18.4.2025 | 09:42
Tilvistarglíma unga fólksins er glíma hinna eldri líka
Frétt um aukna kirkjusókn ungs fólks undirstrikar að tilvistarglíma mannsins hverfur ekki þótt hraðinn aukist og tæknin verði sífellt ágengari. Svissneski sálfræðingurinn Carl Gustav Jung (1875-1961) sagði einmitt að úrslitaspurningin í lífi sérhvers manns væri sú hvort hann væri tengdur einhverju óendanlegu eða ekki. Hann taldi að nú, sem aldrei fyrr, verði maðurinn að horfast í augu við hið illa sem bærist í þeim sjálfum og þess vegna þurfi nútímasálfræði að minna fólk á að illska er raunverulegt fyrirbæri. Jung sagði menn þurfa að vera slegna blindu til að sjá ekki hið risastóra hlutverk sem hið illa gegnir í heiminum og að það hefði þurft inngrip Guðs sjálfs til að bjarga mannkyni frá böli hins illa, því án íhlutunar Guðs væri mannkynið endanlega glatað.
Og fyrst ég er byrjaður að vitna í aðra í þessu samhengi, þá má láta fylgja að George Orwell (1903-1950) taldi stærsta vandamál okkar tíma vera hnignun trúar á ódauðleika mannsins. Hann sagði að hver og einn yrði að velja milli Guðs og Manns - og að allir "róttæklingar" og "framsæknir" (e. progressives), allt frá mildasta frjálslyndi (e. mildest Liberals) til ofstækisfullra stjórnleysingja hefðu í raun og sann valið Manninn.
Íslenskt samfélag nútímans, eins og raunar því miður langflest vestræn samfélög, eru öfugu megin við þá línu sem hér hefur verið dregin. Afleiðingin er sú að öll umræða er á hvolfi, öllu er snúið á haus og þeir sem vilja ávarpa staðreyndir og benda á glóandi sannleikskjarna á bak við leiktjöld lyginnar eru sakaðir um "hatur". Í slíku umhverfi er allt gert pólitískt, jafnvel hið heilaga, eilífa, fagra, sanna og góða. Sú þróun er auðvitað ekki til heilla, því eins og Orwell sagði í ritgerð sinni um Pólitík og tungumálið (1946), þá snýst pólitík um "lygar, undanbrögð, heimskupör, hatur og geðrof" og tungumál stjórnmálanna miðar að því að "gera lygar trúverðugar, manndráp virðingarverð og gefa vindinum þá ásýnd að hann sé áreiðanlegur".
Í nútímasamfélagi sem rambar á barmi andlegs og siðferðilegs gjaldþrots, í heimi sem stýrist í auknum mæli af illsku, þar sem áhrifavaldar státa sig jafnvel af því að þjóna hinu illa (sjá mynd), þá er engin furða að ungt fólk leiti í auknum mæli í kristni og kirkjur, því þau finna innra með sér að þau "eru ekki af þessum heimi" (Jóh. 17.14) og að það er skylda okkar að berjast gegn illskunni hvar sem hún birtist, hvort sem það er innra með okkur sjálfum eða í hinum ytra heimi, því ljósið sigrar myrkrið.
![]() |
Kirkjusókn ungs fólks hefur aukist síðustu tvö ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vel hugsað, vel skrifað.
Guðjón E. Hreinberg, 18.4.2025 kl. 12:14
Takk fyrir greinina, Arnar Þór. Fyrst þú vitnar í George Orwell, þá langar mig að gefa honum orðið. Þú ert væntanlega að vitna í eftirfarandi orð hans í greininni "As I Please" (1944): ". . . I would say that the decay of the belief in personal immortality has been as important as the rise of machine civilization." Í næstu efnisgrein segir hann:
I do not want the belief in life after death to return, and in any case it is not likely to return. What I do point out is that its disappearance has left a big hole, and that we ought to take notice of that fact. Reared for thousands of years on the notion that the individual survives, man has got to make a considerable psychological effort to get used to the notion that the individual perishes. He is not likely to salvage civilization unless he can evolve a system of good and evil which is independent of heaven and hell.
Orwell bætir við og þetta eru lokaorð greinarinnar:
Marxism, indeed, does supply this, but it has never really been popularized. Most Socialists are content to point out that once Socialism has been established we shall be happier in a material sense, and to assume that all problems lapse when one’s belly is full. But the truth is the opposite: when one’s belly is empty, one’s only problem is an empty belly. It is when we have got away from drudgery and exploitation that we shall really start wondering about man’s destiny and the reason for his existence. One cannot have any worth-while picture of the future unless one realizes how much we have lost by the decay of Christianity. Few Socialists seem to be aware of this. And the Catholic intellectuals who cling to the letter of the Creeds while reading into them meanings they were never meant to have, and who snigger at anyone simple enough to suppose that the Fathers of the Church meant what they said, are simply raising smoke-screens to conceal their own disbelief from themselves.
Wilhelm Emilsson, 18.4.2025 kl. 18:14
Þakka góðar athugasemdir. Wilhelm, þessi frét rímar nokkuð vel við það sem þú nefnir: https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/04/17/sosialistar_og_einhleypir_karlmenn_oanaegdastir/
Arnar Þór Jónsson, 18.4.2025 kl. 22:26
Takk fyrir svarið, Arnar Þór. Ha, ha. Mikið til í því 😊
Wilhelm Emilsson, 19.4.2025 kl. 01:00
Þetta átti að vera broskall í lokin :0)
Wilhelm Emilsson, 19.4.2025 kl. 01:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning