"Autopennar" finnast víðar en í Bandaríkjunum

Nú geisar mikil umræða í Bandaríkjunum um vélstýrðan penna (e. Autopen) Joe Biden. M.a. er vísað til þess að Joe hafi samþykkt 2,5 milljarða dollara framlag til Úkraínu meðan hann var í fríi í St. Croix, sbr. meðfylgjandi mynd. Á sama tíma hafi "forsetinn" undirritað náðunarbréf, slakað á landamæragæslu o.fl. Spurt er hver stýrði pennanum í fjarveru forsetans, hvert peningarnir fóru og hvort / hvernig megi rekja upp það sem þannig hafi verið samþykkt. Í raun hafi forsetaembættið og vald þess verið yfirtekið af óþekktu og umboðslausu fólki. Talað er um þetta sem eitt stærsta hneyskli í sögu Bandaríkjanna og að þetta megi aldrei endurtaka sig, því svona "vinnubrögð" við lagasetningu brjóti gegn grundvallarviðmiði vestrænnar stjórnskipunar um jafnvægi milli valdaaðila (e. checks and balances).Biden
 
Á sama tíma horfa Íslendingar þegjandi upp á það, árum og áratugum saman, að Alþingismenn og ráðherrar skrifi undir og innleiði ALLAR tilskipanir og reglugerðir sem Brussel-veldið póstsendir til Íslands. Engin þjóð getur búið við slíkt bremsulaust stjórnarfar án þess að þurfa að gjalda fyrir það að lokum. Í raun er þessi framkvæmd hrein og klár niðurlæging fyrir þjóð sem á stjórnarskrá og kýs sér ennþá fulltrúa á löggjafarþing í þeim tilgangi að þeir gæti réttar Íslendinga. En þessi framkvæmd er þó ekki aðeins niðurlægjandi og þetta er ekki aðeins til marks um lausung í lagasetningu. Þetta sjálfvirka afgreiðslu- og undirritunarferli felur í sér viðvarandi brot gegn þeim skyldum sem handhafar íslensks löggjafarvalds hafa undirgengist með þvi að vinna drengskaparheit að stjórnarskrá lýðveldisins. 
 
 
  
 
 

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Rétt og sönn samlíking. 

Ragnhildur Kolka, 21.5.2025 kl. 08:50

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og nítján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband