Jörð kallar!

Þegar ég horfði á fund Zelensky og Trumps í Hvíta húsinu í gær, rifjaðist upp eftirfarandi sena úr kvikmyndinni Annie Hall eftir Woody Allen (1977): Alvy (Woody) kemur inn í herbergi hjá Duane (Christopher Walken) sem játar fyrir Alvy að hann finni fyrir þeirri hvöt að keyra framan á bíla sem mæta honum. Alvy svarar vandræðalega: "Jæja, ég verð að fara núna Duane, því ég á að vera mættur aftur til plánetunnar Jarðar". 

Zelensky (og allir evrópskir "leiðtogar" virðast (eins og Duane) haldnir annarlegum hvötum sem munu leiða yfir okkur myrkur, eld og dauða. Forsætisráðherra Íslands endurómar sömu áherslur með því að lofa "fullum stuðningi" (hvað sem það þýðir - hermenn á vettvang?).full support ESB

 

 

 

Hvort sem mönnum líkar betur eða verr - og hvað sem segja má um nýjan bandaríkjaforseta - þá er nú að eiga sér stað leiftursnögg endurstilling á allri pólitískri umræðu, þar sem stjórnmálin verða tekin niður úr háloftum kynjafræði og loftslags og niður í ískaldan veruleika plánetunnar jarðar, þar sem innistæðulaus orð hafa ekkert gildi; þar sem stjórnmálamenn verða að fara að vinna fyrir sína eigin kjósendur (en ekki alþjóðastofnanir), þar sem áherslan verður á hagsæld og frið, en ekki skuldasöfnun og stríð. 

Fyrir fávisku núverandi ráðamanna (óráðamanna) er heimurinn kominn á bjargbrún þriðju heimsstyrjaldarinnar. Zelensky hefur val um það að grafa stríðsöxina eða halda áfram að grafa sína ungu menn í töpuðu stríði, því án stuðnings USA er stríðið sannarlega tapað. ESB er skrifstofuveldi sem framleiðir ekki peninga né vopn, heldur lifir sem sníkill á þjóðríkjum Evrópu, sem eru svo illa sett á innilokuðum markaði ESB að þau geta heldur engan stuðning veitt: Vopnabúr þeirra og fjárhirslur eru tómar. Ekkert stendur eftir nema innantóm skrautyrði og hjáróma vígorð. 

Frammi fyrir öllum þeim hryllingi sem við blasir, frammi fyrir spillingunni sem grasserar bæði innanlands og á alþjóðasviðinu, frammi fyrir skruminu og yfirborðsmennskunni sem evrópskir "leiðtogar" sýna daglega, má mögulega leita einhverrar huggunar í því að stjórnmálin eiga nú aftur stefnumót við fólk af holdi og blóði á plánetunni Jörð, fólk sem mun ekki þola meiri moðreyk og hefur séð í gegnum blekkingarnar og stríðsæsingarnar. 

Velkomin aftur í raunheima. 


mbl.is Fundurinn hafi ekki gengið „neitt sérlega vel“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og níu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband