12.7.2025 | 09:02
Takk fyrir að hlusta.
Alþingismenn eru kjörnir sem umboðsmenn þjóðarinnar til að annast lagasetningu og geta því ekki framselt löggjafarvaldið áfram til erlendra stofnana nema með skýru og fyrirframgefnu umboði kjósenda. Slíkt umboð hefur hvorki verið gefið né fengið og því eru þingmenn umboðslausir til að samþykkja frumvarpið um bókun 35. Líkja má þessu við að lögmaður eða endurskoðandi framseldi vald umbjóðanda síns án heimildar frá umbjóðandanum slíkt væri einfaldlega ógilt. Á nánari umfjöllun um þetta má hlusta með því að smella á þetta viðtal síðan í gær, sem finna má hér.
Athugasemdir
Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum. Segir í stjórnarskránni. Hvergi er minnst á að þeir séu umboðsmenn bundnir vilja kjósenda. Það er bara eitthvað sem menn segja til að reyna að binda hendur pólitískra andstæðinga og er andstætt stjórnarskránni. Það væri einskonar stjórnarskrárbrot ef alþingismenn færu að vinna sem umboðsmenn frekar en að fara eftir sinni sannfæringu. Stjórnarskráin leggur þá skyldu á herðar alþingismanna að þeir starfi ekki sem umboðsmenn heldur aðeins eftir sinni sannfæringu.
Í frumvarpinu um bókun 35 er ekkert valdaframsal. Það fjallar um það þegar Íslensk lög stangast á við önnur Íslensk lög þá hafi lög með vissan uppruna forgang ákveði Alþingi Íslendinga ekki annað. Allt vald er áfram hjá Alþingi. Alþingi Íslendinga setur öll lögin, Alþingi Íslendinga ákveður hver þeirra hafi forgang og Íslenskir dómstólar dæma eftir þeim Íslensku lögum.
Glúmm (IP-tala skráð) 12.7.2025 kl. 12:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning