16.7.2025 | 09:57
Þingmenn voru upplýstir um nýtt regluverk WHO í nóvember 2023
Þessa dagana er mikið rætt um nýtt regluverk WHO sem leggur grunninn að viðamiklum valdheimildum þeirrar stofnunar þegar næsti "heimsfaraldur" skýtur upp kollinum. Þetta er nokkuð sem menn þurfa að taka mjög alvarlega í ljósi reynslunnar af Covid-19 og þeirrar valdníðslu sem framkvæmd var undir yfirskini "neyðarástands" sem snemma var þó tölfræðilega ljóst að var alls ekkert neyðarástand.
Ef / þegar Ísland verður gert áhrifa- og valdalaust á grundvelli þessara nýju reglna má bóka að þingflokkar, þingmenn og ráðherrar eru líklegir til að segja að þeim komi þetta allt á óvart og þeir hafi ekki verið varaðir við því sem hér er á ferðinni. Þá má benda þeim á að undirritaður sendi öllum alþingismönnum minnisblað í lok nóvember 2023 um hvað bæri að varast og til hvers konar andmæla rétt væri að grípa. Skemmst er frá því að segja að einungis einn þáverandi þingmaður brást við virtist telja hið besta mál að afhenda valdið úr landi til manna sem svara ekki til neinnar ábyrgðar hér.
Hér má líka minna á framgöngu WHO í síðustu umferð, sjá t.d. hér og hér og hér og hér.
Athugasemdir
kvitta undir mótmæli
https://island.is/undirskriftalistar/2a627c8a-93a8-4973-a8da-2dbf3e4a1754?fbclid=IwY2xjawLjx6RleHRuA2FlbQIxMABicmlkETBKRkd2TXFSaVc3REpSclByAR6irb3FqbgN2zJejfNU74MsLFHPy0DEoTVkls8CiyFvWo4OEcBRRvSNOLyZnQ_aem_uMvXwUHxc_ROgPRKvYp3YQ
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 16.7.2025 kl. 10:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning