Af landráðum

Að gefnu tilefni og í framhaldi af spurningu sem til mín var beint á fésbókinni um frumvarpið um bókun 35 vil ég segja þetta: 

Á fundi með utanríkismálanefnd Alþingis sl. mánudag minnti ég þingmenn á að þeir sækja umboð sitt til íslenskra kjósenda. Í því umboði felst engin heimild til að afhenda stjórnartauma, ríkisvald og löggjafarvald, í hendur erlendra valdastofnana. Ég tel að frumvarpið um bókun 35 sé ófullburða, vanhugsað og standist ekki gagnvart mikilvægustu grundvallarreglum stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944. Því ber þingmönnum skylda til að stöðva frumvarpið í nefnd. Takist það ekki ber þingheimi að kjósa gegn því að frumvarpið verði að lögum, því það felur í raun í sér aðför að stjórnskipun íslenska lýðveldisins. Að öðrum kosti bregðast þingmenn því drengskaparheiti sem þeir hafa unnið að stjórnarskránni og væru með því, í reynd, að grafa undan henni eftir stjórnskipulega ólögmætum og ólýðræðislegum leiðum sem allt eins mætti líta á sem brot gegn öryggi og sjálfstæði lýðveldisins Íslands, sem jafna mætti við ólögmæta ríkisvaldsyfirtöku, sem ótvírætt hefði ófyrirsjáanlegar og mögulega grafalvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir samfélagið allt.landráð

Landráð er stórt orð, en vísar til þess þegar menn fremja verknað sem miðar að því að "ráða íslenska ríkið undir erlend yfirráð". Þótt stjórnarskráin nefni landráð ekki sérstaklega þá leggur hún grunninn að völdum og ábyrgð (og þar með fullveldi) íslenska lýðveldisins. Athafnir ráðamanna sem brjóta gegn fullveldinu og stjórnskipun landsins kunna að því að falla undir skilgreiningu á landráðum og fyrir það væri unnt að saksækja hlutaðeigandi á grundvelli X. kafla alm.hgl. nr. 19/1940.

 


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Arnar.

Enn og aftur er ég þér sammála og því hef ég satt best að segja ekki látið skoðanakannanir hræða mig frá að kjósa þig, en ég verð að bæta því við að það eru nokkrir aðrir svartir fordæmdir sauðir sem í raun og veru eru alveg á líkri eða sömu þjóðernislínunni og er ég þar t.d. að tala um Ástþór Magnússon og Guðmund Franklín sem báðir hafa spreytt sig og þar fyrir utan margir sem láta í sér heyra reglulega hér á blogginu, t.a.m. Jón Magnússon o.fl. o.fl.

Er enginn flötur á þeim möguleika að þið kapparnir getið sameinið krafta ykkar í eitt öflugt Íslands framboð í anda orðatiltækisins: "Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér"

Jónatan Karlsson, 21.3.2025 kl. 10:29

2 identicon

Hver, sem sekur gerist um verknað, sem miðar að því, að reynt verði með ofbeldi, hótun um ofbeldi, annarri nauðung eða svikum að ráða íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend yfirráð, eða að ráða annars einhvern hluta ríkisins undan forræði þess, skal sæta fangelsi ekki skemur en 4 ár eða ævilangt.

Þannig hljóðar öll lagagreinin sem þú vitnar í. Að kasta fram ásökunum um landráð er vinsælt þegar rök skortir fyrir andstöðu við athafnir stjórnvalda. Og þá jafnvel vitnað í setningarbrot úr samhengi við alla málsgreinina.

Glúmm (IP-tala skráð) 21.3.2025 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og fimmtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband