5.3.2025 | 21:03
Eru þessi verðlaun að fara til réttra blaðamanna?
Þessi frétt hérna hlýtur að vera einhvers konar grín ... eða að það vantar eitthvað í hana ... eða að mér er að yfirsjást eitthvað.
Getur verið að Stefán Einar sé ekki tilnefndur, þótt hann hafi fært aðhaldshlutverk fjölmiðla upp á nýtt plan með beinskeyttum viðtölum í Spursmálum Morgunblaðsins? Getur verið að Andrea Sigurðardóttir sé ekki tilnefnd þótt hún hafi afhjúpað Ingu Sæland svo eftirminnilega í viðtali um styrkjamálin? Getur verið að Frosti Logason sé ekki tilnefndur þótt hann hafi unnið þrekvirki í íslenskri blaðamennsku með hispurslausri umfjöllun um mál sem fæstir aðrir hafa hugrekki til að ávarpa? Hvað með Andrés Magnússon? Þetta eru bara örfá dæmi. Fleiri má nefna og ég hvet lesendur til að nefna fleiri til þessarar sögu.
Hér er nýjasti þáttur Frosta kominn í loftið ... og hann er góður eins og alltaf, þótt viðmælandinn sé brokkgengur!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning