10.5.2025 | 22:24
Fundur nk. mánudagskvöld kl. 20
Kæri Íslendingur, ef þér er ekki sama um framtíð lýðveldisins og telur að alþingismönnum beri að virða það drengskaparheiti sem þeir hafa unnið að stjórnarskránni, þá hvet ég þig til að mæta á þennan fund sem haldinn verður í safnaðarheimili Seltjarnarneskirkju kl. 20.00 nk. mánudagskvöld.
Eftir stutt framsöguerindi verður orðið laust.
Baráttukveðjur, Arnar Þór Jónsson.
[Smellið til að stækka og lesa]
Athugasemdir
Ég var rúmlega tvítugur þegar þetta var mikið rætt á mínu heimili af þunga, um EES samninginn. Ég skildi þetta ekki eins vel þá og ég geri nú. Afi minn var ekki sáttur við Jón Baldvin því hann taldi frænda sinn eiga að vera skynsamari en þetta "að selja landið undir útlend yfirráð aftur", og þau orð hafa eiginlega enn betur ræzt með tímanum.
Gamli sáttmáli, Kópavogsfundurinn, endir Þjóðveldistímans, niðurlæging þjóðarinnar og fátæktin... þetta var mjög lifandi fyrir fólkinu sem var fátækt í sveitunum. Fólk sem aðeins þekkir lífsgæðin sem komu með stríðinu og Könunum, það man ekki og skilur ekki eins vel hvað skortur á sjálfstæði þýðir.
Ég er vinatengdur honum Guðmundi Ásgeirssyni hér á blogginu og hann finnst mér verja ESB og EES. Pabbi styður Samfylkinguna, en þetta er eins og með söguna um freistingu frelsarans, okkar þjóð hefur risið hæst sjálfstæð og ég hef trú á því að þannig gangi það enn.
Hann segir að óhjákvæmilegt sé að samþykkja Bókun 35. En nú eru stórþjóðirnar að æsa sig og sjálfstæðið er aftur komið á dagskrá, hjá stórum og litlum þjóðum, það sem áður þótti sjálfsagt mál. Stríð eru háð í nafni þess og mannslífum fórnað.
Dr. Helgi Pjeturss skrifaði í ritum sínum að ljósið kæmi frá Íslandi og Ísland ætti að vera vonarstjarna á erfiðum tímum. Kalla mætti hann spámann fyrir það. Adam Rutherford ritaði á sama veg og fleiri. ("Hin mikla arfleifð Íslands").
Norðurlöndin voru friðarparadís. Ef ungt fólk tekur þetta uppá sína arma þá fer þetta ljós að skína sem spámennirnir töluðu um. Til að skilja þetta til fulls þarf að vita að ekki er hægt að treysta ríkjandi valdaflokkum.
Mér lízt vel á þetta, þennan fund.
Ingólfur Sigurðsson, 11.5.2025 kl. 01:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning