20.3.2025 | 22:27
Eru veikgeðja karlar og herskáar konur að stefna okkur í stríð?
Ég hef verið einn af þeim sem í einlægni hef fagnað þátttöku kvenna í stjórnmálum og fjölgun kvenna í áhrifastöðum því ég hef trúað því að þær færðu með sér nauðsynlega mildi, víðsýni og kærleika, sem Ísland og heimurinn þurfa svo sárlega á að halda. Því miður sýnist mér reynslan benda í aðra átt, sbr. framgöngu síðustu tveggja kvenutanríkisráðherra Íslands og það hvernig "forkonur" á Alþingi virðast nýta tækifærið til að höggva hver í aðra hvenær sem færi gefst. Eru konur þá ekkert mildari en karlarnir? Eða sannast hér kenning Margaret Mead um það að karlar verði mýkri með aldrinum en konurnar harðni?
Dæmi 1: Kaja þessi Kallas virðist a.m.k. ekki minna herská en Þorgerður Katín og Þordís Kolbrún.
Dæmi 2: Forsætisráðherra Breta er algjör búðingur sem finnst gaman að klæða sig upp og leika harðan nagla. Lesendur mega gera upp við sig hvort nann sé trúverðugri með plastgrímu til að verjast covid eða skotheldu vesti til að verjast í beinum átökum.
Hvað erum við að horfa á hérna? Í leit að svörum rifjast upp eitthvað sem ég las fyrir 30 árum um það að í hernaði væri vænlegt til árangurs að gera geldinga að herforingjum, því þeir væru grimmari en annað fólk.
Persónulega er ég farinn að sætta mig við að ég búi í kexrugluðum heimi þar sem öllu hefur verið snúið á hvolf: Konur eru karlar og karlar eru konur, fáviska er styrkur, stríð er friður og vanhæft fólk situr við stjórnborðið. Þá er ekki annað að gera en að spenna sætisbeltið og vona að þetta reddist ... einhvern veginn.
![]() |
Kristrún skuldar útskýringar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Besta við myndina af þessum bjána með plastgrímuna er fólkið
í bakgrunninum. Nýtur þess að vera úti í náttúrunni, andandi að sér
fersku lofti á meðan forsætisráðherran tekur þátt í einu mesta svindli
sem sést hefur í fjölda ára og heldur að hann sé varin með gagnlausri plastgrímu
gegn tilbúnum heimsfaraldri.
Sigurður Kristján Hjaltested, 21.3.2025 kl. 00:28
Já geldinngar? Mig minnir að þeir syngju svo afskaplega vel og gamla gufan spilaði oft undur falleg lög með kórum þeirra,sem ég man ekki hvað kölluðust; Ég bÍö allavega eftir vori í brekkunni minni.
Helga Kristjánsdóttir, 21.3.2025 kl. 01:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning