Gríski harmleikurinn var (og er) kennslustund í auðmýkt

Í Grikklandi til forna þjónuðu leikhúsin m.a. þeim tilgangi að minna á að við erum ekki hlutverkin sem við leikum. Á bakvið persónuna (grímuna) er manneskja af holdi og blóði. Hver sem ruglast á þessu tvennu gæti sjálfur orðið söguhetja í grískum harmleik, þar sem hroki og hégómi ýta fyrst undir að viðkomandi belgist út, en þessir sömu þættir verða svo til þess að bólan springur og sami maður þarf að leita að sjálfum sér í rústunum eftir að allt sem hann áður reiddi sig á er hrunið til grunna. 

Gríski harmleikurinn þjónaði þannig þeim tilgangi að minna alla á að við erum dauðleg og ekki merkilegri en annað fólk - og að þótt lífið lyfti okkur stundum hátt þá fellir það okkur jafnharðan aftur. [Innskot: Íslenska leikhúsið hefur gleymt þessum rótum, sbr. uppsetningu Borgarleikhússins á drykkjurausi stjórnmálamanna sem sýnt var fyrir fullu húsi nokkrum sinnum og þjónaði þeim tilgangi að senda leikhúsgesti út í hroka og dómhörku, en ekki í auðmýkt eins og í Grikklandi].

Kári Stefánsson er að mörgu leyti frábær maður, greindur og hugrakkur - og undir harðri skel er þar hlýr og góður mannvinur, en margt það besta í hans fari varð forstjórahlutverkinu að bráð á síðasta hluta starfsferilsins, sbr. ummæli hans um Grímseyjarútlegð þeirra sem ekki vildu hópast í fjöldasprauturnar góðu og um "drullusokkshátt" þeirra sem vildu kynna sér málið gaumgæfilega áður en þeir brettu upp ermarnar í Laugardalshöllinni.

Í þessu ljósi er ólíklegt að margir muni sakna forstjórans Kára Stefánssonar, sú persóna þarf ekki að vera neinum harmdauði, allra síst Kára Stefánssyni sjálfum. Á þessum tímamótum gefst honum dýrmætt tækifæri, sem þroskaðir menn hafa í aldanna rás stefnt að, þ.e. að leyfa egóinu að deyja og rísa upp sem nýr og betri maður. Sjálfur hef ég farið í gegnum slíka vegferð á síðustu mánuðum og þótt ég sé ekki kominn í gegnum eldinn get ég vottað að þetta er þroskandi reynsla og til þess fallin að styrkja hvern sem gengur þá braut að "deyja sjálfum sér" og geta vonandi farið að lifa í þjónustu við aðra. 


mbl.is Svolítill djammkarl í vísindum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Það er þetta með dimma dalinn hans Davíðs (23).

Guðjón E. Hreinberg, 6.5.2025 kl. 14:52

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og tuttugu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband