Sérfræðingur rýnir í kristalskúlu

Íslendingar hafa alltaf haft sérstakan áhuga á fólki sem gefur sig út fyrir að geta séð inn í framtíðina. Frá fyrri tíð þekkjum við sagnir um völvur og spákonur, um Njál á Bergþórshvoli sem talinn var forspár. Enn í dag lesa menn í kindagarnir, í bolla o.fl. Sérfræðingadýrkun íslensku þjóðarinnar náði hámarki í "kófinu" þegar öll pólitísk stefnumörkun var afhent fólki sem hafði menntast til þröngsýni, þ.e. til að vita meira og meira um minna og minna. Meðan allt þjóðlífið snerist um baráttu gegn veiru sem 99,7% fólks lifði af, var efnahagslífinu fórnað, skuldum safnað, peningar prentaðir, verðbólgu sleppt lausri, menntun vængstífð og samfélagið sett á hliðina með sálrænum og félagslegum afleiðingum sem taka mun mörg ár (áratugi) að slétta yfir. Ætlum við að láta þetta okkur að kenningu verða? Nei, því sérfræðingadýrkunin heldur áfram, sbr. þetta viðtal hér við jarðfræðing sem spáir hér fyrir um þróun mála í undirdjúpunum sem augljóslega er þó erfitt að spá nokkru um. En þversögn sérfræði-dýrkunarinnar er sú að því meiri sérfræðingur sem þú telst, því minni ábyrgð berðu. Og jafnvel þótt í ljós komi að þú hafir haft algjörlega rangt fyrir þér sem sérfræðingur, þá breytir það engu um trúverðugleika þinn og þér leyfist að ávarpa blaðamenn og þjóðina algjörlega kinnroðalaust næsta dag, án þess að biðjast afsökunar, sem er eðlilegt því hvorki sérfræðingurinn sjálfur né þjóðin sem tilbiður sérfræðingana getur viðurkennt að mistök hafi verið gerð. Þess vegna er best að miða öll viðtöl og allar greiningar við það sem gerist í óvissri framtíð. Með því að grafa mistök fortíðarinnar og einblína á framtíðina má jafnvel ná tökum á pólitískri stefnumótun, sem er mjög gott bæði fyrir stjórnmálamenn (sem vilja koma sér undan að taka mikilvægar ákvarðanir sem unnt væri að kenna þeim um síðar) og fyrir sérfræðingana (sem vilja efla fjárhag sinna stofnana og öðlast aukin völd). 


mbl.is Lík­leg­a 100-150 ár í að næsti hluti fari af stað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og einum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband