27.3.2025 | 08:08
Grafið undan íslensku dómsvaldi
Stjórnarskrá Íslands heimilar ekki framsal ríkisvalds úr landi, hvorki löggjafarvalds, framkvæmdavalds né dómsvalds. Um áratugaskeið hefur EES samningurinn þó grafið undan íslensku löggjafarvaldi með hömlulausu innstreymi erlendra lagareglna, þar sem Alþingi á ekki frumkvæði að reglunum sem innleiddar, auk þess að geta hvorki aðlagað þær með viðunandi hætti né afnumið. Komi til þess nú í vor að Alþingi geri efni frumvarpsins um bókun 35 að lögum þá er með því grafið undan íslensku dómsvaldi.
Þar sem stjórnskipun Íslands heimilar ekki framsal ríkisvalds úr landi hafa íslensk stjórnvöld ekki svigrúm til að samþykkja beina réttarverkun Evrópuréttar hérlendis því forgangsréttur erlends réttar samræmist ekki skýrum stjórnarskrárákvæðum, sbr. sérstaklega 2. gr. stjskr. Þar sem ekki var unnt að samræma, í meginmáli EES samningsins, þau ólíku sjónarmið sem hér vegast á, var farin sú leið að útfæra millileið, sem sett var í bókun 35. Með bókun 35 var m.ö.o. komið til móts við afstöðu Íslands og annarra EFTA ríkja um fullveldi hvað varðar lagasetningu og dómsvald en um leið reynt að tryggja réttarsamræmi. Með frumvarpi utanríkisráðherra um bókun 35 er lagt til að Alþingi lögleiði reglu um almennan forgang EES-reglna hérlendis. Slíkt ákvæði fæli í sér grundvallarbreytingu á íslenskum rétti, þar sem íslenskir dómstólar munu ekki lengur hafa neitt vald til samræmisskýringar ef íslensk lög stangast á við EES reglur. Þess í stað er lagt til að líta beri alfarið fram hjá skýrum íslenskum lagaákvæðum sem mæla fyrir um annað en EES-reglur. Túlkunarvald um þessar EES reglur verður m.ö.o. alfarið eftirlátið erlendum dómstólum.
Samkvæmt 2. gr. stjórnarskrárinnar skal enginn fara með dómsvald á Íslandi aðrir en þeir sem réttilega hafa verið skipaðir í dómaraembætti samkvæmt íslenskum lögum, sbr. 59. gr. stjskr. Frumvarpið um bókun 35 er því ekkert smávægilegt mál, heldur snertir innstu taug stjórnskipunar Íslands.
Ef þingmenn á Alþingi Íslendinga ætla að misvirða stjórnarskrá lýðveldisins með þeim hætti sem hér um ræðir felst ekki aðeins í því aðför að stjórnskipuninni, heldur eru þeir einnig að brjóta gegn því drengskaparheiti sem þingmenn hafa hafa sjálfir undirgengist. Á góðri íslensku heitir þetta trúnaðarbrot í starfi.
Í mannkynssögunni eru mörg dæmi um ríki þar sem stjórnarskrárákvæði voru gerð að innihaldslausu gluggaskrauti og allir vissu að hástemmd orð um sjálfstæði, frelsi og réttindi borgaranna veittu enga vernd, því valdhafar misvirtu þau í framkvæmd. Ekkert þessara ríkja teljast góðar fyrirmyndir fyrir Ísland árið 2025.
Athugasemdir
Það sem ekki er bannað má. Það þarf ekki í lögum og stjórnarskrá að taka fram allt sem er heimilt. Það er mikill munur á því hvort í stjórnarskrá sé ekki heimild eða hvort stjórnarskrá banni. Stjórnarskrá Íslands heimilar ekki margt af því sem við gerum löglega dags daglega. Stjórnarskrá Íslands heimilar ekki útvarps og sjónvarpssendingar til dæmis, og engin heimild er fyrir netvafri í stjórnarskránni.
Glúmm (IP-tala skráð) 27.3.2025 kl. 08:40
"Glúmm" ekki gastu opinberað vanþekkingu þína og almenna heimsku betur en þú gerðir í þessari athugasemd.....
Jóhann Elíasson, 27.3.2025 kl. 09:04
Jóhann, þú heldur sem sagt að sé ekki tekið sérstaklega fram í lögum og stjórnarskrá hvað sé heimilt þá sé allt bannað. Að útgangspunkturinn sé að allt sé bannað og lögin segi okkur svo hvað sé heimilt.
Loðið og villandi orðalag er oft notað til að blekkja fólk. Eins og að segja að eitthvað sem ekki er bannað skorti heimildir í lögum. Vissulega skortir heimildirnar, og margir lesa það þannig að það sé þá bannað þó ekkert í lögunum banni það. Lög segja hvað ekki má og veita almennt ekki neinar sérstakar heimildir fyrir öllu sem má. Ódýrt áróðursbragð sem vinsælt er þegar málstaðurinn er veikur og raunveruleg rök skortir fyrir eldheitri sannfæringu.
Glúmm (IP-tala skráð) 27.3.2025 kl. 13:53
"Glúmm" Það lýsir því alveg hversu þú ert treggáfaður að þú skulir taka þig til og gera mér upp skoðanir og hvernig ég "telji" að hlutirnir séu.. STJÓRNARSKRÁIN ER FYRST OG FREMST LEIÐARVÍSIR UM ÞAÐ HVERNIG SAMSKIPTUM ALMENNINGS OG STJÓRNVALDA SKULI HÁTTAÐ OG LEGGUR LÍNURNAR FYRIR STJÓRNSKIPAN LANDSINS. STJÓRNARSKRÁ LANDSINS TEKUR EKKI Á ÚTVARPS- EÐA SJÓNVARSÚTSENDINGUM. ÞÚ VERÐUR AÐ FARA AÐ KYNNA ÞÉR MÁLIN ÁÐUR EN ÞÚ GERIR ÞIG AÐ FÍFLI MEÐ SVONA BJÁNALEGUM ATHUGASEMDUM.......
Jóhann Elíasson, 27.3.2025 kl. 14:18
Jóhann, ég var að benda á villandi orðanotkun. Fólk með lágmarks lesskilning fattaði það strax.
Ps. Láttu endilega laga lyklaborðið þitt, það koma stundum heilu setningarnar í hástöfum eins og hjá algerum fávita.
Glúmm (IP-tala skráð) 27.3.2025 kl. 15:41
Jóhann, best er að eyða ekki orðum á menn sem eru að grafa sig ofan í holu eins og Gloom karlinn, sem byggir hér skrautlega loftkastala. Vonandi meiðir hann sig ekki.
Arnar Þór Jónsson, 27.3.2025 kl. 15:58
Já Arnar maður á svo sem ekki að vera að skipta sér neitt af svona mönnum og því síður að' setja sig á sama "plan" og þeir eru á...
Jóhann Elíasson, 27.3.2025 kl. 16:22
Já en Arnar, Jóhann vakti aðeins athygli á forheimsku landsölufólks sem telur útúrsnúning tittlingaskítsins vera sniðugan, og hann negli fólk.
Góður pistill Arnar.
Og ekki er sá ber, sem á Jóhann að baki.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.3.2025 kl. 20:44
Ég óttast að 10 milljarða króna hækkun á veiðileyfum mest hjá íslenskum stór útgerðum sé ESB trix svo léttara verði að fá íslensku þjóðina til að samþykkja inngögnu í Evrópusambandið.
Stór útgerðin hótar að hætta fiskvinnslu í landi og sigla með aflan í staðinn á fiskmarkaði á meginlandi Evrópu ef fyrirætlan stjórnvalda verður ofan á með þessa milljarða vegna hðkkunar á veiðileyfisgjöldum.
Sjálfstæðisflokurinn verður líklegri að breytast að mestu í ESB flokk ef af þessu verður því útgerðin vil selja veiðiréttinn í íslenskri lögsögu hæstbjóðenda sem er með starfsemi í ESB löndunum.
Samfylking og Viðreisn gætu í þessu framhaldi viljað taka Sjálfstæðisflokkinn inn í ríkistjórnina í staðinn fyrir Flokk Fólksins svo hægt verði að setja á fulla ferð yfir hafið til að skrifa undir fullveldisafsalið eftir að eignarhaldið okkar á fiskveiðiauðlyndinni er líka farin.
Ég sá frétt í dag að Fiskiköngurinn er að furða sig á að kg af óveiddum fiski er kommið á milli 5000 til 7000 kr.
Í hvaða hæðum yrði kg verðið á óveiddum fiski ef stórir fjárfestar í Evrópu sem eru alla daga að horfa 500 ár fram í tímann í leit af meiri fjármunum og völdum heldur en þeir eru með í dag ?
Baldvin Nielsen
Baldvin Nielsen (IP-tala skráð) 27.3.2025 kl. 23:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.