25.3.2025 | 09:29
Gangi okkur öllum reglulega vel
Þegar rætt er um varnir Íslands er gott að horfa til nágrannaþjóða til samanburðar, því engum er greiði gerður með umræðu sem er óraunveruleikatengd. Áður en hlaupið er til og farið í að kaupa vopn og byggja herstöðvar getur verið gagnlegt að skoða hvað sé raunhæft þegar kemur að herkvaðningu almennings.
Í breska hernum eru yfir 70.000 manns. Af þeim fjölda er áætlað að færri en 19.000 menn teljist "vopnfærir", því hinir eru væntanlega skrifstofumenn o.þ.h. Bretar eru 68,5 milljónir talsins. Íslendingar munu nú vera tæplega 400.000 talsins. Vopnfærir menn á Íslandi meðal allra þeirra sem mögulega væri unnt "að kalla til þjónustu" væru samkvæmt þessu í mesta lagi rúmlega 100 að tölu. Í þessum samanburði er litið fram hjá því að Bretar státa af rótgrónum hernaðarhefðum, en Íslendingar ekki.
Í þessu er heldur ekki tekið tillit til þess að íslensk stjórnvöld með aðstoð fjölmiðla hafa um árabil grafið undan ást landsmanna á landinu sínu og dregið upp þrískipta mynd af hinu pólitíska landslagi, þar sem menn eru ýmist vinstri menn, alþjóðasinnar (ESB sinnar) eða "hægri öfgamenn". Í breyttu alþjóðlegu landslagi neyðist þetta fólk nú til að skipta um tón og nú gerist það hratt. Ný forsíða Stern og herskár talsmáti íslenskra ráðamanna eru til marks um það. Áherslubreytingar stjórnvalda ættu að vekja okkur til umhugsunar og aðgátar.
![]() |
Lögregla gæti kallað almenning til þjónustu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mér sýnist að þarna verði borgaraleg óhlýðni til mikilla trafala fyrir yfirvöld.
Þau hafa verið að kúka of mikið á andlitið á almenningi undanfarna áratugi, svo einungis vanhæfustu einstaklingarnir munu vinna með þeim. Og þá eingöngu til þess að brenna Teslur, sem ég sé ekki fyrir mér að ríkið fari í á næstunni.
Ásgrímur Hartmannsson, 25.3.2025 kl. 16:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning