Guð blessi Ísland

Á yngri árum, þegar meira traust ríkti í samfélagi okkar, fékk ég oft að kíkja inn í flugstjórnarklefa og sjá flugmennina að störfum. Undantekningalaust fylltist ég öryggiskennd við að sjá að þar var allt í traustum höndum fagmanna. Þetta rifjaðist upp þegar ég gekk út af fundi utanríkismálanefndar Alþingis sl. mánudag og hugsaði: "Stjórn landsins er ekki í höndum fagfólks sem veit hvað það er að gera, þvert á móti gætir yfirgripsmikillar vanþekkingar hjá þingmönnum um undirstöður stjórnskipunar okkar og vandaða lagasetningarhætti." Fundurinn fyllti mig m.ö.o. óöryggi, því eins og þingið er nú skipað hefur það ekki raunhæfa burði til að veita ríkisstjórninni viðunandi eftirlit og aðhald. 

Og talandi um ríkisstjórnina, þá hafa atvik þróast þannig sl. daga að hún stendur á jafnvel enn veikari fótum en okkur grunaði. ESB flokkarnir tveir sitja uppi með "lík í lestinni", þ.e. "Flokk fólsins". Án þess að ég vilji gefa mig út fyrir að vera sérfræðingur í líkamstjáningu, þá mátti lesa nokkuð skýrlega út úr blaðamannafundi "Valkyrjanna" í gær að Kristrún og Þorgerður hafa misst þolinmæði gagnvart Ingu Sæland og flokki hennar, því flokkurinn er svo illa mannaður að hann telst vart húsum hæfur í stjórnarráðinu og hvert klúðrið hfeur því rekið annað. Með "vin" eins og "Fokk fólksins" þurfa ESB flokkarnir enga óvini og komast ekkert áleiðis með sín mál. Það blasir raunar við nú því fjármálaáætlunin er ófullburða og fátt verið afrekað annað en að ferðast til útlanda til að lýsa yfir hollustu við Brussel-valdið og erlenda hermangara. Milljarðanir sem þannig er búið að ráðstafa til stríðsreksturs í bága við 2. mgr. 92. gr. almennra hegningarlaga hefði betur mátt nýta til að efla íslensku lögregluna sem stendur vanmáttug gagnvart ofbeldisglæpum og skipulagðri glæpastarfsemi almennt.  

Þegar (ekki ef) Flokki fólksins verður skipt út úr ríkisstjórninni munu ESB flokkarnir vart eiga annan valkost en að reyna að fá hinn svokallaða "Sjálfstæðisflokk" til samstarfs. Þórdís Kolbrún verður væntanlega fús til slíks samstarfs, enda mun hún hafa lýst því yfir nú fyrir stuttu að henni hugnist ESB aðild Íslands ekki illa. Ekki er óhugsandi að fleiri ESB sinnar í þingflokki XD muni þá "koma út úr skápnum". Skrefið verður a.m.k. stutt fyrir þá þingmenn XD sem lýst hafa stuðningi við frumvarpið um bókun 35. Allir þessir þrír flokkar eiga það nú sameiginlegt að tala fjálglega um gildi hins "frjálsa markaðar" en telja þó að hann verði best varinn með því að drekkja fyrirtækjum í þykkum bunkum af regluverki frá Brussel! Þingmenn XD, eins og þingmenn ESB flokkanna, hafa stutt fjáraustur í stríðsrekstur, loftslagssjóði og erlenda þróunaraðstoð á meðan innviðir Íslands, þ.m.t. vegakerfið, grotna niður. Ríkisstjórn ESB flokkanna og XD mun sömuleiðis geta verið samstíga í því að halda áfram marxískri innrætingu í miðstýrðu skólakerfi Íslands og að afhenda erlendum stofnunum stefnumörkunarvald á sviði heilbrigðismála, auk þess að halda áfram að fjölga ríkisstarfsmönnum og þenja út ríkisstofnanir með tilheyrandi skattahækkunum, auk þess að leggja drög að íslenskum her!

Guð blessi Ísland.  


mbl.is Stunguárás á Ingólfstorgi: Tveir fluttir á sjúkrahús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

AMEN.

Sigurður Kristján Hjaltested, 22.3.2025 kl. 20:02

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og tveimur?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband