6.4.2025 | 09:40
Rise and shine!
Sem örþjóð í stóru landi eru Íslendingar auðvitað í viðkvæmri stöðu þegar stórveldi heimsins seilast grímulaust eftir áhrifum, auðlindum og landsvæðum. Umræða um varnarmál er hins vegar á algjörum villigötum ef menn ímynda sér að rétt sé að stofna íslenskan her sem varið geti landið í hefðbundum hernaði. Nýir tímar eru runnir upp þar sem landvinningar eru iðkaðir með nýjum hernaðaraðferðum. Jafnvel stærstu herveldi forðast bein hernaðarátök og vinna þess í stað að því að ná markmiðum sínum án þess að hleypa af einu einasta byssuskoti. Í stað innrása með vopnavaldi stunda stórveldin hernað með aðferðum sem kenndar eru við 5. kynslóðar hernað, svo sem "samfélagsverkfræði", villandi upplýsingum, tölvuárásum og tækninýjungum.
Hvað væri það fyrsta sem slíkur óvinur myndi vilja gera til að ná landi eins og Íslandi undir sitt áhrifasvæði? Jú, að auka áhrif sín án þess að landsmenn taki eftir því; veikja samstöðu þjóðarinnar, telja fólki trú um að það geti ekki verið sjálfstætt, hvorki sem einstaklingar né sem þjóð, veikja fullveldi landsins með því að draga úr áhrifum löggjafarþingsins, veikja dómsvaldið, flytja framkvæmdavaldið að stórum hluta úr landi, setja stöðugt nýjar reglur sem gera litlum og meðalstórum fyrirtækjum erfiðara fyrir að keppa við stórfyrirtækin, ná stjórn á orkumálum, auka áherslu á almenningssamgöngur og setja dýrar lestarframkvæmdir á dagskrá sem soga til sín óheyrilega fjármuni og veikja um leið aðrar samgönguleiðir, gera ráðamenn handgengna erlendu valdi og fá þá til að vinna að því að koma landi sínu í smáum skrefum undir erlent áhrifavald.
Frammi fyrir þessu gildir enn hin klassíska lexía Sun Tzu: Þekktu óvin þinn, því ef þú þekkir hann ekki og veist ekki hvaða aðferðir hann notar til að grafa undan þér, þá muntu aldrei geta varist atlögum hans. Af þessu leiðir að besta vörn Íslands í breyttum heimi er ekki hervæðing heldur að stuðla að vitundarvakningu meðal þeirra sem búa í landinu um öll þau dýrmæti sem við höfum hér að verja. Þjóð sem áttar sig ekki á því að verið er að taka frá henni fullveldið getur ekki varið það. Þjóð sem missir yfirráð yfir lögum sínum missir yfirráðin yfir landinu sínu og framtíð sinni.
Þegar svo er komið að Alþingi ætlar að leiða frumvarp um bókun 35 í ólög og veita þannig fullveldinu náðarhögg með því að afhenda dómsvald um EES reglur alfarið úr landi, þá verður orðið landráð sífellt raunhæfara um athafnir ráðamanna. Óskandi væri að íslensk þjóð noti þennan sunnudag til að rakna úr rotinu og taka þátt í að verja landið sitt með því að verja lög sín, því einmitt þannig hafa Íslendingar - sem herlaus þjóð - varist öllum atlögum í aldanna rás.
![]() |
Óvinsældir Trumps aukast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
já og svo er allt að verða vitlaust að því Trump hækkar aðeins tollanna hjá okkur Íslendingum um 10%
Ég fer ekki út í búð nú orðið án þess að sjá hækkanir á vörum í tugaprósenta síðast aftur á konfekti frá Nova Síríus fór úr 2999 krónur í 3499 krónur í síðustu viku (17%)og það heyrist ekki í neinum nema mér út af þessu brjálæðis hæækkunum innanlands og er það að Trump að þakka að ég lét nú til skara skríða
Gengi íslensku krónunar hefur bara lækkað ef eitthvað síðustu mánuðuna sem ég kan ekki skil á svo þessi ánauð sem almenningur sem býr á Fróni er að lenda í er ekki því að kenna. Ég sá í kvöld út í búð M&M pokka enn þá kosta 460 krónur búinn að vera lengi með þetta verð áður en Trump tók við keflinu í Hvíta húsinu aftur.
Þegar ég hugsa til þess að ef dómsvaldið verður komið alveg yfir til ESB verðum við þá ekki dæmt í bandalagið út af skuldum okkar við Seðlabanka Evrópu ? Það voru teknar evrur að láni til að borga Grindavík út. Afhverju þurfti að taka lán erum við ekki svo rík ?
Baldvin Nielsen
Baldvin Nielsen (IP-tala skráð) 6.4.2025 kl. 21:55
Því miður þá er búið að blekkja fólk og gera það veikt og ósjálfstætt, háð spilltum öflum, þessu eina prósenti sem á 99% auðæfa mannkynsins.
Þegar jafnvel Donald Trump dugar ekki til því eyðileggingin hefur verið svo gífurleg, þá er ljóst hversu mikið er búið að hafa af fólki og koma því á kaldan klaka.
Eitt sinn þótti sjálfsagt að allir byggju í eigin húsnæði. Síðan smám saman breyttist það. Eitt sinn þótti sjálfsagt að allir eignuðust afkvæmi, en svo breyttist það. Ríkið segir að það geri allt auðveldara. Lífið er erfitt. Börnum verður að kenna að göfugt er að strita til að fá afrakstur, og hann á að vera nægilegur og ekki öfundarefni þeirra sem minna leggja á sig.
Þegar búið er að slæva tilfinningar fólks í skólakerfi sem hefur verið hannað af öfgafólki Frankfurt skólans, og steypa alla í sama mót, þá fá ekki afburðanemendur að njóta sín.
Trump hefur stígið frábær skref, eins og að skilja að kommúnískt menntakerfi er ein af rótum vandans.
Hann er að takast á við hörmulegan dreka sem hefur verið meira en 100 ár að skaða bandarísku þjóðina.
Hvernig er nú með Kornax-verksmiðjuna? Hverskonar klúður er það og hversvegna hafa ekki yfirvöld séð það fyrir að þarna stefndi í óefni?
Á meðan aðrar þjóðir gera allt til að gera löndin sjálfbjarga hvað varðar matvælaöryggi, meðal annars vegna stríðsógna sem er óttast, fara Íslendingar í öfuga átt og kjósa yfir sig mestu ESB ríkisstjórn allra tíma!
Síðan eru það þessar Oxycontin-eiturpillur sem hingað flæða einna fyrst, það mætti halda að við Íslendingar séum tilraunadýr fyrir rándýr úti í heimi?
Hvar er nú mannvirðingin og þjóðarstoltið að við séum heilög Guðs sköpun?
Á þetta að vera eins og í Covid-19 faraldrinum, að við séum tilraunadýr?
Þökk fyrir góða pistla, Arnar Þór, en viðtökur landsmanna við flokknum þínum hefðu átt að vera miklu, miklu betri, eða forsetaframboðinu.
Þó kann að vera að þegar þjóðin fær ógeð á þessum ESB-flokkum muni birta til, og Miðflokkurinn og álíka flokkar komast að, og koma fram svipað góðir flokkar til viðbótar.
Ingólfur Sigurðsson, 7.4.2025 kl. 02:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning