirborðslegri, svart-hvítri heimsmynd, sem þjónar engum friðartilgangi.
Frammi fyrir svo óábyrgum málflutningi er ekki annað hægt að segja en að Íslendingar eiga betra skilið en svona málflutning. Enn frekar verður að segja að Úkraínumenn eiga betra skilið. Íbúar heimsins vilja frið, en ekki stríð. Hlutverk kjörinna leiðtoga er að bera klæði á vopnin, en ekki að henda olíu á eldinn.
![]() |
Kristrún: Fer ekki á milli mála hver réðst á hvern |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þarfur og góður pistill.
Það er bara þannig með íslendinga að þeir hafa gullfiskamynni sem kemur
í veg fyrir það aftur og aftur að við fáum heilbrigt og gott fólk á þing.
Þetta vita þeir sem stjórna og treysta á og það klikkar aldrei.
Einu sinni voru við íslendingar stoltir yfir því að vera hlutlaus þjóð og
var virðing borin fyrir því af öðrum þjóðum. Svo á ekki löngum tíma hefur allt breyst.
Við erum komin í bullandi stríðsrekstur og nú er það eyrnamerkt í fjárlögum.
Við erum með stríðsóðar konur sem vilja annara manna börn, fórnað í einhverju stríð
sem aldrei hefði átt að ske ef heilbrigt fólk hefði verið við stjórnvöl í evrópu.
ÞKG, KF og sú versta ÞKRG sem eyðilagði margra ára gott samstarf við Rússland eru
á góðri leið að setja okkur á kortið sem skotmark en ekki þjóð með virðingu.
Ég man bara ekki eftir því að við höfum haft annað eins stríðæsingafólk á þingi.
Og það mömmur.
Hvernig gat þetta skeð á svona stuttum tíma.? Við sem montuðum okkur af því
að vera friðarþjóð. Héldum einn frægasta leiðtogafund í heimi árið 1986
í Höfða með Ronald Regan og Mikhail Gorbatsjef. Það var vel eftir því tekið
og setti okkur á heimskortið sem friðarþjóð og virðing borin fyri því.
Núna erum við í ruslflokki ásamt öðrum og getum ekki
lengur verið stolt af okkar hlutleysi. Hvað skeði.?
Hvað breyttist í huga þeirra sem við kjósum á þing.?
Var þjóðin spurð.?
Sigurður Kristján Hjaltested, 22.2.2025 kl. 10:02
Vel að orði komist Arnar.
Evrópusinnar Íslands munu eftirleiðis nota öll tækifæri í fjölmiðlum til að básúna hræðsluáróðri sem varðar Rússland og jafnvel Bandaríkin til þess gerðan að smala fólki í skrúðgöngu inní evrópusambandið. Munu halda því fram að öryggi landsinns sé ekki tryggt nema við sameinumst Ríkjasambandi Evrópu að fullu með öllu sem því fylgir.
Ágúst Kárason, 22.2.2025 kl. 12:43
Þrjár konur í ríkisstjórn og Ísland á leið í stríð með EU (Gloablistum) korter eftir kosningar. Hvernig gat þjóðin kosið þessa vitfirringa til að leiða okkur í þessa vegferð?
Piers Morgan með viðtal við Jeffrey Sachs fyrir 2 dögum - Piers er audda málpípa MSM, er ekki að skilja hvert hann ætlaði með þetta viðtal annað en að þegja og hlusta á Jeffrey tala sem hann jú gerir.
Fortíðin virðist gleymast sérstaklega hjá fólki sem horfir á RÚV og Stöð2 heilaþvottastöðvarnar sem segja þér hvaða skoðun þú átt að hafa frekar en að flytja fréttir. Ætli þetta sé ekki einhvernvegin svipað þegar Hitler fékk þysku þjóðina í stríð í WWII? Með stanslausum áróðri! Rússarnir eru að koma .. Rússarnir eru að koma.. hrópar EU.
https://x.com/ricwe123/status/1892517452614922633?ref_src=twsrc%5Etfw%7Ctwcamp%5Etweetembed%7Ctwterm%5E1892517452614922633%7Ctwgr%5E7d6aa6f8c97f91d049275f54c18d8ebe65658bc9%7Ctwcon%5Es1_&ref_url=https%3A%2F%2Fwww.zerohedge.com%2Fgeopolitical%2Fmoscow-demanded-us-nato-withdraw-forces-eastern-europe-riyadh-talks
Trausti (IP-tala skráð) 22.2.2025 kl. 15:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning