Þetta er þitt líf, ekki sviðsetning í boði ríkisins (RÚV)

Í þjóðfélagi sem er afgirt með Pótemkín-tjöldum sem ríkisreknir og ríkisstyrktir fjölmiðlar setja upp og hagræða daglega hefur veruleiki hins venjulega manns allur hliðrast, þ.m.t. hinn pólitíski veruleiki. Í Bandaríkjunum birtist þetta m.a. í því að þeir sem áður aðhylltust stefnu Demókrataflokksins (Demókrataflokks FDR / Kennedy) urðu heimilislausir þegar flokkurinn gerðist róttækur vinstri flokkur og sagði skilið við eigin grunngildi frjálslyndis, málfrelsis, gagnrýninnar hugsunar, aðgæslu gagnvart valdaásælni stórfyrirtækja, trú á getu hins almenna borgara til að stjórna sjálfum sér og um lýðræðislegt stjórnarfar. Tvo menn má nefna hér sem gerst hafa Repúblikanar því þeir telja þann flokk nú einan um að verja þessar hugsjónir: Robert F. Kennedy jr. og Chuck Norris (hinn eina sanna). Á Íslandi er hliðrunin sýnileg í því hvernig þeir sem aðhylltust stefnu Sjálfstæðisflokksins (Sjálfstæðisflokks Bjarna Benediktssonar eldri / Ólafs Thors) hafa orðið heimilislausir þegar flokkur Bjarna Benediktssonar yngri gerðist "woke", sósíaldemókratískur flokkur sem á grunni EES vann leynt og ljóst að því að auka áhrif ESB hérlendis og sagði skilið við grunngildi frjálslyndrar íhaldsstefnu um takmörkuð ríkisafskipti, sjálfstæði Íslands, fullveldi, stuðning við vinnandi fólk fremur en hagsmuni stórfyrirtækja o.s.frv. RÚV sem helsti leikmyndasmiður Pótemkín sviðsins hérlendis kallar menn eins og Robert og Chuck "rugludalla", en hefur vafalaust mun verri orð um þá sem ekki vilja láta sópast með straumröstinni sem sogar íslenskt þjóðlíf og efnahagslíf sífellt nær ginnungagapi sósíalískrar dystópíu, þar sem allir hafa sömu skoðun ... og hamstra klósettpappír! 

Er ekki kominn tími til að hætta að láta leikmyndina dáleiða sig, draga fölsk leiktjöld niður og rýna í handritið sem ríkislaunaðir leikarar eru að flytja okkur? Er ekki tímabært að hætta að láta blekkjast af leikmyndinni, búningunum og stimplunum, en gerast þess í stað beinir þátttakendur í að semja betra handrit? 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og tólf?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband