Jörð kallar!

Þegar ég horfði á fund Zelensky og Trumps í Hvíta húsinu í gær, rifjaðist upp eftirfarandi sena úr kvikmyndinni Annie Hall eftir Woody Allen (1977): Alvy (Woody) kemur inn í herbergi hjá Duane (Christopher Walken) sem játar fyrir Alvy að hann finni fyrir þeirri hvöt að keyra framan á bíla sem mæta honum. Alvy svarar vandræðalega: "Jæja, ég verð að fara núna Duane, því ég á að vera mættur aftur til plánetunnar Jarðar". 

Zelensky (og allir evrópskir "leiðtogar" virðast (eins og Duane) haldnir annarlegum hvötum sem munu leiða yfir okkur myrkur, eld og dauða. Forsætisráðherra Íslands endurómar sömu áherslur með því að lofa "fullum stuðningi" (hvað sem það þýðir - hermenn á vettvang?).full support ESB

 

 

 

Hvort sem mönnum líkar betur eða verr - og hvað sem segja má um nýjan bandaríkjaforseta - þá er nú að eiga sér stað leiftursnögg endurstilling á allri pólitískri umræðu, þar sem stjórnmálin verða tekin niður úr háloftum kynjafræði og loftslags og niður í ískaldan veruleika plánetunnar jarðar, þar sem innistæðulaus orð hafa ekkert gildi; þar sem stjórnmálamenn verða að fara að vinna fyrir sína eigin kjósendur (en ekki alþjóðastofnanir), þar sem áherslan verður á hagsæld og frið, en ekki skuldasöfnun og stríð. 

Fyrir fávisku núverandi ráðamanna (óráðamanna) er heimurinn kominn á bjargbrún þriðju heimsstyrjaldarinnar. Zelensky hefur val um það að grafa stríðsöxina eða halda áfram að grafa sína ungu menn í töpuðu stríði, því án stuðnings USA er stríðið sannarlega tapað. ESB er skrifstofuveldi sem framleiðir ekki peninga né vopn, heldur lifir sem sníkill á þjóðríkjum Evrópu, sem eru svo illa sett á innilokuðum markaði ESB að þau geta heldur engan stuðning veitt: Vopnabúr þeirra og fjárhirslur eru tómar. Ekkert stendur eftir nema innantóm skrautyrði og hjáróma vígorð. 

Frammi fyrir öllum þeim hryllingi sem við blasir, frammi fyrir spillingunni sem grasserar bæði innanlands og á alþjóðasviðinu, frammi fyrir skruminu og yfirborðsmennskunni sem evrópskir "leiðtogar" sýna daglega, má mögulega leita einhverrar huggunar í því að stjórnmálin eiga nú aftur stefnumót við fólk af holdi og blóði á plánetunni Jörð, fólk sem mun ekki þola meiri moðreyk og hefur séð í gegnum blekkingarnar og stríðsæsingarnar. 

Velkomin aftur í raunheima. 


mbl.is Fundurinn hafi ekki gengið „neitt sérlega vel“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Svo segi Drottinn um Jeremía (Arnar Þór Jónsson):

Ég hefi gjört þig að rannsakara hjá þjóð minni, til þess að þú kynnir þér atferli þeirra og rannsakir það.

Allir eru þeir svæsnir uppreisnarmenn, rógberendur, tómur eir og járn, allir eru þeir spillingarmenn. (Jer. 6:27-28).

Guðmundur Örn Ragnarsson, 1.3.2025 kl. 12:35

2 identicon

Vel athugað og skemmtileg tilvitnun í mynd frá Woody Allen..  Þetta eru athyglisverðir tímar sem við búum við en ákveðnir fjölmiðlar eru að reyna normalesera það á sinn hátt eins og að USAID sé enn að fylgjast með við sjóndeildarhringinn.. Boðskapur RÚV og annarra plat fjölmiðla þyngist en þeir reyna að selja okkur tapaðan málflutning sem segir okkur sérstaklega hversu djúpt eigendur eða yfirmenn eru djúpt sokknir í spillingu og peningagreiðslur enda er ég viss um að þeir séu ekki að gera þetta af einhverri hugsjón heldur er það dollara merkið sem þeir tilbiðja.

Nú bíður maður bara eftir að þessir sérstöku bottar sem kommenta hjá þér koma með sýnar yfirlýsingar..  :)

Trausti (IP-tala skráð) 1.3.2025 kl. 12:44

3 identicon

"Heiðra skaltu skálkinn svo hann skaði þig ekki".

Hördur Thormar (IP-tala skráð) 1.3.2025 kl. 16:15

4 identicon

Það verður forvitnilegt að sjá hvað Kína gerir nú þegar forseti Bandaríkjanna hefur svo gott sem kúplað sig út úr öflugasta hernaðarbandalagi sem sést hefur og virðist ófús til að verjast árásum á vinaþjóðir. Pappírs tígur. Gunga sem dáist að og er auðmjúkur og undirgefinn gagnvart harðstjórum en níðist á minnimáttar. Munu þeir lesa það þannig að nú sé tækifærið komið til að hernema Taiwan án afskipta Bandaríkjanna?

Glúmm (IP-tala skráð) 1.3.2025 kl. 17:59

5 Smámynd: Arnar Þór Jónsson

Áhugavert að sjá þennan áhuga hjá þér, Gloom, á því að USA dæli peningum í hernað og stríð til að geta verið alþjóðleg lögregla. Ég hafði haldið að þú og skoðanabræður þínir í marxismanum væruð á móti öllu slíku. Áður en þú heldur áfram að kalla eftir peningum frá USA í sprengjur og skriðdreka máttu íhuga að þetta eru peningar sem ekki verða settir í að þenja út félagsleg kerfi. Hafðu það alltaf sem best. Ég vona að brátt birti til hjá þér. Takk fyrir dyggan lestur.

Arnar Þór Jónsson, 1.3.2025 kl. 18:30

6 Smámynd: Grímur Kjartansson

Jörð kallar og Macron svara því til að nota eigi kjarnorkuvopn sem reyndar eru 90% í eigu Rússa og USA

https://www.telegraph.co.uk/world-news/2025/02/24/france-to-offer-nuclear-shield-for-europe/

Grímur Kjartansson, 1.3.2025 kl. 18:40

7 identicon

Arnar, umhyggja ykkar trumpistanna fyrir félagslegum kerfum hefur heldur ekki verið áberandi hingað til. Lækkun skatta milljarðamæringa og afnám sjúkratrygginga fátæklinga er meira í ykkar anda.

Ef hvert ríki á aðeins að verja egin fullveldi verður fátt um fullvalda ríki á skömmum tíma. Fullveldi stendur og fellur með því hvort önnur fullvalda ríki séu tilbúin til að verja það. það er ekki gert með því að kúga þau þegar á þau er ráðist.

Glúmm (IP-tala skráð) 1.3.2025 kl. 19:15

8 Smámynd: Arnar Þór Jónsson

Gloom, farðu varlega í að gera mér upp skoðanir, ég er ekki með því að milljarðamæringar greiði lægri skatta en aðrir eða að fátækir séu sviptir sjúkratryggingum. Fullvalda ríki setur sín eigin lög, fer með æðsta dómsvald um þessi sömu lög og ver sín eigin landamæri. Sá tími er senn liðinn að slík ríki láti aðra (lesist: USA) annast um varnarmál. Sorrý, það er runninn upp nýr tími. 

Arnar Þór Jónsson, 1.3.2025 kl. 19:32

9 identicon

Ég met þig frekar útfrá þeim sem þú styður og fylgir en því sem þú segir um sjálfan þig. Þar fer hljóð og mynd ekki saman.

Glúmm (IP-tala skráð) 1.3.2025 kl. 21:47

10 identicon

Líklega er engin að átta sig á þessari fullyrðingu hjá Þér Glúmm. "Ég met þig frekar útfrá þeim sem þú styður og fylgir en því sem þú segir um sjálfan þig. Þar fer hljóð og mynd ekki saman."

Það er ekki eins og þú sért á sömu skoðun og Arnar!  Sé ekki að Arnar er eitthvað að tala um sjálfan sig hérna heldur frekar að segja sína skoðun. Þú getur verið  honum ósammála sem þú virðist vera í öllum þínum skrifum sem er réttilega þín réttindi og allt gott um það að segja. En kannski best fyrir þig að kommenta minna á blogginu  ef þú hefur ekkert vitsæmilegt að segja.

En flottur bottur engu að síður. :)

Trausti (IP-tala skráð) 2.3.2025 kl. 00:20

11 identicon

Hvað er hægt að segja um mann sem fylgir og styður einhvern en segist hafa anandstæða skoðun? Það er ekki hægt að vera stuðningsmaður en samt ósammála skoðunum og stefnumálum. Það sem Arnar segist vera passar ekki við hverja hann styður. 

Glúmm (IP-tala skráð) 2.3.2025 kl. 01:00

12 identicon

Engin að átta sig á þessu bulli hjá þér Glúmm... Best væri að sleppa að kommenta en ef þú endilega vilt þá skaltu láta einhvern fara yfir skrifin þin. 

Trausti (IP-tala skráð) 2.3.2025 kl. 02:37

13 identicon

Trausti, ég held þú talir ekki fyrir aðra en þig sjálfan.

Glúmm (IP-tala skráð) 2.3.2025 kl. 03:05

14 Smámynd: Arnar Þór Jónsson

Glúmm, þú þarft að líta í eigin barm og hætta að styðjast við falsrök eins og "guilt by association".

Arnar Þór Jónsson, 2.3.2025 kl. 09:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband