Úreltar kreddur íslenskra (ó)ráðamanna

Nk. mánudag, 17. mars, hefur mér verið boðið á fund utanríkismálanefndar Alþingis til að gera grein fyrir umsögn minni um frumvarp utanríkisráðherra um bókun 35. Umsögnina í heild má lesa hér.

Þótt heimsmyndin breytist nú hratt og atburðarásin bendi til að þjóðríki, sérstaklega örríki eins og Ísland, þurfi að leggja meiri áherslu á styrkingu innviða, matvælaöryggis, eigin orkuframleiðslu og vinsamleg samskipti við nágrannaþjóðir fremur en þátttöku í stríðsrekstri, þá geri ég ekki ráð fyrir öðru en að ég muni á ofangreindum fundi tala fyrir daufum eyrum ráðherra og þingmanna sem nánast allir hafa kokgleypt úreltar kreddur, nánar tiltekið um það að Íslendingar verði að leyfa alþjóðlegum stofnunum og ráðandi hugmyndafræði hvers tíma að ráða för, í stað þess að miða stefnumörkun við það sem best hefur reynst í tímans rás, efla íslenskan efnahag og hlúa að landsmönnum áður en farið er að senda milljarða úr landi í svarthol sem enginn sér til botns í. 

Birgir Steingrímsson formaður "Orkunnar okkar" fjallar um einn þátt þessa vanda í Morgunblaðsgrein í dag, þar sem hann leggur áherslu á að aðild að orkupökkum ESB sé að skaða íslenska hagsmuni. Þar segir m.a.: "Orkupakkar ESB hafa eingöngu orðið til skaða fyrir íslenskan almenning og munu hægt og rólega draga úr getu landsins til að byggja upp samfélag sem hefur verið eitt það besta í heimi þegar forræðið á helstu auðlind landsins færist úr landi. Afleiðingarnar eru ófyrirsjáanlegar."

Meirihluti alþingismanna hefur stutt óráðamenn síðustu ríkisstjórnar og núverandi í því að stuðla að óstjórn í fjármálum ríkis og sveitarfélaga, grafa undan Alþingi, veikja landamæraeftirlit (samhliða því að auka eftirlit með almennum borgurum!), hefta orkuframleiðslu, hvetja alla í lyfjasprautur sem gerðu sennilega meira ógagn en gagn, gefa til kynna að til séu fleiri en 2 kyn o.s.frv. Meðan ráðamenn þessarar þjóðar kjósa að hafa áttavitann kolrangt stilltan mun Ísland sogast nær þeirri hættulegu straumröst ófriðar og blindrar kreddu sem nú ógnar framtíðarhagsmunum lands og þjóðar. 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Meiriháttar góð og vel skrifuð grein, sem tekur á vandamálunum og "lausatökunum" í stjórnkerfinu okkar.  Þó finnst mér Alþingi alls elli veita Ráðherrum landsins það AÐHALD sem þeim er ætlað samkvæmt STJÓRNARSKRÁNNI. sem dæmi má nefna að sumir Ráðherrarnir hafa ráðstafað HÁUM fjárhæðum í styrki til Úkraínu sem enginn veit hvað verður um og þetta er allt ger ÁN ÞESS AÐ ALÞINGI HAFI VEITT NOKKRA HEIMILD svona ráðstöfun gengur ALGJÖRLEGA GEGN STJÓRNARSKRÁNNI, SEM ALLI ÞINGMENN OG RÁÐHERRAR HAFA UNNIÐ EIÐ AÐ.  KANNSKI VEITTI EKKERT AF ÞVÍ AÐ ALLIR ÞINGMEN OG RÁÐHERRAR ENDURNÝJUÐU ÞENNAN EIÐ VIÐ UPPHAF HVERS ÞINGS????????

Jóhann Elíasson, 14.3.2025 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband