Ísland á að standa í báða fætur - og ekki taka þátt í hanaslagnum

Í (ó)menningarheimi þar sem gagnrýnin hugsun á sér fáa málsvara og flestir fylgja fjölmiðlamótuðu meirihlutaáliti hverju sinni, þar sem við eigum að samþykkja að karlar geti breytt sér í konur, þá er kannski ekki við öðru að búast en að okkur sé sagt að stríð sé friður. Í (ó)menningarheimi nútímans hrærumst við í samfélagi þar sem ríkisreknir fjölmiðlar ala á óvild og hatri í anda 1984 Orwells, þar sem fólkið sameinaðist eingöngu í daglegum hatursstundum. Einn daginn kalla ritstjórar dagblaða (nú á Alþingi) eftir frelsisskerðingu þeirra sem hugsa sjálfstætt og neita að beygja sig undir einhliða áróður, annan daginn er hatast við þá sem vilja frið en ekki stríð og sakaðir um að vera Pútínistar fyrir að vilja hleypa fólki að samningaborði í von um að leysa megi deilur með orðum í stað ofbeldis. Það sem var svart í gær er hvítt í dag. Eftir áralanga þjálfun í andlausu skólakerfi hafa flestir tileinkað sér að fylgja meirihlutanum, jafnvel til illra verka.þá og nú

Hvað er núverandi utanríkisráðherra örríkisins Íslands að gera á fundum með öðrum "leiðtogum" í Evrópu núna, annað en hræra með þeim í pottum haturs, ótta og vígbúnaðar? Færi ekki betur á því að hún talaði sem friðflytjandi, í anda krossmarksins sem hún skartar iðulega (a.m.k. í íslenskum fjölmiðlum)? Utanríkisráðherra er holdgervingur þess veiklyndis og hjarðhegðunar sem plagar nútímamenn og leiðir þá á glapstigu. skífurit

Ísland stendur ekki aðeins á jarðfræðilegum mótum Ameríku og Evrópu. Við stöndum á menningarsögulegum tímamótum, þar sem næstu vikur / mánuðir gætu ráðið úrslitum um framtíð Íslands í bráð og lengd. Ætlum við að fylgja Evrópu í átt til stigmögnunar stríðsátaka, hvassyrts málflutnings, þar sem alið er á óvild í garð nágranna okkar til austurs og vesturs, til að magna upp ófrið, ótta og óvild í garð Bandaríkjamanna og Rússa? Eða ætlum við að standa áfram á mörkum þessara tveggja heima og eiga góð, vinsamleg og friðsamleg samskipti við austur og vestur sem skínandi ljós friðar, sátta og samlyndis, þar sem niðurstaða er fengin með samtali en ekki ofbeldi?

Íslendingar, með alla sína merku sögu um stofnun Alþingis 930 og þær lagalegu og menningarlegu rætur sem sá atburður spratt upp úr, gæti verið sú þjóð sem með trúverðugum hætti leiðir stórveldin í rétta átt. Með heilalausri endurtekningu á talpunktum ESB er núverandi utanríkisráherra að eyðileggja þetta fyrir okkur. Ef hún vill fá dæmi um skynsamlegri ræður, þá er hér eitt ágætt dæmi


mbl.is „Evrópa þarf að stíga upp“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Arnar.

Í ómenningarheimi þá afneitum við sögunni, sem og trú okkar og þeirri reisn að segjast vera kristinn.

Kristið fólk hefði ekki fórnað Tékkum á altari hundheiðinna nasista, kristið fólk lærir af sögunni.

Þess vegna veit það að friðarafstaða Kvekara í gegnum tíðina er aðeins ávísun á eitt, heim ofbeldis og kúgunar.

Heldur stendur það ístaðið á móti.

Mér finnst ekki beint Arnar að þú standi það ístað.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.3.2025 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og sex?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband