EUSSR?

Á meðan unnið er hörðum höndum að framsali ríkisvalds úr landi til að greiða götuna fyrir framsali á auðlindum Íslands til útlanda, ræða alþingismenn í tæplega 5 klukkustundir um plasttappa. Hvað skýrir þessa áframhaldandi niðurlægingu Alþingis? Hér eru tvær vangaveltur mínar á sunnudagsmorgni: eussr

1. Breski sagnfræðingurinn og rithöfundurinn C. Northcote Parkinson hélt því fram, í gríni og alvöru, að sá tími sem varið er í umfjöllun um mál á stjórnarfundum sé í öfugu hlutfalli við vandann sem við er að fást. Sem dæmi nefndi hann að ákvörðun um hvort byggja ætti kjarnaofn gæti tekið nokkrar mínútur, en sömu menn gætu svo rætt í hálftíma um hönnun reiðhjólaskýlis og kostnað slíkrar byggingar. Munurinn er sá að menn vita hvað reiðhjólaskýli er (og plasttappar) og treysta sér í umræðu um það sem þeir skilja.

2. Nýtt stjórnarfar er orðið til á Íslandi þar sem allar ákvarðanir sem verulegu máli skipta eru teknar erlendis. Íslenskir ráðamenn vilja hafa ráðamenn ESB yfir sér, jafnvel þótt stjórnarfarið í Brussel beri óþægilegt svipmót ráðstjórnarríkjanna sálugu: 

  • ESB líkist Svovétinu í því hvernig ólýðræðislegt skrifstofuveldi ákvarðar stefnur án almennrar umræðu og án lýðræðislegrar ábyrgðar. Dæmi: Framkvæmdastjórn ESB lýtur litlu sem engu lýðræðislegu aðhaldi. 
  • Andmæli gegn rétttrúnaði ESB eru ekki umborin. Fjórfrelsið skal blíva og er óhagganleg kredda, sem yfirtrompar í framkvæmd jafnvel stjórnarskrárákvæði aðildarríkja. 
  • Miðstýrð efnahagsstjórn ESB líkist áætlunarbúskap Sovétríkjanna. Rétt eins og í Sovét hefur þetta leitt til óskilvirkni og efnahagslegra niðursveiflna.  
  • Fullveldi aðildarþjóða er verulega skert með hagfræðilegum og pólitískum samruna. 
  • Lýðræðislegur vilji almennings er vanvirtur, sbr. það hvernig ESB hefur horft fram hjá niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslna og endurtekið kosningar þar til "rétt" niðurstaða fæst. Mögulega þýðir þetta að halda þurfi margar þjóðaratkvæðagreiðslur um ESB-aðild Íslands.
  • Sovétríkin framfylgdu hugmyndafræði Marx og Leníns af mikilli hörku. Samruni aðildarríkja er með sama hætti nokkurs konar rétttrúnaðarkredda hjá ESB. 
  • Í Sovétinu voru efasemdamen stimplaðir sem "óvinir framfara". Efasemdamenn um evrópusamruna eru stimplaðir sem vitleysingar eða öfgamenn.

Í tilviki Sovétríkjanna hrundu þau vegna innri veikleika. Þrátt fyrir augljósa innri veikleika ætlar núverandi ríkisstjórn að draga Ísland um borð í þetta sökkvandi skip. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Arnar Þór,
Þar sem þú ert að skrifa um þetta, þá vildi ég deila þessari mbl. grein hérna frá árinu 2012.
KV. Þorsteinn.



"Elítan er á bakvið ESB og báknið fyrir elítuna

"Hinn leynilegi Bilderberg hópur sem kenndur er við hótel í Hollandi kom fyrst saman 1954, einn af upphafsmönnum hópsins var Joseph Retinger, og síðan kom þessi leynilegi hópur sér saman um að skapa Evrópska Efnahagsbandalagið. Árið 1957 var Rómarsáttmálinn svo undirritaður er skapaði grundvöllinn fyrir Evrópska Efnahagsbandalagið og arkitektinn á bakvið hann var enginn annar en Bilderbergerinn Joseph Retinger, síðan komu allar hugmyndir að Evrópusambandinu (ESB) frá Bilderberg hópnum, þeas. Maastricht sáttmálinn, Evrópska myntbandalagið og ásamt ESB Banka (The Global Economic Crisis eftir Michel Chossudovsky og Andrew G. Marshall, bls 267-269). Í gögnum sem opinberuð voru 2001 frá fimmta og sjötta áratugnum kemur fram að stórar fyrirtækjasamsteypur ásamt Ford og Rockefeller stofnunum hafi staðið fyrir fjárhagslegum stuðningi við að koma á Evrópu þingi og sameiginlegri mynt. Formaður Bilderbergs hópsins Etienne Davignon viðurkenndi í EU Observer 16. mars 2009, að Evran hafi verið rædd á fundum allt frá miðjum fimmta áratugnum og menn hafi ákveðið að koma Evrunni á sem sameiginlegri mynt, en hún komst svo á 1998. Lissabon Sáttmálinn öðru nafni Stjórnarskrá ESB frá 2004 var reyndar í aðalatriðum rituð af Bilerbergernum og fyrrum forseta Frakklands Valéry Giscard d’Estaing er lýsti því yfir í Independent. Það er reyndar haft eftir honum, að Evrópuráðið breytti upprunalegu Stjórnarskrá ESB yfir í þennan Lissabon sáttmála með því að skipta öllu efninu niður í aðskilda kafla (Independent 30 okt. 2007). Þannig var reynt að koma öllu efninu inn aftur svo ESB fengi frekari völd yfir fullveldi aðildarríkja. Í þessum sáttmála kemur fram að ESB eigi að hafa forseta og ekki leið á löngu uns hann var skipaður á bakvið tjöldin því að eftir Bilderbergfundinn 2009 er Hermann Van Rumpuy sótti reyndar var hann svo skipaður sem forseti ESB. Fyrsta ræða hans sem skipaðs forseta ESB fjallaði um, að loftslagsráðstefnan í Kaupmannahöfn væri fyrsta skrefið fram á við í átt til heimsstjórnar. Það er hins vitað að menn eru ekki kosnir í þessa strengjabrúðu Framkvæmdarstjórn ESB heldur skipaðir á bakvið tjöldin, og mikið af þeim ef ekki allir hafa sótt Bilderberg fundi, eins og t.d. þá Olli Rehn, José Manuel Barroso og Peter Mandelson svo einhver nöfn séu nefnd. Þrátt fyrir að það muni líklegast kosta um 8% af vergi þjóðarframleiðsla að vera í þessu ESB eða álíka mikið og Bretar greiða árlega til ESB þá skiptir það Evrópusinnum hér engu máli. Því að aðalatriðið er bara að komast inn sama hvað svo hægt sé að byrja á því að greiða til báknsins og öllum þessum skipuðum strengjabrúðum elítunnar svo og skipuðum mönnum í ESB banka, ESB dómstóla og hvað eina.

Lokatakmarkið er Sósíalista Einræði á heimsvísu

Þrátt fyrir að vitað sé til þess að elítan sé á bakvið ESB þá er það almennt vitað að elítan heldur uppi ýmsum öðrum félögum og samtökum öðrum en Bilderberg hópnum eins og td. Trilateral Commission og Council of Foreign Relation (CFR) er vinna einnig að því koma á þessu Fabianiska Sósíalista Einræði. Gordon Brown fyrrum forsætisráðherra hefur reyndar talað um að umbreyta Sameinuðu þjóðunum, Alþjóðabankanum, Alþjóðagjaldeyris-sjóðinum og öllum G7 ríkjunum yfir í Nýja Heimsskipulagið (New World Order, NWO) og fleiri ESB sinnar eins og td. fyrrum forseti Frakklands Sarkozy hefur talað um að koma á Heimsríkisstjórn á sömu nótum og Gordon Brown. Gideon Rachman yfir Financial Times hefur reyndar óskað eftir því að ESB fyrirkomulagið færi yfir á heimsvísu ('go global'). Í fréttum frá því mars 2005 lýstu forsetar Mexico, Kanada og Bandaríkjanna yfir að koma á Norður Ameríku efnahags og öryggis samfélaginu 2010 (2001-2009.state.gov/p/wha/rls/prsrl/2005/69850.htm). Síðan gaf CFR út skýrsluna “Building a North American Community” en í henni kemur fram að unnið skuli að ‘dýpri aðlögun’ að myndun Norður Ameríku Samfélagsins (cfr.org/canada/building-north-american-community/p8102). Í Ameríku ráðinu (Council of the Americas) vinna stjórnarmenn stórfyrirtækja að þessari aðlögun. Á þessu að dæma þá virðist stefnt að þessu Norður Ameríku Sambandi (NAU) sem reyndar fyrrum seðlabankastjóri Kanada hefur mælt með. Í bókinni Union Now eftir Clearence K. Streit frá árinu 1939 er mælt með að koma á Trans- Altanshafsráði áður svo hægt sé að koma á Heimsríkisstjórn. Þegar þetta er skrifað er ekki vitað hvernig þetta á eftir að þróast með öll þessi sambönd Evrópusambandið, Afríku-sambandið og Asíusambandið, en þann 20. apríl 2007 undirrituðu þau Angela Merkel kanslari Þýskalands og forseti Evrópuráðsins, Barroso forseti framkvæmdarstjórnar ESB og Bush forseti samkomulag milli Bandaríkjanna og ESB um að koma á Trans-Altanshafs efnahagsaðlögun og ráði. Það má því segja að spádómur munksins Paisios frá Athos hafi komið fram með að síonista banka- og viðskipta elíta stjóni ESB á bakvið tjöldin. Vonandi kemst þessi Heimsríkisstjórn Nýja Heimsskipulag (NWO) aldrei á þar sem banka- og fyrirtækja elítur eða fyrirtækjaismi (Corporatism) hefur öll völdin. (Greinin "Elítan er á bakvið ESB og báknið fyrir elítuna" birtist í MBL. þann 8. ágúst 2012.)

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 16.3.2025 kl. 15:58

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ástæðan fyrir þessari löngu umræðu um plasttappana hafði ekkert með tappana sjálfa að gera heldur var þetta málþóf í þeim tilgangi að tefja fyrir því að næsta mál á dagskránni sem snerist um búvörulög kæmist til umræðu.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.3.2025 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og einum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband