25.5.2025 | 12:09
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis láti til sín taka
Í ljósi alls þess sem fram kemur í tímamótaviðtali Stefáns Einars við Úlfar Lúðvíksson ætti stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis að kalla alla hlutaðeigandi á sinn fund og gefa þeim kost á að standa fyrir sínu máli. Nefndinni ber að hafa "frumkvæði að því að kanna ákvarðanir einstakra ráðherra og verklag þeirra." Nefndin hefur einnig það hlutverk að "gera tillögu um hvenær er rétt að skipa rannsóknarnefnd og gefur þinginu álit sitt um skýrslur þeirra." Viðtalið bendir til að alvarlegar brotalamir í landamæragæslu ógni þjóðarhagsmunum og þjóðaröryggi. Rannsóknarnefndir hafa verið skipaðar af minna tilefni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning