Kófið var spegill á okkar innri mann

Hér er félagsfræðileg kenning sem sennilega sannar sig sjálf: "Orð þín og athafnir í kófinu, sýna hver þú ert í raun og veru". Fyrir hönd höfundar biðst ég forláts á óheflaðri orðnotkun hans, en honum til hróss má þó segja að hann fer ekki í kringum hlutina eins og "grautur í kringum heitan kött". 

  • Trúðir þú fréttaflutningi fjölmiðla gagnrýnislaust (og gerir kannski enn)?
  • Framfylgdirðu fyrirmælum í blindni?
  • Treystirðu sérfræðingum fremur en þinni eigin dómgreind?
  • Varstu í flokknum sem stoltur gerði slagorðið "hlýðum Víði" að sínu? Dáðir þú þríeykið og hafðir allt þitt vit frá þeim?
  • Fylgdistu með "upplýsingafundunum" reglulega og skipulagðir líf þitt út frá þeim?
  • Veittirðu hagsmunaaðilum (lyfjafyrirtækjum) óheftan aðgang að líkama þínum í skiptum fyrir brauðmola (tímabundið ferðafrelsi)?
  • Varstu einn af þeim sem fordæmdir efasemdamenn sem "samsæringa"?
  • Telurðu enn að C19 hafi verið stórhættuleg drepsótt sem réttlætti að stjórnarskráin og almenn mannréttindi væru tekin úr sambandi?
  • Taldirðu neyðarástandi slíkt að rétt væri að afhenda völdin fólki sem enginn hafði kosið og að landinu væri stjórnað með tilskipunum frá framkvæmdavaldinu?
  • Læddistu með veggjum eins og mús og andmæltir engu / efaðist ekki um neitt?
  • Lastu þig ekkert til um innihaldsefni / mögulegar aukaverkanir varðandi sprautulyfin?
  • Hvað fórstu í margar sprautur áður en þú komst að þeirri niðurstöðu að þú þyrftir alls ekkert á þeim að halda?

Allt eru þetta góðar spurningar til að læra að þekkja sjálfan sig - og samfélag sitt - betur.   

 


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Ekkert af þessu sem upp er talið fórum við

fjöldskyldan eftir og vorum talin geðveik að

þiggja ekki sprautuógeðið. Nú vill sama fólk

ekki minnast á hringiðu-geðveikina sem það

tók þátt í og skammast sín fyrir að hafa verið

haft af fíflum.

Því miður er enn til fólk sem er svo heilaþvegið

að það trúir að allt sem gert var, var nauðsynlegt.

En svo má að sjálfsögðu aldrei tala um Svíþjóð.

Þar var alvöru landlæknir og lét ekki plata sig þrátt

fyrir þrýsting og gagnrýni allstaðar frá, enda sýndi það

sig að allt sem hann gerði var hárrétt.

Annað okkar Ragnar Reykás sem fékk svo fálkaorðu

fyrir fálkaskap ásamt hinum.

Sigurður Kristján Hjaltested, 6.7.2025 kl. 09:44

2 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Sóttvarnarlæknir Svíþjóðar gerði margt rétt en ég man ekki eftir að hann hafi varað fólk við sprautunum þegar honum var ljóst að þær í það minnsta gerðu ekkert gagn svo vægt sé til orða tekið.

Kristinn Bjarnason, 6.7.2025 kl. 11:50

3 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Mikið rétt Kristinn. Hann leyfði fólki að meta það sjálft

hvort það vildi sprautusullið eða ekki, en hefði

sennilega og betur gert að vara fólk við.

Sigurður Kristján Hjaltested, 6.7.2025 kl. 12:47

4 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Spurning hvort hann hafi verið keyptur á réttu augnabliki því mér skilst að hann sé kominn með toppstöðu hjá WHO. En þarna misstum við af frábæru tækifæri til samanburðar ef Svíarnir hefðu seppt því að sprauta sig sem mátti náttúrulega alls ekki gerast.

Kristinn Bjarnason, 6.7.2025 kl. 13:08

5 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Það sem mér fannst sárast var að fólk á Fésbók hélt mig endanlega klikkaðan að styðja samsæriskenningar um sprauturnar og allavega einn sleit vinskap.

Það er rétt sem þú skrifaðir um að hér á Íslandi ríkir meiri múgsefjun og múgmennska en víða. Kannski smæð þjóðarinnar, en sennilega fleira.

Eins og Sigurður Kristján skrifar, til að breiða yfir ósómann fær fólkið sem neyddi þessu uppá lýðinn fálkaorðu, stöðuhækkun, stöðu í ríkisstjórn og slíkt.

Fólk hefur ekkert lært frá öldum harðstjórnar og kúgunar. Þá var það sama gert.

Ingólfur Sigurðsson, 6.7.2025 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og sautján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband