12.4.2025 | 22:52
Samtal við Gústaf Adolf
"Arnar Þór Jónsson hrl., formaður Lýðræðisflokksins er mikill baráttumaður íslenska lýðveldisins. Hann telur frelsi einstaklingsins til að ráða eigin för vera þýðingarmesta þáttinn í lífi okkar með fjölskyldum, vinum og samfélagsins sem við lifum í. Hann gerir skýran greinarmun á ríki og frelsi einstaklingsins og varar landsmenn við þeirri ógæfuþróun sem núna á sér stað með kjörnum fulltrúum heima fyrir sem hafa selt sig vegna eigin frama og valdagirndar til erlendra stofnana eins og ESB sem hefur enga lýðræðislega kjörna embættismenn, hvorki í framkvæmd, lögum eða dómi.
Arnar Þór hefur helgað lífi sínu til að vekja Íslendinga til umhugsunar á hvaða vegferð þjóðin er. Sérstaklega undir áhrifum stórvelda eins og Evrópusambandsins sem breytt hefur forsendum EES samningsins með spægipylsu aðferðinni, þar sem svo smá skref eru tekin í einu að enginn merkir neitt fyrr en þjóðin er komin í snöruna. Allir sjá afleiðingarnar á sviði raforkunnar. Núna eru sjávarauðlindir landsmanna í pottinum.
Við erum að færast frá því að vera undir stjórn kjörinna fulltrúa yfir í það að vera undir stjórn fólks sem enginn hefur kosið
Með ríkisstjórn sem hefur það á stefnuskrá að koma Íslandi í Evrópusambandið og taka upp evru, þá eru þung öfl við völd sem þeir sem anna einstaklingsfrelsi og lýðveldinu okkar ástkæra verða að glíma við og stöðva í fyrirætlunum sínum ef allt sem fyrri kynslóðir hafa barist fyrir eigi ekki að fara forgörðum. Arnar Þór segir:
Verið er að samþykkja yfirþjóðlegt samstarf, þar sem erlent vald yfirtekur þjóðveldið. Það er með ólíkindum að búið er að temja Íslendinga til hlýðni. Við erum að færast frá því að vera undir stjórn kjörinna fulltrúa yfir í það að vera undir stjórn fólks sem enginn hefur kosið. Okkur verður stjórnað af nefndum og ráðum og stofnunum úti í heimi. Ég kalla ráðamenn okkar sem þannig vinna ekki lengur ráðamenn heldur óráðamenn.
Krísustjórn og ríkisstjórn innan gæsalappa
Arnar Þór tekur dæmi um hvernig ráðin hafa smám saman verið tekin af venjulegu fóli sem hófst með sniðgöngu lýðræðisreglna í heimsfaraldrinum. Eiginlega var ekki um neinn heimsfaraldur að ræða með einungis 0,1% dauðsfalla fólks undir 70 ára aldri. Arnar Þór telur:
Verið er að stjórna með krísum: Covid, loftslagskrísu, stríðshamaganginum. Smám saman er gengið á rétt einstaklingsins og þau virt að vettugi. Það verður að hafa núverandi ríkisstjórn Íslands innan gæsalappa, því hún er ekki að starfa í þágu hagsmuna þjóðarinnar.
Ríkisfjölmiðillinn minnir á Norður-Kóreu
Arnar Þór ræðir um fjölmiðlaástandið á Íslandi sem er vægast sagt afar sérstakt með einn ríkismiðil sem drottnar á fjölmiðlamarkaðinum. Tíðarandinn er einnig kominn inn á fáránlega braut með kenningum eins og að karlmenn geti orðið að konum og orðið ófrískir. Ríkisfjölmiðillinn einvaldi, RÚV sem gæti staðið fyrir RíkisÚtvarpVókismans dælir daglega frásögnum yfir landsmenn sem ekki segja alla söguna heldur aðeins eina hlið mála, þá vókuðu. Það er ljóst að ef aðrar skoðanir eru þagðar í hel, þá frétta landsmenn eða alla vega sumir þeirra, kannski aldrei af þeim. Arnar Þór líkir fjölmiðlaástandinu við Norður-Kóreu:
Sonur minn er 17 ára gamall og er greindari en ég. Hann sagði við mig um daginn: Pabbi, það er ótrúlega skrýtið að búa á Íslandi. Við fáum bara að sjá og heyra eina hlið málsins. Ég sagði við hann að þetta væri munurinn á áróðri og heilaþvotti. Áróðurinn leyfir meira en eina skoðun en heilaþvotturinn leyfir aðeins eina.
Arnar vék talinu að sjónvarpi Samstöðunnar en í nýjum frægum þætti úrbeinaði vinstri konan Sólveig Anna Jónsdóttir rithöfundinn vókaða Hallgrím Helgason. Arnar segir Hallgrím og Egil Helgason geta verið bræður, alla vega skoðanabræður, en sá síðarnefndi sem er sjálfkrýnd sjónvarpsstjarna uppnefndi Arnar sem öfgamann en þorði síðan ekki að mæta í viðræður við Arnar um málið. Arnar Þór talaði við útvarpsstjórann og fékk eftir það afsökunarbeiðni frá Agli. Einn annar Íslendingur hefur kallað Arnar Þór öfgamann og það var Bjarni Benediktsson fv. formaður Sjálfstæðisflokksins. Arnar var að mati Bjarna öfgamaður vegna þess að hann hafði spurningar um EES-samninginn!
Neyðarhemill vegna bókunar 35
Talið barst að bókun 35 sem ríkisstjórnin reynir að gera að lögum á þessu vorþingi. Við samþykkt bókunarinnar verða lög ESB rétthærri íslenskum sem þýðir að Ísland afsalar sér löggjafar- og dómsvaldi á samstarfssviðum með ESB samkvæmt skilgreiningu EES-samningsins. Arnar bendir á að hvergi í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands sé minnst á neitt framsal valds eins og bókun 35 gerir ráð fyrir. Samþykkt bókunarinnar er því í berhöggi við stjórnarskrána. Aðspurður um hvað væri hægt að gera til að koma í veg fyrir að alþingismenn samþykktu bókun 35 sagði Arnar Þór:
Ég get greint frá því hér og nú, að hægt væri að grípa í neyðarhemil til þess að þvinga stjórnvöld til að útskýra að minnsta kosti hvernig bókunin brýtur ekki í bága við stjórnarskrána að þeirra mati. Málið er grafalvarlegt, það er búið að grafa undan framkvæmdavaldinu í 30 ár og allt bendir til þess að nú eigi að færa dómsvaldið til EES. Það jafngildir svikaráðum við fólkið í landinu. Neyðarhemillinn yrði þá fólginn í því að leggja fram kæru á hendur þess ráðherra sem leiðir þetta mál gegnum þingið. Kæra viðkomandi fyrir landráð til lögreglunnar. Á endanum verður það dómsmálaráðherrann sem tekur ákvörðun og varla að búast við að ráðherra sem vill fara með landið inn í ESB samþykki landráð.
Verðum líklega heimsfræg fyrir að gefa landið frá okkur án andmæla
Arnar sagði:
Ég sagði við fólk sem ég hitti í gufubaðinu í sundlauginni nýlega, að við yrðum sennilega heimsfræg í veraldarsögunni fyrir það að við vorum eina þjóðin sem gáfum frá okkur fullveldið, frelsið, lögin og landið okkar án andmæla! Án þess að nokkurt okkar eða að því liggur einn einasti maður lyfti hendinni til að verjast því sem er að gerast.
Takið þátt í starfi Lýðræðisflokksins
Arnar Þór ræddi um allt það góða fólk sem er í Lýðræðisflokknum og berst á óeigingjarnan hátt fyrir rétti landsmanna til málfrelsis og lýðræðis. Hann hvetur alla þá sem vilja losa landið úr vókuðum heljargreipum að hafa samband við Lýðræðisflokkinn og koma með í starf flokksins fyrir annarri og bjartari framtíð en þeirri sem ríkisstjórnin boðar. Arnar Þór líkir ráðherrum ríkisstjórnarinnar við Pílatus sem þvoði hendur sínar af röngum ákvörðunum sem hann tók á meðvitaðan hátt:
Pílatus er víða um þessa páska. Hann er ekki bara í síðustu köflum Jóhannesarguðspjalls og hann er ekki bara í kirkjunum um páskana. Pílatus er víða. Þetta er maðurinn sem buktar sig og brýtur gegn sannfæringu sinni til þess að halda valdastólnum sínum. Hver vill vera hann? Ekki ég! Þá er betra að taka Krist sér til fyrirmyndar. Ég vona að það séu sem flestir.
Smelltu á spilarann hér að neðan til að hlusta á þáttinn"
(Tilvitnaður texti hér að ofan er ritaður af Gústaf A. Skúlasyni fyrir thjodolfur.is)
Athugasemdir
Örin sem ðeg tel eiga að þðyða frðabærir skilar því ekki,en við viljum skrifa sannleikann sem við þrðaum.
Helga Kristjánsdóttir, 13.4.2025 kl. 01:52
Ágæt samantekt hér og kjaryrt: https://x.com/iluminatibot/status/1910837833419358365
Arnar Þór Jónsson, 13.4.2025 kl. 08:54
Ég er andvigur lögunum um kynrænt sjálfræði.
Hver er afstaða Arnars til þeirra laga?
Dominus Sanctus., 13.4.2025 kl. 10:14
Dominus, ég ber umhyggju fyrir þeim sem þjást af vanlíðan, hvort sem það er vegna kynáttunarvanda eða annars. Ég tel að fara beri varlega í því að beita læknisfræðilegum inngripum svo sem lyfjum og aðgerðum til að reyna að breyta kyni fólks, því kynferðið er ritað inn í hverja einustu frumu mannsins frá fæðingu, sbr. það að konur eru með XX litninga og karlar með XY. Sérstaklega ber að varast inngrip þegar um mjög unga einstaklinga er að ræða, afleiðingar slíks eru iðulega óafturkræfar og mjög alvarlegar. Í viðleitni til að leysa einn vanda eru þá sköpuð 100 önnur vandamál. Staðreyndum lífsins verður ekki breytt með lögum. Þegar löggjafinn ofmetnast og telur sig geta sett lög í bága við raunveruleikann, þá eru þingmenn fallnir í gryfju ofmetnaðar.
Arnar Þór Jónsson, 13.4.2025 kl. 14:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning