Þá sem ekki þekkja söguna er auðvelt að hrekja af grunninum.

Í bók Orwells, 1984, hafði söguhetjan, Winston Smith, það hlutverk að yfirfara eldri dagblöð og breyta þeim til samræmis við hagsmuni ríkjandi stjórnar. Aðgangur fólks að bókum var takmarkaður við rusl-bókmenntir, spennusögur, reifara o.s.frv. Eldri bókmenntir voru taldar háskalegar og hver sem átti slíkar bækur tók áhættu á að verða talinn hugsana-glæpamaður. 

Síðustu daga hef ég verið að endurraða bókunum mínum og margt sýnist eins og af öðrum heimi. Ljóð Davíðs Stefánssonar, Einars Ben, Hannesar Hafstein o.fl. eru yfirfull af ást til ættjarðarinnar, tungumálsins o.fl. Ritgerðir Bjarna Benediktssonar eldri fjalla um sjálfstæðisbaráttu Íslands, um sögu þjóðarinnar og menningararf. Þessar bókmenntir færu ekki vel ofan í sjálfskipaða menningarvita nútímans sem vilja reyna að kenna slíkt tal við "öfgar", sbr. m.a. skrif Kolbrúnar Bergþórsdóttur í Mogganum. Í "Vókistan" leyfist okkur nefnilega að standa með öllu nema okkar eigin heimaríki, veifa öllum fánum nema okkar eigin fána og tala fallega um allar aðrar þjóðir en okkar eigin. Gamlar bækur eru ögrun við vókismann og standa í vegi fyrir "hugmyndafræðilegum hreinleika". Ég skora á alla sem vettlingi geta valdið að bjarga gömlu bókunum frá því að fara í ruslið. Þær eru okkar besta vörn gegn Kolbrúnu og öðrum nútímaútgáfum af Winston Smith. George_Orwell_press_photo

E.S. Þegar allar stofnanir eru orðnar vókismanum að bráð, þ.m.t. skólarnir (og sérstaklega háskólarnir), stjórnmálaflokkarnir (þ.m.t. Sjálfstæðisflokkurinn), fjölmiðlarnir o.fl., þá er kirkjan komin á sömu vegferð undir stjórn nýrra "leiðtoga". Innan kirkjunnar eru þó til menn sem þekkja undirstöður trúarinnar of vel til að láta hrekja sig af grunninum, sbr. þetta hressilega viðtal við sr. Geir Waage, þar sem hann bendir á að kirkjan geti ekki afneitað játningu trúar á heilaga þrenningu án þess að hætta að vera evangelísk lúthersk kirkja - og þar með sé hún að stimpla sig út sem þjóðkirkja, því ríkið sé ekki skuldbundið til að styðja við sértrúarsöfnuði. Nálgun sr. Geirs er skynsamleg og hagnýt: Ríkisreknar stofnanir eiga sig ekki sjálfar. Þær voru settar á fót til að þjóna almannahag, verja sögulegan arf, standa vörð um frjálsa umræðu, hugmyndafræðilegan margbreytileika, klassískt frjálslyndi, gildin sem best hafa reynst o.s.frv. Eigi að breyta þeim í mulningsvélar til að innleiða valdboðsstjórn / ný-kommúnísma þá höfum við rétt til að hætta að fjármagna þær.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og þremur?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband