Hver er hinn raunverulegi óvinur?

Frammi fyrir óvissu og stríðsógn virðist ríkisstjórn Íslands ætla að halla sér í átt til ESB samhliða því að tala af óvirðingu um Bandaríkin. Talsmenn ESB hafa gefið það út að nú eigi að verja hundruðum milljarða evra í vopnakaup og gefið í skyn að þar með stígi ESB fram á völlinn sem stórveldi (e. superpower). 

Fyrirætlanir þessar þurfa að skoðast í raunhæfu ljósi: ESB hefur framið efnahagslegan sjálfsskaða síðustu ár, m.a. vegna "grænnar" þráhyggju, og fyrir vikið orðið háð öðrum ríkjum um orku. Evrópsk stjórnmál hafa litast af annarri og ekki síður skaðlegri þráhyggju, þ.e. woke-isma, sem hefur gert lagaumhverfið flóknara, íþyngt stjórnsýslu og ruglað dómaframkvæmd (því nú eiga sumir að vera jafnari en aðrir fyrir lögunum). Báðar þessar þráhyggjur hafa grafið undan iðnaðarframleiðslu í ESB með þeim afleiðingum að efnahagurinn hefur verið á stöðugri niðurleið. ESB framleiðir sjálft engin verðmæti, en hefur framkallað ofvöxt skrifstofuveldis um allt meginlandið sem leitt hefur til aukins skrifræðis og minni skilvirkni. Ofvöxtur í regluverki hefur leitt til minna gagnsæis og þar með dregið úr fyrirsjáanleika laga og réttaröryggi. Leynt og ljóst hefur ESB grafið undan fullveldi aðildarríkjanna og sýnt metnað til að verða sambandsríki að Bandarískri fyrirmynd. Stöðugur áróður í þessa veru hefur grafið undan þjóðarstolti og föðurlandsást. Því er óljóst hvar ESB ætlar að finna hermenn til að marsera með öll dýru vopnin þegar þau verða tilbúin, því vandfundinn er sá maður (utan mögulega Viðreisnar og Samfylkingar) sem elskar ESB svo mikið að hann vilji fórna lífi sínu fyrir stjörnufána þess.  

En nútíminn er orðinn svo klikkaður að við virðumst þurfa að skilja "Orwellísku" til að átta okkur á málflutningi ráðamanna sem fullyrða að stríð sé friður og að hatur sé ást. Nú eiga allir að sameinast í hatri á forseta Bandaríkjanna sem framdi þann "glæp", fyrstur þjóðarleiðtoga frá því stríðið hófst, að kalla eftir friðarviðræðum og stríðslokum. 

Frá upphafi stríðsins hafa hundruðir þúsunda verið drepnir og í því samhengi má alls ekki nefna að ESB hefur á sama tíma greitt Rússlandi meira en 170 milljarða Evra fyrir gas og olíu. 

Frammi fyrir öllu þessu ráðlegg ég Íslendingum að slökkva á "fréttum" Rúv og annarra stöðva sem boða hatur í garð sumra en ekki annarra. Í þögninni getum við svo spurt okkur: "Hver er hinn raunverulegi óvinur?" Betur fer á því að hver og einn svari þeirri spurningu fyrir sig en láti ekki sérfræðinga ríkisstyrktra fjölmiðla stýra för. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

"vilji fórna lífi sínu"

Leiðtoganir ætlast alltaf til að aðrir færi fórnir til að styðja hugsjónir þeirra í þessu tilfelli um varanlegan frið í Úkraínu
en í þeirra heimi er líka hugtakið jákvæð mismunun fullkomnlega eðlilegt

Grímur Kjartansson, 8.3.2025 kl. 09:57

2 identicon

Það virðist sem skilyrðislaus uppgjöf í anda Trumps, eins og undanlátssemi að hætti Chamberlains, hafi verið hafnað. Og menn virðast tregir til að treysta bara á loforð frá manni sem hefur svikið öll fyrri loforð og samninga. En það verða sjálfsagt stöðugt einmanna raddir sem boða frið, ást og samvinnu í anda Quislings.

Glúmm (IP-tala skráð) 8.3.2025 kl. 13:23

3 Smámynd: Arnar Þór Jónsson

Gloom, þú dregur aldeilis ekki af þér í stóryrðum og þetta er þess eðlis að ég er ekki viss um að þú myndir treysta þér til að tala svona augliti til auglitis, en ég bendi þér vinsamlegast á að þegar maður er svo lítill í sér að þurfa að fela sig á bak við dulnefni, þá rímar það ekki vel við að viðhafa gífuryrði um annað fólk. Á bak við tjaldið í "Galdrakarlinum í Oz" var pínulítill skrýtinn karl með djúpa rödd. Kær kveðja.

Arnar Þór Jónsson, 8.3.2025 kl. 16:33

4 identicon

Þú ert þá bara ósáttur við að geta ekki komið heim til mín og lamið mig fyrir að vera ekki sammála þér. Eða er það að árangurslítið valdabrölt þitt hefur skilað einhverjum valdamiklum mönnum sem þú getur samt ekki notað til að koma höggi á mig? Ég tel það frekar gáfulegt að nota dulnefni þegar maður á í samskiptum við menn sem virðast leynt og ljóst dást að og boða undirgefni við hefnigjarna stjórnendur, einræðisherra, stríðsglæpamenn og harðstjóra.

Eins og þú sérð þá dró ég nokkuð úr stóryrðum í fyrsta svari, en hóflega notuð gífuryrði eru oft eina rétta svarið. Ég gerði það einnig í þessu svari. Og forðaðist eins og hægt er allar ýkjur.

Glúmm (IP-tala skráð) 8.3.2025 kl. 17:52

5 Smámynd: Arnar Þór Jónsson

Farðu vel með þig félagi, ég vona að þér líði bráðum betur.

Arnar Þór Jónsson, 8.3.2025 kl. 20:25

6 identicon

Sæll Arnar Þór,

"Hver er hinn raunverulegi óvinur?"

Það má segja að það séu m.a.  þessi  skuggastjórnvöld
 og/eða þessar 300 ríkustu fjölskyldur heims er hann dr. John Coleman karlinn hefur skilgreint sem: The Committee of 300 .
Nú og þeirra markmið eru að koma á þessu nýja heimsskipulagi (One World Government eða New World Order).  


“Dr Coleman accurately summarizes the intent and purpose of the Committee of 300 as follows:

A One World Government and one-unit monetary system, under permanent non-elected hereditary oligarchists who self-select from among their numbers in the form of a feudal system as it was in the Middle Ages. In this One World entity, population will be limited by restrictions on the number of children per family, diseases, wars, famines, until 1 billion people who are useful to the ruling class, in areas which will be strictly and clearly defined, remain as the total world population.

There will be no middle class, only rulers and the servants. All laws will be uniform under a legal system of world courts practicing the same unified code of laws, backed up by a One World Government police force and a One World unified military to enforce laws in all former countries where no national boundaries shall exist. The system will be on the basis of a welfare state; those who are obedient and subservient to the One World Government will be rewarded with the means to live; those who are rebellious will simply be starved to death or be declared outlaws, thus a target for anyone who wishes to kill them. Privately owned firearms or weapons of any kind will be prohibited." (https://www.threeworldwars.com/new-world-order.htm)

Who wants to be part of the 313? - General Islamic Discussion - ShiaChat.com

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 9.3.2025 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og tólf?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband