Ísland þarf á þér að halda.

Kæri lesandi. 

Vænt þætti mér um það ef þú gæfir þér tíma til að horfa / hlusta á þetta 20 mínútna erindi sem ég flutti á fjölmennum fundi í gærkvöldi. Hvort sem við erum ung, miðaldra eða öldruð, hvort sem við erum fædd á Íslandi eða aðflutt, þá berum við ábyrgð á þeim dýra arfi sem fyrri kynslóðir færðu okkur að gjöf, þ.e. heimssögulegum loga lýðræðis og laga, sem tendraður var á Alþingi 930, þar sem íbúar landsins sammæltust um að lúta lögum en ekki hnefarétti og að lögin skyldu vera mótuð af fólkinu sem landið byggir. Við getum ekki látið það gerast á okkar æviskeiði að Íslendingar afsali sér þessum fæðingarrétti sínum, þ.e. að fá að vera frjáls þjóð í frjálsu landi sem setur sín eigin lög og nýtur sjálfsákvörðunarréttar út á við og inn á við, hvort sem er um verndun og nýtingu nátturunnar eða um forgangsröðun innan lands.

Ísland þarf á þér að halda. Láttu rödd þína heyrast. Talaðu við þingmenn þína. Ræddu við fjölskyldu og vini. Við erum frjálsir menn (konur eru líka menn) en ekki lauf í vindi.

Góðar stundir. B35 1205


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Þakka þér fyrir þitt góða orð á þessum fundi Arnar Þór. Við þurfum öll að standa saman að því að hafna helsi ESB fyrir land okkar, við þurfum að standa saman að sjálfstæði okkar án úrræða erlendis frá.

GUÐ blessi Ísland.

Tómas Ibsen Halldórsson, 13.5.2025 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og nítján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband