Til upprifjunar fyrir Íslendinga

Ísland er eina landið í Evrópu - og öllum hinum vestræna heimi - þar sem enginn hægri flokkur situr á löggjafarþinginu. Segi og skrifa ENGINN. Miðflokkurinn er miðflokkur - og vill vera það. Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn "woke" sósíaldemókratískur flokkur sem vill auka áhrif ESB hérlendis. Viðreisn er ekki hægri flokkur. Orð eru óþörf um hina þingflokkana í þessu samhengi.

Í þessu ljósi - og með hliðsjón af niðurstöðum forsetakosninganna í Póllandi - er ástæða til að undirstrika hvað "hægri stefna" í stjórnmálum í raun er: Hægri er ekki samheiti yfir "öfgar" eins og fréttastofurnar vilja hamra á. "Hægri" lýsir vilja borgaranna til að viðhalda þeirri samfélagsgerð, tungumáli og menningu sem heimaland þeirra hefur fóstrað í aldanna rás og vilja setja hömlur á ríkisstyrktan innflutning fólks sem hefur allt önnur gildi. Fyrir utan slíka verndarstefnu (e. conservatism) aðhyllast hægri menn klassískt frjálslyndi sem miðar að því að takmarka vald ríkisins, verja réttarríkið, réttláta málsmeðferð fyrir dómi, verja borgaralegt frelsi skv. stjórnarskrá, þ.m.t. málfrelsi, trúfrelsi, prentfrelsi, fundafrelsi og frjálsan markað (sem ekki er kæfður í regluverki). 

Takist Íslendingum að muna þetta eru þeir síður líklegir til að gleypa staðhæfingar um alla vondu "öfgamennina" í útlöndum sem "heimskar" þjóðir kjósa í opinber embætti. Meðan Ísland heldur áfram með framangreinda pólitíska einsleitni, án heilbrigðs viðnáms, þá munum við halda áfram að hringsnúast í kringum iðusvelginn. Skolist Ísland ofan í það niðurfall er ómögulegt að segja hvað verður um okkur.

P.S. Líta má á fundinn sem haldinn var á Austurvelli um helgina "þvert á flokka" sem heilbrigt lífsmark - og mögulega merki um að fólk telji rétt að jákvæð þjóðvitund eigi einhverja rödd á hinu pólitíska sviði, þótt RÚV hafi eflaust notað önnur lýsingarorð.   


mbl.is Nawrocki kjörinn forseti Póllands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ýmislegt hefur háð flestum þeim sem bjóða sig fram og sem hæst hafa sem fulltrúar þessa hóps. Má þar nefna litla þekkingu, og lítinn áhuga, á sögu og menningu þjóðarinnar, efnahagsmálum, heilbrigðismálum, atvinnu og menntamálum. Erfiðleika víð að koma frá sér óbjagaðri setningu á Íslensku. Blússandi karlrembu og mikla andúð við útlendinga þó lítið fari fyrir þekkingu á stöðu og málum útlendinga á Íslandi. Á þeim er stigsmunur eftir einstaklingum en enginn eðlismunur. Þeir koma almennt illa fyrir og þjóðin hefur ekki talið þá líklega til að gera neitt af viti.

Glúmm (IP-tala skráð) 2.6.2025 kl. 12:31

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég hafði rétt lokið lestri pistilsins  þegar pólsk vinkona leit hér inn og ég fullyrt hana um að hún truflaði ekkert. Ég sagði henni sögu um landa hennar Chopen tónskáld,stutt atvik úr myndinni sem ég hef alltaf þótt svo vænt um auk tónverk hans "Póleseurnar".Á þeim tíma urðu Pólverjar að verjast (læt vera að reyna á minni um átök)
Ættjarðar vinir komu til Chopen (minnir vera í París hjá Frans Lizt

til að biðja hann að leika á pianó til styrktar heimavörn(???9 

Þar sem hann færðist undan í fyrstu þótti sig ekki (kannski verðagan).En þegar landar hans komu aftur með pólska mold í poka:viknaði hann ,reyni ekki að skýra en vökna alltaf í augum...<<<ffyrirgefðu arnar minn klaufaskapinn,nota núna 90,ára plús

Helga Kristjánsdóttir, 2.6.2025 kl. 16:38

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég endur tek Arnar --vegna þess að ofan .......

Helga Kristjánsdóttir, 2.6.2025 kl. 16:46

4 Smámynd: Arnar Þór Jónsson

Gloom, ég hélt að þú værir búinn að dæma sjálfan þig í skammarkrókinn fyrir heimskulegasta "framlag" til "umræðu" hér fyrir nokkrum vikum, sem sýndi að þú hefur engan skilning á grundvelli íslenskrar stjórnskipunar, en nú ert kominn aftur með einhvers konar tilraun til að skrumskæla alla þá sem eru ekki með sömu furðu-hugmyndir um lífið og þú. Prófaðu að vera málefnalegur. Þá verður líka auðveldara fyrir þig að stíga fram undir réttu nafni. Kær kveðja.

Arnar Þór Jónsson, 3.6.2025 kl. 19:39

5 identicon

Ég gat ekki skrifað á síðuna þína erlendis frá. Moggabloggið leyfir það ekki.

Skilningur minn á grundvelli íslenskrar stjórnskipunar byggir ekki á pólitískri óskhyggju eins og þinn. Ég er enn á þeirri skoðun að það sé rangtúlkun að lög og stjórnarskrá telji upp hvað stjórnvöld og þegnar megi og að allt annað sé bannað. Að Íslensk stjórnskipun byggi ekki á því að allt sé bannað sem ekki er sérstaklega tekið fram í lögum eða stjórnarskrá að sé heimilt.

Stuðningur við framboðin, þar á meðal þín, ættu í það minnsta að sýna þér að furðu-hugmyndir mínar virðast vera álit mikils meirihluta kjósenda.

Því miður leyfir gáfnafar og ástand geðheilbrigðis margra þeirra sem hugsa eins og þú, öryggis míns vegna, ekki að ég komi fram undir nafni sem hægt er að flett upp á í þjóðskrá á auðveldan hátt. Grundvallar öryggisatriði þegar verið er að ergja fólk sem er ekki nema hársbreidd frá Breivik í pólitík.

Glúmm (IP-tala skráð) 3.6.2025 kl. 22:26

6 Smámynd: Arnar Þór Jónsson

Leitt að þú hafir ekki getað verið lengur í Kína með hinum kommúnistunum, því vestræn stjórnskipun byggir á því að stjórnvöldum séu settar skorður með stjórnarskrám. Þetta er gert til að undirstrika hvað stjórnvöld megi EKKI gera. Þetta er m.ö.o. gert til að verja frelsi borgaranna, sem er meðfætt frelsi (ekki úthlutað af stjórnvöldum eins og þú og félagar þínir í Kommúnistafloknum vilja meina. Prófaðu svo - í alvöru að vera málefnalegur. Þá verður þú ekki svona lítill í þér. 

Arnar Þór Jónsson, 4.6.2025 kl. 08:00

7 Smámynd: Arnar Þór Jónsson

P.S. Breivik er nasjonal-sósíalisti. Gloom er internasjonal-sósíalisti. Gloom er holdgervingur þeirrar pólitísku ranghugmyndar að allt sem telst hægra megin við miðju (sem færst hefur langt til vinstri) sé stórhættulegt og ávísun á ofbeldi. Af ótta við fólk eins og m.a. Margréti Thatcher sé því öruggast að vega að mönnum úr launsátri í skjóli nafnleyndar og krefjast þess að stjórnvöld takmarki frelsi borgaranna með sífellt fleiri boð- og bannreglum.

Arnar Þór Jónsson, 4.6.2025 kl. 08:13

8 identicon

Ég hef hvergi krafist þess að stjórnvöld takmarki frelsi borgaranna með sífellt fleiri boð- og bannreglum. En ég hef sagt að sá skilningur þinn að allt sé bannað þar til heimild er veitt sé rangur.

Vestræn stjórnskipun byggir á því að stjórnvöldum séu settar skorður með stjórnarskrám. Þetta er gert til að undirstrika hvað stjórnvöld megi ekki gera en ekki hvað stjórnvöld megi gera eins og þú hélst fram. Þú gast ekki fundið heimild fyrir einhverju í stjórnarskrá og taldir það því bannað.

Glúmm (IP-tala skráð) 4.6.2025 kl. 14:08

9 Smámynd: Arnar Þór Jónsson

Gloom, ekki gera þín orð að mínum. Ég hef HVERGI sagt að allt sé bannað þar til heimild er veitt. Þvert á móti er ég þeirrar skoðunar að mönnum sé frjálst að gera það sem ekki er bannað með lögum. Stjórnarskráin er vörn fyrir borgarana ekki gagnvart stjórnvöldum og valdbeitingarsinnum eins og þér. 

Arnar Þór Jónsson, 4.6.2025 kl. 16:06

10 Smámynd: Arnar Þór Jónsson

... vörn fyrir borgarana gagnvart stjórnvöldum og valdbeitingarsinnum eins og þér.

Arnar Þór Jónsson, 4.6.2025 kl. 16:06

11 identicon

Svo maður vitni beint í skrif þín, þín orð breiðletruð: "Stjórnarskrá Íslands heimilar ekki framsal ríkisvalds úr landi, hvorki löggjafarvalds, framkvæmdavalds né dómsvalds" Ekkert bann bara skortur á heimild. "Þar sem stjórnskipun Íslands heimilar ekki framsal ríkisvalds úr landi hafa íslensk stjórnvöld ekki svigrúm til að samþykkja bein..." Aftur, ekki sagt bannað bara að heimild skorti. Er hægt að skilja það öðruvísi en að þú teljir að allt sé bannað þar til heimild er veitt?

Glúmm (IP-tala skráð) 4.6.2025 kl. 18:56

12 Smámynd: Arnar Þór Jónsson

Gloom, ég geri greinarmun á stjórnarskrá og almennum lögum. Stjórnarskráin er varnarplagg fyrir borgarana gagnvart stjórnvöldum til að setja valdbeitingu íslenska ríkisins skorður. Ástæðan er sú að vald stjórnvalda stafar frá þjóðinni. Stjórnarskráin er grunnur allra annarra laga, þ.e. almenn lög verða að standast stjórnarskrá og mega ekki ganga lengra í skerðingum á frelsi en stjórnarskráin heimilar. Það á augljóslega við um boð og bönn, sem þú ert svo hrifinn af. Af öllu þessu leiðir að stjórnarskrá verður ekki túlkuð þannig að vald almennings megi framselja til erlendra yfirvalda sem engar trúnaðarskyldur hafa við íslenska þjóð og Íslendingar hafa aldrei játað hollustu. Þetta snýst um það að valdhafar svari til ábyrgðar gagnvart borgurunum. En það skilur þú kannski ekki sem kommúnisti.

Arnar Þór Jónsson, 4.6.2025 kl. 19:37

13 Smámynd: Arnar Þór Jónsson

P.S. Þeir sem ólmir vilja sjá íslenskt ríkisvald (lesist: vald íslensks almennings) framselt til útlanda verða að skilja að til að það megi gerast, þá þurfa framseljendur að hafa umboð til slíks framsals frá umbjóðandanum (íslenskum kjósendum). Meðan slíkt umboð er hvergi veitt, þá verða valdboðssinnar eins og Gloom að sætta sig við að það verður ekki gert. Framsal á ríkisvaldi til erlends valds getur hæglega flokkast sem landráð. 

Arnar Þór Jónsson, 4.6.2025 kl. 19:46

14 identicon

Hver tók prófið í lögfræði fyrir þig? Það sem gildir er það sem stendur í stjórnarskránni, ekki pólitískar túlkanir þínar.

----21. gr. Forseti lýðveldisins gerir samninga við önnur ríki. Þó getur hann enga slíka samninga gert, ef þeir hafa í sér fólgið afsal eða kvaðir á landi eða landhelgi eða ef þeir horfa til breytinga á stjórnarhögum ríkisins, nema samþykki Alþingis komi til.---- Lesist: Samþykki Alþingis nægir til að Forseti geti samið við önnur ríki um afsal á landi eða landhelgi eða kvaðir á landi eða landhelgi og breytinga á stjórnarhögum ríkisins.

Glúmm (IP-tala skráð) 4.6.2025 kl. 23:48

15 Smámynd: Arnar Þór Jónsson

Gloom, þegar þú sagðist hafa verið í útlöndum áttaði ég mig ekki á að þú hefðir verið marga áratugi í burtu. Sveinn Björnsson var síðasti forsetinn sem gerði samninga við önnur ríki. Það mun hafa verið ca. 1945. Síðan þá hefur mótast hér stjórnskipunarhefð um það að forseti sé fyrst og fremst öryggisventill / neyðarhemill. Hlutverk hans er ekki undir neinum kringumstæðum að taka bremsurnar af stjórnarfarinu hérlendis. Samkvæmt stjórnarskrá lýðveldisins er skýrt að íslenskt ríkisvald skuli vera á Íslandi. Því verður ekki breytt nema menn afli sér fyrst skýrs lýðræðislegs umboðs til slíkra breytinga. 

Arnar Þór Jónsson, 5.6.2025 kl. 08:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband