24.2.2025 | 08:32
Lítum okkur nær
Úkraína er að tapa stríðinu og staðan mun versna því lengur sem evrópskir ráðamenn halda áfram að styðja stríðsreksturinn með pólitískum yfirlýsingum sínum. Kennari á skólalóð hlustar ekki á staðhæfingar um hver hafi byrjað slagsmálin, hann stöðvar þau. Við þurfum fullorðið, ábyrgt fólk aftur í stjórnmálin, ekki ósjálfstætt fólk sem kann ekki annað en að enduróma upphrópanir "stóru strákana" (evrópskra ráðamanna) sem þau líta mest upp til, þ.m.t. Keir Starmer sem sprangar um í fullum herklæðum á hlálegum áróðurs-myndum, þótt hann sé sjálfur algjör væskill sem veldur ekki boxhönskum, hvað þá byssum, og ætti því ekki að vera etja öðrum í fremstu víglínu.
Nei, við þurfum að fá frið fyrir þessari hræsni ráðamanna sem veifa úkraínska fánanaum og þykjast vera að verja frið og frelsi og lýðræði. Málflutningur þeirra er á röngum forsendum, því friður verður aldrei tryggður með stríði heldur með viðræðum og sáttahug. Við þurfum fólk sem einbeitir sér að því að ná niður verðbólgu og vöxtum, stendur vörð um íslenska orku á hagstæðu verði og kann að spara í ríkisrekstri. Í stað þess að þykjast vera áhrifamenn á stóra sviðinu í útlöndum ættu íslenskir ráðherrar að einbeita sér að því að verja efnahag Íslands, sjálfstæði og menningu þessarar fámennu þjóðar.
Sem friðelskandi hljótum við Íslendingar að vilja ganga fram með góðu fordæmi.
Athugasemdir
Vel sagt Arnar Þór,
Hvaða ítök eiga EU (Globalistarnir) á okkar alþingi, ráðamenn? Ríkisstjórn eftir ríkisstjórn og allt þetta fólk virðist falla í raðir eins og góðir hermenn og gera allt fyrir þessa elítu. Hvaða undirlægjuháttur er hér í gangi?
Trausti (IP-tala skráð) 24.2.2025 kl. 08:59
Sæll Trausti, þetta er góð og réttmæt spurning, sem íslenskir blaðamenn mættu gjarnan reyna að svara. Gagnlegt væri að sjá hvort / hve miklir fjármunir frá USAID runnu til íslenskra fyrirtækja / einstaklnga / þrýstihópa / stjórnmálaflokka / stjórnmálamanna.
Arnar Þór Jónsson, 24.2.2025 kl. 09:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning