28.5.2025 | 10:20
Í fréttum er þetta helst ...
Daglegur fréttaflutningur færir okkur þau skilaboð að heimurinn sé að fara til fjandans: Stríð, loftslagsbreytingar, vírusar, hryðjuverk, rán, ofbeldi o.s.frv. Með því að berja á almenningi með þessu oft á dag er í raun verið að flytja þau skilaboð að algjört stjórnleysi sé á næsta leiti.
En ekki hafa áhyggjur, því í stað óstjórnar verður okkur boðið upp á ofstjórn: Stjórnvöld rétta fram "hjálparhönd" til að koma skikki á hlutina með eftirliti, gjaldheimtu, "öryggismyndavélum", vopnakaupum, fleiri ríkisstofnunum, valdframsali til erlendra stofnana o.s.frv. Handvaldir sérfræðingar stjórnvalda munu taka enn þéttar um stjórnartaumana. Í skiptum fyrir (falskt) öryggi afsalar óttasleginn almenningur sér frelsinu í hendur valdhafa.
Þegar valdakerfi ríkisins er farið að nærast á ótta þarf almenningur að finna sinn innri styrk. Besta leiðin til þess er að hætta að hlusta á hrollvekjur ríkisstyrktra fjölmiðla.
Those who would give up essential liberty to purchase a little temporary safety, deserve neither liberty nor safety.
Athugasemdir
Ég tek undir þetta, að hluti af fréttastefnu Reuters er að deila og drottna, tvístra fólki fyrst með ótta en bjóða svo uppá Davosgervilausnir. Íslenzka þjóðin þekkti kærleikann og friðinn og einnig önnur Norðurlönd. Ekki þarf að leita lengra en nokkrar kynslóðir í góð gildi sem veita styrk og samheldni.
Í RÚV í gær var fjallað um það í Kastljósi að ótti er meiri meðal unglinga eftir Covid. Engum datt í hug að það hefði neitt með upplausn fjölskyldugilda að gera í nafni frjálslyndis síðustu ríkisstjórna. Heldur var það fræðingur sem kom með flóknar útskýringar sem ekkert skildu eftir.
Já, hvort sem fólk leitar til heimspekinnar fyrr á öldum, eða heiðinna trúarbragða eða kristninnar, þar er að finna ráð sem dugðu fólki býsna lengi til að finna hamingju og frið. Nægjusemi til dæmis og væntingastjórnun.
Unglingarnir finna bara eins og aðrir að upplausnin fer vaxandi því hin klassísku gildi eru síður virt en áður.
Ingólfur Sigurðsson, 28.5.2025 kl. 14:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning