24.4.2025 | 09:32
Gleðilegt (og frjálst) sumar
Á Íslandi gilda vissar óskrifaðar reglur sem allir þurfa að fylgja: Þú átt að ganga út frá því að stjórnvöld vinni í þína þágu en ekki eigin þágu + Ísland sé óspillt ríki + að fréttir endurspegli raunveruleikann og það sem er mikilvægast + að við eigum að trúa vísindamönnum og fólki í hvítum sloppum því þar fer prestastétt nýs átrúnaðar + að þú sért, fyrst og síðast, hluti af hóp / fylkingu og eigir að hugsa / tala / hegða þér í samræmi við það, m.a. með því að taka þatt í að "þétta raðirnar".
Þetta samþykkir meirihluti Íslendinga, því ef þú efast um eitthvað af þessu geturðu átt á hættu að vera kallaður ýmsum illum nöfnum og það viljum við auðvitað ekki. Þá er betra að vera ,,hugrænn svefngöngumaður" og forðast að beita sjálfstæðri rökhugsun, því á Íslandi er visst öryggi fólgið í því að tilheyra hópi og tileinka sér skoðanir þess hóps / flokks í blindni.
Vandinn er sá að við slíkan mann er ekki unnt að rökræða, því hann hafnar upplýsingum og telur sig ekki þurfa á neinni fræðslu að halda. Hann hefur í raun enga sjáfstæða og persónulega skoðun. Er slíkur maður frjáls eða er hann fangi?
Um leið og ég óska lesendum gleðilegs sumars óska ég þess að sem flestir njóti sumarsins á sjálfstæðum forsendum, sem frjálsir menn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning